Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
24.1.2008 | 20:14
lúmskur?
Bill Clinton telur að kyn og kynþáttur ráði úrslitum í S-Karólínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.1.2008 | 00:14
Smáu flokkarnir stækkuðu
Það verður forvitnilegt að sjá og heyra hvað almenningi finnst um nýtt þinglið, í ljósi stórakjördæmisins. Fólkaflokkurinn tapaði minnstu fylgi af stjórnarflokkunum. Ef litið er til niðurstöðu úr Fólkaþingskosningunum í fyrra haust þá sjá menn:
Listi | Val 2007 | % | Val 2005 | % | Munur % | Valdir |
A - Fólkaflokkurin | 4726 | 20,5 | 5990 | 24,1 | -3,6 | (-1) |
B - Sambandsflokkurin | 5413 | 23,5 | 5329 | 21,4 | +2,1 | 1 (+1) |
C - Javnaðarflokkurin | 4702 | 20,4 | 5509 | 22,2 | -1,8 | |
D - Sjálvstýrisflokkurin | 797 | 3,5 | 584 | 2,4 | +1,1 | |
E - Tjóðveldi | 5848 | 25,4 | 6301 | 25,4 | 1 | |
H - Miðflokkurin | 1577 | 6,8 | 829 | 3,3 | +3,5 |
Listi | Val 2008 | % | Val 2004 | % | Munur % | Valdir |
A - Fólkaflokkurin | 6233 | 20,1 | 6530 | 20,6 | -0,5 | 7 |
B - Sambandsflokkurin | 6521 | 21,0 | 7501 | 23,7 | -2,7 | 7 |
C - Javnaðarflokkurin | 6016 | 19,4 | 6921 | 21,8 | -2,4 | 6 (-1) |
D - Sjálvstýrisflokkurin | 2243 | 7,2 | 1461 | 4,6 | +2,6 | 2 (+1) |
E - Tjóðveldi | 7238 | 23,3 | 6890 | 21,7 | +1,6 | 8 |
H - Miðflokkurin | 2603 | 8,4 | 1661 | 5,2 | +3,2 | 3 (+1) |
L - Miðnámsflokkurin | 221 | 0,7 |
Þá kjósa hlutfallslega færri Færeyingar Tjóðveldismenn til Færeyska Lögþingsins en til Danska Fólkaþingsins.
Kaj Leo varð ekki eins veikur og kannanir bentu til að hann yrði, hann stakk upp á fundi formanna stjórnarflokkanna annað kvöld sem Jóhannes sagði að yrði ekki annað kvöld.
Högni talaði um bíltúr. Miðflokkurinn átti ótrúlegt kvöld.
Fólkaflokkurinn tekur vel á móti nýjum þingmönnum sínum. Fólkaflokkurinn stóðst prófið.
Hafa verður í huga þó að kosningarnar hafi farið svona er óvíst hverjir muni sitja á þingi, því ráðherrar fara jú allir í farleyfi þegar þeir taka embætti í Landsstjórninni og varamenn þeirra taka sæti. Hvorki Bjarni né Heiðin náðu kjöri. Ef Jógvan á Lakjuni heldur áfram í Landsstjórninni kemur Bjarni inn á þing. Fólkaflokkurinn hefur haft þrjá ráðherra, ef það helst óbreytt, þá eru Bjarni Heiðin og Óli líklegir til að koma aftur inn á þing. Þannig að spennan er ekki búin.
Þjóðveldisflokkurinn stærstur í Færeyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færeyjar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2008 | 23:36
Þingflokkur Fólkaflokksins
Það voru víst 25 örlaga rík atkvæði sem Miðflokkurinn fékk sem varð til þess að þeir fengu 3 þingmanninn.
Fólkaflokks þingmennirnir eru:
1 | Jacob Vestergaard | 869 |
2 | Jørgen Niclasen | 618 |
3 | Anfinn Kallsberg | 549 |
4 | Annika Olsen | 521 |
5 | Jákup Mikkelsen | 436 |
6 | Jógvan á Lakjuni | 417 |
7 | Poul Michelsen | 341 |
Fólkaflokkurinn fékk 6233 atkvæði. Óli var 30 atkvæðum frá Poul, Bjarni fékk 6 atkvæðum fleira en Óli.
Færeyjar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2008 | 23:14
Stóru fréttirnar
Stóru fréttirnar eru þær að litlu flokkarnir hafa vaxið.
Fólkaflokkurinn nýtur stuðnings fimmtungs Færeyinga. Jafnaðarmenn Jóhannesar hafa þurft að horfa á eftir einu þingsæti. Mið- og Sjálfsstýrisflokkar bættu við sig hvor um sig einu þingsæti. Stjórnin heldur meirihluta sínum þrátt fyrir minna fylgi. Sambandsflokkurinn missti mest fylgi. Verið er að þylja upp hvað hver frambjóðandi fékk mörg atkvæði í Höfuðsstaðnum. Búið er greina frá Fólkaflokknum. Annfinn heyrðist mér að hefði fengið 54 atkvæði í Tórshavn. Tjóðveldismennirnir fengu ekki fleiri þingsæti. Fólkaflokkurinn hélt sínum þingsætum.
Færeyjar | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2008 | 22:52
Lögþingskosningarnar 2008
Í dag er líka kosið utan Nevadaeyðimerkurinnar.
Í dag er kosið í Færeyjum. Ferðaklúbbur Eyverja leggur Fólkaflokknum lið . Á myndinni má þekkja Fólkaflokksfýrinn Sverri og Fólkaflokksfljóðið Bjørk Olsen og sjálfstæðismanninn Bjarka. Skapti tók myndina á Glitni nú fyrir skemmstu, en þar horfa ungir stuðningsmenn Fólkaflokksins á útsendinguna úr Norðurlandahúsinu.
Mikil óvissa er um hverjir Fólkaflokksmanna í Höfuðsstaðnum nái kjöri. Staða Óla, Bjarna og Páls er óviss. Ráðherrann sem tók pokann sinn fyrir skemmstu fékk fyrna gott val víðar en bara í Suðurey. Fram að þessu hefur hann fengið fleiri atkvæði en Lögmaðurinn sjálfur, sem vék honum. Kennaraskólakennarinn Annika virðist vera að nálgast þingsæti. Beðið er eftir tölum í Klakksvík.
Flokkaflakkarar hafa sést í kastljósi fjölmiðla. Tvennt kann að hafa verið kjörið á þing fyrir nýjan flokk.
Færeyjar | Breytt 20.1.2008 kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2008 | 20:40
Sjálfsögð krafa
Það er fyrir öllu að það sem lagt verður eftir hafsbotninum úreldist ekki of fljótt, verði ekki úrelt áður en varir. Notagildið verður að vera tryggt, annars er ávinningurinn af framkvæmdinni helst til lítill, ef nokkur. Afkasta getan verður að vera sem mest, eins mikil og mögulegt er, annars þarf áður en við vitum að leggja annan streng við hliðina á þessum, rétt eins og nú er rætt um að grafa göng til hliðar við þau sem grafin voru fyrir lok síðustu aldar milli Hvalfjarðarstranda. Slíkt myndi takmarka togveiðar og atvinnurétt manna til togveiða í framtíðinni ennþá meira en orðið er.
Nú verða menn að gæta að sér og breyta rétt, láta framsýnina ráða för, tryggja verður að leiðarinn sem lagður til að tengja Evrópu við víðerni Íslands verði vel akfær, og í því sambandi þarf að sjá til þess að akstursstefnurnar verði aðskildar svo öryggi vegfarenda verði sem mest.
Samið um lagningu nýs sæstrengs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |