Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Von og trú

Ég er spenntur, það er spennandi fyrir mig að sitja hér og bíða þess sem verða vill. Ég vonast til þess að þátttakan í prófkjörinu verði góð. Ég veit fyrir víst að þátttakan verður ekki 100%.


Fari svo, sem margir vona, að Sjálfstæðisflokkurinn standi eftir Alþingiskosningar með þingstyrk sem ekki verði hægt að horfa framhjá, þegar hugað verður að myndun ríkisstjórnar, þá er ljóst að einu gildir hvort Arnbjörg, Kristján eða Þorvaldur hreppi það hnoss sem þau sækjast eftir; það verður útilokað að útiloka oddvita Sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæminu frá setu í ríkisstjórn.

Einar Kristinn Guðfinnsson var Þingflokksformaður Sjálfstæðsflokksins uns hann varð 2005 Sjávarútvegsráðherra, líkt og Ólafur Garðar Einarsson sem varð menntamálaráðherra eftir að hafa stýrt þingflokki Sjálfstæðisflokksins frá 1979 fram til 1991 þá tók Geir Haarde við og stýrði þingflokknum uns hann varð fjármálaráðherra 1998 þegar Sigríður Anna Þórðardóttir tók við formennsku í þingflokknum sem hún lét af, varð varaformaður þingflokks, þegar það var ákveðið að hún yrði Umhverfisráðherra rúmu einu og hálfu ári síðar. Ef ég man rétt þá var Gunnar Thoroddsen þingflokksformaður á eftir Jóhanni Hafstein.


Ég vona að niðurstaðan verði aðsóps mikill listi hvar sem borið verður niður í kjördæminu. Ég er þó ekki alveg viss um að niðurstaðan verði nákvæmlega eins og ég hefði kosið, er Hrafnkell segir réttilega að við höfum efni í góðan lista.


mbl.is Prófkjör í Norðausturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt er í heiminum hverfult

Í ljósi fréttaflutnings af orðum núverandi samgönguráðherra, þá man ég enn eftir forvera hans í starfi sem sat jú í heil 8 ár í jarðgangnaráðuneytinu. Þegar mannaskiptin urðu sagði annar ráðherra sem enn situr í ríkisstjórn og hafði setið í ríkisstjórn, að tími hefði verið kominn til að skipta, þó ég hafi ekki verið sáttur við skiptin, man ég þessi orð enn í dag.
---

Mér fannst Guðmundur G. Halldórsson komast vel að orði, mér fannst boðskapur hans ríma vel við það sem ég skrifaði í sumar sem leið, um líktleiti og fundið var að því að ég hefði verið lengi netsambandslaus fjærri Fróni. En ég gerði sem ég gat til að hvetja Halldór Blöndal áfram til góðra verka fyrir landsmenn alla. Hann varð sem kunnugt er ekki við bón minni en Guðmundur G. Halldórsson - ekki sonur Blöndals- kvað:
Frá æskudögum verkaval,
vísnasmiður góður,
með skálm í hendi skar hann hval,
skrafaði sjaldan hljóður. 
- 
Hann hefur lítið átt við öl,
orðum mörgum hlaðinn,
það væri mikið byggðaböl
ef bjáni kæmi í staðinn.
-

Í umferðinni verndarvætt
veit af góðu kyni,
góðan mann af Gottskálksætt
gott er að eiga að vini.
---
Kannski eru átök, stór eða smá, ekki alltaf málið, kannski skiptir meiru að vinna vel, jafnt og þétt?

mbl.is Samgönguráðherra segir þörf á stórátaki í vegamálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

kvölin og völin

Arnbjörg Blöndal? - Kristján Blöndal? - Þorvaldur Blöndal? - Arnbjörg Jónsson? - Kristján Jónsson? - Þorvaldur Jónsson? - Arnbjörg Sólnes? - Kristján Sólnes? - Þorvaldur Sólnes? - Arnbjörg frá Mel? - Kristján frá Mel? - Þorvaldur frá Mel? - Arnbjörg Rafnar? - Kristján Rafnar? - Þorvaldur Rafnar? - Arnbjörg Hlíðar? - Kristján Hlíðar? - Þorvaldur Hlíðar - Arnbjörg Ísberg? - Kristján Ísberg? - Þorvaldur Ísberg? - Arnbjörg frá Fagraskógi? - Kristján frá Fagraskógi? - Þorvaldur frá Fagraskógi? - Arnbjörg Þorsteinsson? - Kristján Þorsteinsson? - Þorvaldur Þorsteinsson?  - Arnbjörg á Seljavöllum? - Kristján á Seljavöllum? - Þorvaldur á Seljavöllum? - Arnbjörg Hermannsson? - Kristján Hermannsson? - Þorvaldur Hermannsson? - Arnbjörg Pétursson?- Kristján Pétursson? - Þorvaldur Pétursson? - Arnbjörg Ingimundarson? - Kristján Ingimundarson? - Þorvaldur Ingimundarson? - Arnbjörg frá Múla? - Kristján frá Múla? - Þorvaldur frá Múla? - Arnbjörg Jóhannesson?  -  Kristján Jóhannesson? - Þorvaldur Jóhannesson? - Arnbjörg Olrich? - Kristján Olrich? - Þorvaldur Olrich? - Arnbjörg Pétursson? - Kristján Pétursson? - Þorvaldur Pétursson? - Arnbjörg Dagbjartsson? - Kristján Dagbjartsson? - Þorvaldur Dagbjartsson? - Arnbjörg Kvaran? - Kristján Kvaran? - Þorvaldur Kvaran? - Arnbjörg Eggerz? - Kristján Eggerz? - Þorvaldur Eggerz? - Arnbjörg Benediktsson? - Kristján Benediktsson? - Þorvaldur Benediktsson? - Arnbjörg á Hvanná? - Kristján á Hvanná? - Þorvaldur á Hvanná? - Arnbjörg Hallsson? - Kristján Hallsson? - Þorvaldur Hallsson? - Arnbjörg Hafstein? - Kristján Hafstein? - Þorvaldur Hafstein? Nei reyndar ekki - valið stendur milli nýrra nafna:

