13.7.2006 | 22:33
Hissa
Nú er ég aldeilis hlessa, ekki grunaði mig að svo hæverskir menn væru enn í röðum Framsóknarmanna. Varaformaður treystir sér ekki í formanskjör þar sem óvíst hvort hann hefði sigur því líklegt væri að flokkurinn gæti skipst í tvær fylkingar. Sá sem þegar hefur boðið sig fram til formanns Framsóknarflokksins, hikaði ekki við að taka það fram að hann byggjist við að aðrir myndu bjóða sig fram, á móti honum - eða til formanns, hvernig svo sem menn vilja taka til orða. Það hlýtur að koma í ljós hvort þessi hæverska sem almenn í Framsóknarflokknum, hæverska segi ég því mér þykir það hæverska að forustumaður í flokki dragi í efa getu sína til að sameina flokkinn að baki sér.
Guðni sækist eftir áframhaldandi varaformennsku í Framsóknarflokknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:35 | Facebook
Athugasemdir
hvenær er hægt að hætta að tala um Framsóknarflokkinn......???? arg....
SM, 13.7.2006 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.