1.2.2007 | 03:41
Útrásin góða og þjóðin
Það eru ekki bara hinum umsvifamestu íslensku kaupahéðnum sem sem áskotnast meira og meira fé. Það eru ekki einungis hinir stórtæku uppkaupamenn sem hagnast. Það eru fleiri en stæstu banka hóparnir sem græða.
Að vetri til er mikilvægt að menn gleymi ekki smáfuglunum.
Meira að segja mýramenn geta hagnast vel í þessu bankagóðæri sem nú gengur yfir. Fyrst minnst er á mýramenn hvað hefur KB keypt nýlega?
---
En Fróni fjarskyld fyrirtæki hafa hagnast líka sem og óskyld.
Bjórárbúinn nefnir tvískynung manna þegar talið berst að vöxtum, einkum og sér í lagi þykir honum mótsagnakennt að fólk sem gleðjist yfir velgengni íslenskra fjársýslu fyrirtækja erlendis í útrásinni svo nefndu, fárist yfir fjársýslun hinna sömu hér heima. Allt er í heiminum hverfult, eins og listaskáldið góða orti. Fyrir ekki svo mörgum árum var býsnast yfir þeirri útsölu á peningum sem þá stóð sem hæst. Nú er talað um vaxta okur. Er farið nú fram á það að Bankarnir eigi
að sjá sóma sinn í að lækka vexti. Bjóða betri kjör á húsnæðislánum. Hætta að hækka yfirdráttarvextina sífellt. Leggja niður mest af þjónustugjöldunum.
Ef bankarnir færu, á Fróni, að þessum frómu óskum bænaskjals höfundar, væru bankarnir þá ekki komnir í einkennilega stöðu þar sem fjársýsla eða fjármálaþjónusta á Íslandi væri niðurgreidd af viðskipta vinum bankanna í Bretlandi, Noregi, Svíþjóð eða hvar sem er annarsstaðar. Eiga bankarnir að þjónusta Íslendinga ódýrar en aðra vegna þjóðernisins? Það er í sjálfu sér í lagi að biðja um sambærilegt verð fyrir þjónustu og býðst viðskiptavinum sama banka erlendis.
Ég myndi frekar byðja um hærri vexti á sparifé, húsnæðislánin voru sett á útsölu og seldust þau ekki svo vel að nú er verðið hækkað svo bankarnir geti veit öllum sem vilja fá lán á nýja verðinu.
Það er hreint ekkert gaman mál ef raunávöxtun sparirfjár er neikvæð. Reyndar hlýtur þeim að fara fækkandi sem geyma mest af sínu fé á almennum sparisjóðs bókum, úr nógu er að moða þegar kemur að tilboðum fjármálafyrirtækja um ávöxtun sparifjár. Einhverstaðar þykist ég hafa lesið það að meiri ávöxtun væri fólgin í því að eiga hlut í vaxandi banka en að eiga peninga á bók í sama banka.
---
Sigurjón Benediktsson má kaupa sér veiðistöng og Kristinn Pétursson má kaupa sér tannbursta, eða öfugt. Rétt eins og Ásgeir kaupir sér föt og synir Hannesar og Smára fara í ferðalag, metast Gvendarbræðurnir og Þór um hvor eigi flottari gemsa. En þegar fjármunirnir íslensku fóru á flakk þótti mér sem orð, þau er við mig voru höfð eftir Jóni heitnum Þorlákssyni, væru gleymd með öllu:
Hver króna er hverfur úr landi, er kvödd í síðasta sinni.
Nú herma fréttir að fjármunir flæði í ríkiskassann, í formi skatta af tekjum dótturfyrirtækja erlendis - er það vel. Væri ekki skemmtilegt ef að féið hefði ekki flakkað hingað og þangað, heldur hefði markið verið sett á toppinn. Ekki eintómar tuskubúðir, hverra nöfn eru óþekkt eru með öllu fyrir þeim sem kæra sig kollótta um klæðaburð. Og svo að handsöluðum kaupunum hefðu höfuðstöðvum fyrirtækisins verið kyppt heim á Frón. Hver ein og einasta höfuðstöð gæti verið móttaka, fundarherbergi og skrifstofa fyrir framkvæmdastjóra, forstjóra, stjórnarformann og svo ritara þeirra. Þanng væri draumkennd byggðastefna
Dell með höfusðtöðvar á Dalvík, Fiat á Fáskrúðsfirði, Vodafone í Vestmannaeyjum, Simens í Súðavík, Pfizer á Patreksfirði, Sony á Selfossi, Sanyo á Sauðárkróki, General Electric í Grundafirði, Renault gæti verið stýrt frá Reykjavík.
Svo náttúrulega hið augljósa Alcoa á Reyðarfirði og Alcan væri með sínar aðalskrifstofur í stað bræðslu í Straumsvíkinni. Heineken færi eftir fyrirmælum sem bærust frá Hvolsvelli og Anheuser Bush hlýddi öllu því sem ákveðið væri á Árskógsströnd. Carlsberg kippti sér bara upp við það hvað Víking segði.
Hvernig væri það ef Ó. Johnson & Kaaber hefðu yfirtekið Johnson & Johnson?
Íslendingarnir hefðu ekki Skipafélagið í stað flugfélagsins MÆRSK?
Þetta hefði aldrei getað gerst á einum degi, og kannski ekki í þessarir röð, líklegra hefði verið að menn hefðu einbeitt sér að færri verkefnum. Ef ÍS og SH hefðu keppst um annað hvort Unilever eða Nestlé, það hefði verið bragð af þessháttar átökum. Eða ef átökin um Íslandsbanka sem Agnes Bragadóttir skrifaði um, hefðu verið um Citigroup, þá hefði verið gaman að vera Íslendingur.
Bankarnir skila á bilinu 30-40 milljörðum í ríkiskassann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.