Arnbjargar Sveinsdóttur, Kristjáns Þórs Júlíussonar
og Þorvaldar Ingvarssonar

Spurning sem kannski má spyrja sig hvert þeirra er líklegast til að eiga auðveldast með að skapa sér sérstöðu gagnvart fyrri þingskörungum okkar norðaustursvæðinu.

Ég veit ekki hvort einhver tekur mark á mínu mati á mönnum, hvort annað gildir þegar landsmál eru annarsvegar en gilti þegar
Guðmundur Egill hlaut ekki það brautargengi sem mér þótti hann eiga skilið. Hvorttveggja Valhöll sem og Kaupangur hafa kveðið upp úr um það að ég fæ ekki að taka þátt í þessu prófkjöri. Ég væri ekki búinn að gera upp við mig nú á þessari stundu hverja ég myndi setja í 3., 4., 5., og 6. sætið, Ég væri sennilega ákveðinn í því hvaða nöfn ég myndi merkja við, en hvaða númer þau fengu, það þyrfti aðeins meiri yfirlegu, ef ég á Fróni fengi í prófkjöri að kjósa.
---
Hinsvegar heyrði ég þegar ég kom úr sturtu í morgun, fyrst í fréttum svo í spjalli á J-Bylgjunni af þessum
samanburði, þótti þeim sem talaði Nauðsynlegt að taka það fram að VIÐ stæðum vinum okkar Finnum að baki, sem og kunningjum okkar Norðmönnum, sem trjóna á toppnum sama hvaðan á toppinn er litið.


mbl.is Jafnrétti kynjanna mest á Norðurlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá samanburður

Fylking sú, sem stefnir að því að skáka Flokknum, stilti upp lista nú um helgina í höfuðborginni. Margir hafa haldið því til haga að prófkjör Flokksins var lokað en fylkingin opnaði sitt prófkjör fyrir öllum sem kjósa vildu. Þá hefur þess og verið gætt að gleyma ekki að tilgreina þátttöku tölur í hvoru prófkjöri um sig. Framboðslista Flokksins sköpuðu 10.846 sjálfstæðismenn með sínum 10.282 gildu atkvæðum þá vita menn að það voru 50,88% af 21.317 sjálfstæðismönnum sem gátu kosið. Fylkinguna formuðu 4.842 með 4.759 gildum atkvæðum. Fylkingin nefnir ekki hvort kjörið hafi verið bindandi - ólíkt því sem flokkurinn tekur skýrt fram. Menn hafa jafnframt munað eftir nýafstöðnum prófkjörum sömu fylkingar í víðlendari en fámennari kjördæmum en höfuðborginni, hvar þátttaka reyndist meiri. Ekki hefur gleymst að formaður fylkingarinnar fékk minna hlutfall af heildarfjölda atkvæða í sínu prófkjöri en formaður flokksins.

Ef litið er á niðuststöður, tölur eins og þær birtast almenningi á vefnum, má sjá að fleiri kusu Guðlaug Þór Þórarson í annað sæti, hjá Sjálfstæðisflokknum, en Samfylkinguna í heild sinni. Þá má og sjá að fleiri kusu Björn Bjarnason í annað sæti, hjá Sjálfstæðisflokknum, en Ingibjörgu Sólrúnu, forkonu fylkingarinnar, í fyrsta sæti hjá Samfylkingunni.

Þá má og sjá að Frú Grazyna M. Okuniewska fékk fleiri atkvæði, meiri stuðning, til setu á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík (3.514) en nokkur hinna þaulsetnu atvinnupólitíkusa Samfylkingarinnar í Reykjavík þurfti til að tryggja sér það sæti sem að endingu varð - Ef mark má taka af upplýsingum á vefsíðu samfylkingarinnar. 

Þá má nefna það að formaður Sjálfstæðisflokksins fékk fleiri atkvæði í sitt fyrsta sæti en formaður fylkingarinnar, varaformaður fylkingarinnar og þingflokksformaður fylkingarinnar fengu samanlagt í prófkjöri fyrlkingarinnar nú um helgina.

Sigurður Kári Kristjánsson hlaut 547 atkvæðum fleira í 4. sæti sjálfstæðisflokksins eitt og sér en varaformaður fylkingarinnar fékk samanlagt í fyrstu fjögur sæti framboðslista fylkingarinnar.


mbl.is Niðurstaðan ljós í prófkjöri Samfylkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband