3.5.2007 | 09:28
leiðandi leiðindi?
Sædís Ósk Harðardóttir, sem ég veit ekki hver er, finnur að því verklagi sem Capacent viðhefur í skoðanakönnunum sínum. Capacent hefur greint frá því að verklagið er notað m.a. vegna þeirrar reynslu sem sýnt hefur að stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins eru ákveðnari í stuðningi sínum en stuðningsmenn annara flokka.
Einar Mar hefur og bent á að Sjálfstæismenn hafið iðulega haft minna fylgi hlutfallslega meðal óákveðinna en meðal ákveðinna. Capacent viðhefur vinnubrögðin að mig minnir til að draga úr óvissu og fá niðurstöðu sem líkist meir raunverulegum þjóðar vilja.
---
Nú sýnir það sig, því fleiri sem taka afstöðu, þ.e.a.s. þegar hinir vinstrisinnuðu óákveðnu hafa raðað sér í flokka, þá dregur úr fylgi Sjálfstæðisflokksins. Ég hafði varla sent færsluna um hið ósennilega í norðaustri þegar fleiri voru farnir að ákveða sig, því dunkaði Sjálfstæðisflokkurinn niður í norðaustri. framsóknarmennirnir eru komnir á stjá. En það er ekki óvinnandi vegur að fá góða útkomu í tvísýnum kosningum. Þegar talað er um mikilvægi þess að á Alþingi heyrist ólíkar raddir og á Alþingi sitji fólk með ólíka reynslu, þá er vert að huga að því að mögulegi er að læknir sitji á þingi, slíkt ætti að tryggja að heilbrigðismál verði rædd á þingi.
Þá er hægt að auka hlut kvenna á þingi með því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í norðausturkjördæmi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.