Leikslok

Í skjásins símu
skilafrestur rennur út
námsmaður dottar
---
íslenskun á boðskap J. Cham. Jorge hefur leyft manni að brosa út í annað, annað veifið.

Já nú styttist dvölin dag frá degi. Ég hef fengið vitneskju um það að ólíkt því sem var þegar ég fór út um Frankfurt þá kem ég heim um Köben. Ég reikna með að ég þoli veðrabrigðin og tóri út vikuna.

Ég er búinn að binda inn mastersritgerðina mína sem í íslenskri staðfæringu minni gæti heitið:
Gerð og greining ætra prótein filma úr kolmunna og loðnu.
Þar fyrir utan flutti ég erindi í desember í Waseda á námskeiði helguðu Íslandi.
Erindið bar heitið Gyogyou no kuni Aisurando eða í íslenskri staðfæringu: Sjávarútvegslandið Ísland.
Þá er ég búinn að prenta út veggspjald til sýningar á Nippon Suisan Gakkai sem í íslenskri staðfæringu minni gæti kallast:
Greining lífleysanlegra prótein filma úr kolmunna og loðnu.

Það versta við flutninginn sem nú er fyrirsjánlegur, er óvissan um merkinguna á kössunum.
rúmur helmingur hefur þegar verið sendur af stað ef ekki meira, fer eftir því hve mikið af munum mans samnemendurnir girnast.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband