Ef IV.

Taki Jón Baldvin við lyklavöldum í Lækjargötu af nafna sínum Sigurðsyni, mun það vitanlega marka tímamót. Þingmönnum, hvar svo sem þeir kunna að sitja eða standa í stjórnmálaflokki á þeirri stundu, verður hvorki hlátur né gleði í huga við þau tíðindi, sennilegt er að sumir myndu segja ástandi gremjulegt en aðrir telja slíkt enn eitt dæmið um lítilsvirðingu forsetans gagnvart þingræði og löggjafarvaldinu. Þó ýsmir hafi talið löggjafarvaldi vera orðið afgreiðslu bákn framkvæmdavaldsins, þá er ólíkleg að hinir sömu reyni að freista þess að vinda ofan af slíkri þróun. Líklegra verður að teljast að ámóta andrúmsloft skapist í Alþingishúsinu, og var ríkjandi um og eftir lýðveldisstofnunina, fyrr en varir. Þingmenn munu telja nauðsynlegt að þingræðisleg stjórn sitji við völd á Íslandi. Sennilega verður málstaðurinn látinn gjlada málshefnjandans stöðu utan þings, málþóf mun ekki æeggjast af þó þingmönnum framsóknarflokksins fækki frá því sem nú er.

Hvur veit nema að sá orðrómur um að kona setjist í forsæti nýrrar stjórnar fái byr undir báðavængi meðan Jón Baldvin réði ráðumsínum við Lækjargötu. Kannski mun ingibjörg Sólrún ekki sækja slíkt jafn fast og hún sótti fyrir fjórum árum, þar sem nú þegar hefur frú Þorgerður Katrín stýrt fundum Ríkisstjórnar Íslands.

Vera má að Valgerður Sverrisdóttur, þá þingflokksformaður framsóknar og þar til fyrir skömmu sjávarútvegsráðherra, takist að mynda stjórn þar sem hún myndi setja kollega sinn úr norðausturkjördæmi, Steingrím J yfir Utanríkismálin og frú Ingibjörgu yfir fjármálin. Steingrímur fengi utanríkismálin með svipuðu fororði og Valgerður notaði sjálf hér um árið þegar hún tók við utanríkisráðuneytinu. Því þau myndu kannski reyna skýra fyrri ófarir með vísan til þeirrar skiptingar ráðuneyta sem notast var við. Stöllu sína Jónínu Bjartmarz myndi frú Valgerður setja í félagsmálaráðuneytið. Katrín Jakobsdóttir myndi fara fyrir heilbrigðis og tryggingaráðuneytinu. Þar sem Össur kynni svo vel við sig á forseta stóli væri hann ófáanlegur til að mæta á ríkisstjórnar fundi, því yrði Þórunn Sveinbjarnardóttir skipuð í landbúnaðarráðuneytið. Að samaskapi tæki Ögmundur við Iðnaðarráðuneytinu, því Guðni myndi helst af öllu sækjast eftir umhverfisráðuneytinu að þessu sinni, ekki væru vinstri grænir hrifnir af því að setja umhverfismálin í hendur Kristjáns Möllers eða kollega hans í samfylkingunni. Jón Bjarnason fengi að sjá um sjávarútvegsmálin. Ágúst Ólafur yrði drauma prins höfuðborgarinnar, hinn reykvíski samgönguráðherra, Lúðvík myndi reyna hvað hann gæti að minna Águst á eyjapeyja í ætt samgönguráðherrans, meðan sr. Karl að vestan blessaði dómskerfið og kirkjumálaráðuneytið. Þá væri Kolbrún Halldórsdóttir æðsti prestur í mennta og menningarlífi landans.

Þannig gæti verið að þingræðisstjórn yrði komið á áður en aðventan á enda rynni, en óvíst væri hverra verk væri greinilegast í þeim fjárlögum sem að endingu yrðu á Alþingi samþykkt fyrir árið 2008. Vitanlega myndu nýju stjórnarherrarnir tryggja Björgvini G. Sigurðssyni yfirráð í umhverfisnefnd þingsins og Katrínu Júlíusdóttur félagsmálanefnd þingsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband