Það er aldeilis, innan við helmingur umsækjenda hreppti það hnoss sem hópurinn girntist. Að vísu var ekki öllum lóðum úthlutað, því eftir sumum lóðum, einkum lágu númerunum í Bláagerði, sóttust færri en eftir hinum lóðunum, í Hömrum, Og höfðu þeir sem þar sóttu um fengið úthlutað lóðum áður en að hinum minna eftirsóttu lóðum kom. Kannski verður samið við þá sem ekki fengu um að þeir byggi á þeim lóðum sem ekki var úthlutað. Vissulega verður munur á Bláagerði 69 og Bláagerði 6. 

En hver vill ekki í Bláagerði búa.

Hinsvegar hefði úthlutunin farið á eilítið annan veg hvað varðar lóðirnar hátt upp á Hömrum hefði verið áhugaverðara að fara þangað í heimsókn, hefðu þeir meðlimir gáfumanna félagsins sem sóttu um fengið lóðir, að hálft gáfumannafélagið hefði búið hlið við hlið. Það hefði orðið saga til næsta bæjar. En til hamingju Jón Arnar.
mbl.is Mikil ásókn í byggingalóðir á Egilsstöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband