9.5.2007 | 13:50
Sama staða og '42?
Nú er spurning hvort í norðaustur kjördæmi komi upp svipaðar atkvæða tölur og fyrir 65 árum, en eins og menn muna kannski að þá var framsóknarflokkurinn með um 2500 fleiri atkvæði frá Siglufirði til og með Suður Múlasýslu en Sjálfstæðisflokkurinn.
Reyndar vita þeir sem vilja vita að á því svæði sem nú er Norðausturkjördæmi nutu Framsóknarmenn meira fylgis en Sjálfstæðismenn. Ef borin eru saman atkvæði greidd þessum flokkum í Norðurlandskjördæmi eystra og á Austurlandi, er vert að geta þess annmarka á samanburðinum að atkvæði féllu ekki og falla ekki á sama veg í Austur Skaftafellssýslu og á Siglufirði. Engu að síður, þá voru framsóknarmenn að meðaltali með um 2877 fleiri atkvæði en Sjálfstæðismenn. Mest fylgis, miðað við Sjálfstæðismenn nutu framsóknarmenn 1979 þegar munurinn var 4700 atkvæði. Á tímum viðreisnarinnar höfðu framsóknarmenn ríflega 3000 fleiri atkvæði á svæðinu en Sjálfstæðismenn. Minnstu munaði 1999 þegar Framsóknarmenn hlutu 763 fleiri atkvæði en Sjálfstæðismenn. Fyrir fjórum árum var munurinn innan við meðaltal áranna 1959-1999 eða 2178 atkvæði.
Sjálfstæðismenn þurfa að sækja fram til móts við nýja tíma.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.