Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
27.1.2007 | 00:01
Framtíðin ræðst í dag
Guð, guðir og góðar vættir gefi öllum góða nótt, svo laugardagurinn verði sem mestur og bestur fyrir sem flesta. Nógv er á skránni.
Þá vikrar vel að vera úthvíldur fyrir átökin.
Ég vona að dagurinn í dag verði góður, ekki síðri en í gær.
Því það eru alveg hreinar línur að framtíðin ræðst í dag, rétt eins og alla aðra daga, nema fyrir þá sem eru forlagatrúar.
Góða nótt.
25.1.2007 | 13:59
Til hamingju
Það er við hæfi að óska þeim sem, veður vonandi senn leyfir, að sjá til sólar, til hamingju. Sérstaklega þar sem maður hefur gerst sekur um að útskýra sólarleysið á sumum stöðum víðsvegar.
Ég vona að sólin sýni sig á Skutulsfjarðareyri.
Ég verð að segja það eins og það er, ég skammast mín. Ég skammast mín fyrir að hafa þvælst um þær slóðir sem ég hef ratað á leið minni hingað, hvar ég er staddur í dag án þess að hafa nokkruntíman drukkið sólarkaffi þegar sólargleislum, ef sólin glennir sig, er fagnað. Þykir mér það miður.
En maður gæti varla beðið um tíu dropa væri maður fyrir vestan á þessum degi, hefði maður ekki þraukað sólarleysið sjálfur, eða hvað?
Sólardagur á Ísafirði í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 2.2.2007 kl. 03:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2007 | 02:10
Þankagangur
Þar sem ég á í basli, við að standa undir þeim metorðum sem manni hefur áskotnast í gegnum tíðina. Því er ekki að leyna að erlend aðstoð við uppfærslu heimasíðu minnar hefur farið í handaskolum, legg ég þeim mun meiri áherslu á blaðrið, hér eftir en hingað til.
Það er ákaflega ánægjulegt að stærstu fréttir liðinnar helgar hafi ekki verið fengnar frá lögreglunni, heldur af sviði stjórnmálanna.
Ég gæti ímyndað mér að á fyrstu samkomu Framsóknarflokksins að loknum Alþingiskosningum verði valið um hvort Valgerður Sverrisdóttir eða Guðni Ágústsson leiði Framsóknarmenn inn í framtíðina, þ.e.a.s. ef Framsóknarflokkurinn braggast ekki nægjanlega í höfuðborginni til að tryggja formanninum þingsæti.
Ef allt fer sem horfir verður Vestmanneyjingur á framboðslista Sjálfstæðisflokksins kjördæmakjörinn og munu atkvæði greidd Sjálfstæðisflokknum í öðrum kjördæmum ekki hafa áhrif á kjör Vestmanneyjingsins.
Það er orðið spennandi að sjá til Ný-Frjálslyndra, sem fundu að skoðanaskiptum Gunnars Örlygssonar og sumir þeirra hafa sagt hann hafa komið illa fram við varamann sinn, þar sem hann hefur ekki vikið um stundarsakir af Alþingi að loknum skoðanaskiptum. Ekki er hægt að segja það að Gunnar Örn hafi stundað það að kalla inn varamann sinn. Nú gengur þingmaður úr öðrum flokki til liðs við Ný-Frjálslynda og ekki amast þeir við vistaskiptunum.
Í þessu ljósi sá ég að Sigurlín ritaði:
"mér hefur verið sagt að það sé öllu heldur mun hagkvæmara fyrir mig að vera í 2. sætinu vegna aðstöðumunarins á aðgenginu að upplýsingum."
Mér er spurn hvaða samflokks maður Sigurlínar kemur svona fram við hana. Þess ber að geta að Sigurlín var uggandi um að liðsaukinn gæti dregið úr, eða tafið, frama hennar innan Nýja-Frjálslyndaflokksins.
Því miður gat ég ekki setið Kjördæmisþingið í Mývatnssveit og komið að samþykkt framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norð-Austurkjördæmi, þar af leiðandi er hinn síungi ofurhugi Halldór Blöndal ekki í fyrstasæti framboðs listans. Nú þurfa Sjálfstæðismenn í Norð-Austurkjördæmi að bíða og sjá hvort framboðslistinn sem er leiddur af nýliðanum Kristjáni Þór Júlíussyni hljóti náð og blessun miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins. Að vísu er þeim kappinn ekki alveg ókunnugur því hann situr jú sem formaður sveitastjórnarráðs í miðstjórninni. Ég sé hinsvegar ekki hina þrjá sem tóku þátt í prófkjörinu flokksins, en náðu ekki bindandi kosningu, í staðinn má finna á framboðslistanum nöfn sem ekki hafa tekið þátt í nokkru prófkjöri eða nokkurri kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins fram að þessu, eftir því sem ég best man og veit. Kann það góðri lukku að stýra?
17.1.2007 | 15:05
Nýja árið opnað
Til hamingju með nýja árið.
Dagurinn í dag er vel fallinn til þess að opna þetta ágæta nýja ár. Næyja árið verður nýtt til búferlaflutninga, hvenær svo sem óskabarn þjóðarinnar, ellegar samkeppnisaðilar þess kjósa að greina frá grundvallar atriðum varðandi búslóðarflutninga. Skýrslu skömmin er farin að taka á sig mynd enda var kominn tími til, vonandi get ég losað sitthvað af hinum ýmsustu hökum sem hefur hangið þar í eina tvo mánuði.
Nepal virðist vera á réttri leið þó sjálfskipuðum maóistum með blóðugar hendur sé hleypt inn á nýja þingið. Það er kominn tími á aðra fjalla ferð. Vonandi munu hryðjuverkamennirnir í Himalayafjöllunum aldrei vígbúast á ný.