Bloggfærslur mánaðarins, desember 2012

Úrslitin liggja ljós fyrir

Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Jiminto tryggði sér meirihluta í kosningum til neðrideildar japanska þingsins á sunnudag. Jimninto náði 294 af 480 þingsætum í neðrideildinni. Samstarfsflokkur Jiminto Komeito fékk 31 þingsæti saman hafa flokkarnir sem nú ræða myndun ríkisstjórnar hafa því 325 af 480 þingsætum. Þó flokkarnir tveir hafi fengið meirihluta þingsætanna í neðrideildinni þá eru þeir í minnihluta í efrideildinni í það minnsta fram á næsta sumar, engu að síður geta flokkarnir tveir farið með stjórn mála í Japan því þar sem þeir hafa 2/3 þingsæta í neðrideildinni. Mál sem neðrideildin samþykkir og eru send til afgreiðslu í efrideildinni geta náð fram að ganga þó svo efrideildin felli þau ef þau fá að afgreiðslu efrideildarinnar lokinni  stuðning 2/3 hluta neðrideildarinnar.

Eins og sjá má þá eru svipbrigði Abe e.t.v. tiltölulega varfærin miðað við árangur Jiminto  í kosningunum.


Abe snýr líklega aftur

Þá er það ljóst að Abe er kominn með meirihluta í kosningunum sem framfóru í Japan í dag, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, Jiyu-Minshuto e.þ.s. LDP eða Jiminto og Shin Komeito hafa tryggt sér 240 sæti þegar 151 sæti eru enn óákveðin,
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn er reyndar kominn með 223 og samstarfsflokkurinn með 24 sæti þegar þetta er skrifað, 141 sæti eru enn laus. Kosningaþátttaka var innan við 42% 6% lægri en fyrir 3 árum

Annars vaknaði maður við flugelda þar sem fólk var farið að hita upp fyrir knattspyrnuleikinn.Skothríðin jókst eftir því sem á leikinn leið og þegar úrslitin lágu fyrir var fagnað hér í bæ.

衆院選 自民・公æ˜Å½ã§éÅ½åÅ æ•°ç¢ºä¿
http://www3.nhk.or.jp/news/html/20121216/t10014224231000.html


mbl.is Stefnir í stjórnarskipti í Japan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband