Gott að eiga góða að

Því miður hef ég hvorki komið til Póllands né lært pólsku og því get ég ekki þakkað fyrir mig á frummálinu.

Óháð því hvort lán geti talist lán í óláni, þá má sennilega slengja því fram að pólsk stjórnvöld hafi haft veður af því að Pólland hafi um nokkurt skeið lánað Íslandi mannafla.  Líklega má segja sem svo að Ísland hafi ekki farið alltof illa með þann mannafla, í ljósi vilja og liðlegheita pólskra stjórnvalda. Nú leggur Pólland Íslandi lið á nýjan leik og með nýjum hætti. Nú lánar Pólland Íslandi fjármagn. Vonandi förum við vel með því sem okkur er treyst fyrir.

Ég vona að íslenskum stjórnvöldum gangi vel að vinna að lausn vandans sem fyrir okkur liggur. 


mbl.is Geir staðfestir pólska aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband