7.11.2008 | 21:06
Ekið á íslenskum vegi í október
Þó óvíst kunni að vera hvort nú sé rétta stundin, þá er jafnframt óvíst hvort það sé sérlega óstundvíst að nefna það sem mér er hugleikið á þessari stundu.
Þar sem ég ók þjóðveginn eins og hann leggur tvíbreiður en ekki tvöfaldur úr Borgarfirði upp á Holtavörðuheiði og inn í Húnavatnssýslur þótti mér eftirtektavert hve óslétt hið bundna slitlag er orðið. Þó ég hafi haft augun á veginum gat ég ekki greint nákvæmlega hví yfirborðið væri óslétt. Ég vildi forða því að skapa hættu ástand með aksturslagi sem ekki hentaði umferðarhraðanum almennt. Ég vildi ekki nema staðar að óþörfu til þess eins að kanna ástæður hins óslétta yfirborðs. þótti mér sem eitthvert ökutækið sem hefði verið að flytja allsérstæðan varning í líkingu við olíumöl hefði misst smávegis hér og þar á yfirborð vegarins. Ég vona svo sannarlega að ekki sé um holur að ræða. Holur í vegakerfinu eru miklu skemmtilegri ef þær eru láréttar og liggja í gegnum fjöll heldur en ef þær eru lóðréttar og eru ferðalöngum til ama. Óskandi væri að ójöfnurnar geti þjónað einhverjum tilgangi í vetrarfærð á íslenskum vegi.
Þá sá ég að ekki er unnið að tvöföldun hringvegarins í Borgarfirði, ég hefði haldið að nýta hefði mátt hinn gamla veg sem lagður var bundnu slitlagi sem akveg framvegis fyrir þá umferð sem veita mætti í gagnstæða átt við þá umferð sem nýtir hinn nýja veg á grundvelli hægri umferðar.
Flokkur: Bundið slitlag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.