Lok könnunar

Nú hefur tæpum 30% þáttakanda, því miður, orðið að ósk sinni. Íslenskt efnahagslíf er kaldara nú en í aðdraganda síðustu kosninga þegar könnuninni var hleypt af stokkunum. Vilji 82 gesta þessarar síðu dugði ekki til að halda yl í íslensku efnahagslífi. Orð nokkurra stjórnmála manna hafa orðið að veruleika, menn og konur þurfa að gæta að því hvers þau óska, því á stundum geta menn hitt heldur hrapalega á óskastund og fengið meira af því nóg af því sem óskað var eftir. Allur ysinn og þysinn er heldur visinn þessa dagana, því er ver og miður. Rétt er þó að rifja upp að á Íslandi hafa menn sjaldnast tvínónað við hlutina ef hægt hefur verið að rumpa þeim af. Hálfkák er ekki okkar skák. Hér eru hlutirnir annað hvort gerðir eða ekki, sú mýta virðist espa okkur frekar upp og niður heldur en að við reynum að beita fyrirbyggjandi aðgerðum gegn þessu lundafari okkar þegar e.t.v. væri betra að fara hægar í sakirnar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband