Ráðherraefni

Ég er algerlega ósammála Staksteinahöfundi. Sjálfstæðisflokkur er alveg eins líklegur og hvaða annar flokkur til að kalla konur til ábyrgðastarfa í ríkisstjórn Íslands.

Ef Staksteinahöfundur meinar það sem hann segir um að meiri hluti ráðherra liðs hvorttveggja samfylkingar og vinstri grænna verði skipaður konum, væri gott að vita hvaða kvenfólk staksteinahöfundur hefur í huga. Þó svo að staksteinahöfundur ætti kollgátuna um kvennaval vinstrimanna og sameinaðra vinstrimannaer óvíst hvort það dugi til að ríkisstjórnlandsins verði skipuð fleiri konum en körlum. Því eins og Þjóðarpúlsinn sem Capacent þuklaði um daginn þurfa vinstrimenn og sameinaðir vinstri menn á annað hvort framsóknarmönnum nú eða ný-frjálslyndum að halda til þess að myndað gætu þeir starfhæfa stjórn. Hvorttveggja nýfrjálslyndir sem og framsóknarmenn hafa karla á odda.

Þjóðarpúlsinn reiknaði með að
Vinstrigrænir myndu hampa 8 þingkonum
Sjálfstæðisflokkur myndi hljóta 7 þingkonur
Samfylking myndi hafa 5 þingkonur
Framsóknarflokkurinn myndi ná inn 2 þingkonum
Frjálslyndiflokkurinn myndi státa sig af 1 þingkonu

Ómögulegt er með öllu að segja hverjir verði ráðherrar í næstu ríkisstjórn, hins vegar má maður blaðra útí loftið. Eins og hér hefur áður verið gert. Nú ætla ég að notast við nýjustu útprentun á slagæðarmælingum Capacent. Ekki er útlit fyrir hreinan meirihluta neins flokks að loknum kosningum. Ég leyfi mér hér að birta þá sem ég tel að séu á topp 10 hjá hverjum flokki um sig. Auðvitað tel ég formann og varaformann hvers floks vera í mestum metum, en hverjir koma þar á eftir, veit ég ekki með vissu - ég þekki ekki röðina en ég tel eftri talda vera fremsta meðal sinna jafningja.

Sameinaðir Vinstrimenn - hin samfylktu - Samfylkingin
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður
Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður
Össur Skarphéðinsson þingflokksformaður
Kristján L. Möller varaformaður þingflokks
Þórunn Sveinbjarnardóttir meðstjórnandi þingflokks
Gunnar Svavarsson formaður framkvæmdastjórnar
Jóhanna Sigurðardóttir á þingi frá 1978
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir á þingi frá 1995
Björgvin G. Sigurðsson á þingi frá 2003
Katrín Júlíusdóttir á þingi frá 2003

Vinstrimenn - innrautt grænt - Vinstrihreyfingin grænt framboð
Steingrímur J. Sigfússon formaður
Katrín Jakobsdóttir varaformaður
Ögmundur Jónasson þingflokksformaður
Þuríður Backman varaformaður þingflokks
Árni Þór Sigurðsson stjórn VG
Gestur Svavarsson formaður kjördæmisráðs
Kolbrún Halldórsdóttir á þingi frá 1999
Jón Bjarnason á þingi frá 1999
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
Álfheiður Ingadóttir


Flokkurinn - Bláminn - Sjálfstæðisflokkurinn
Geir H. Haarde formaður
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður
Arnbjörg Sveinsdóttir þingflokksformaður
Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður þingflokks
Árni M. Mathiesen á þingi frá 1991
Einar Kristinn Guðfinnsson á þingi frá 1991
Ásta Möller á þingi frá 2005, þar áður 1999-2003
Kristján Þór Júlíusson
Guðfinna S. Bjarnadóttir
Ragnheiður Elín Árnadóttir/Ólöf Nordal/Björk Guðjónsdóttir

Framsókn - Grænkan - Framsóknarflokkurinn
Jón Sigurðsson formaður
Guðni Ágústsson varaformaður
Sæunn Stefánsdóttir ritari
Valgerður Sverrisdóttir á þingi frá 1987
Magnús Stefánsson á þingi frá 2001, þar áður 1995-1999
Jónína Bjartmarz á þingi frá 2000
Birkir Jón Jónsson á þingi frá 2003
Siv Friðleifsdóttir á þingi 1995-2007
Bjarni Harðarson
Guðjón Ólafur Jónsson á þingi 2006-2007

Ný frjálslyndir - fályndir - Frjálslyndiflokkurinn
Guðjón Arnar Kristjánsson formaður
Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður og þingflokksformaður
Sigurjón Þórðarson varaformaður þingflokks
Jón Magnússon
Kolbrún Stefánsdóttir
Valdimar Leó Friðriksson á þingi 2005-2007
Kristinn H. Gunnarsson á þingi 1991-2007
Bárður Halldórsson
Gretar Mar Jónsson
Ásthildur Cecil Þórðardóttir/Guðrún María Óskarsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband