Íslenska fyrir okkur hin

Það er merkilega hröð atburðarrásin, eða e.t.v. er það ég sem er hvorki ungur né ör. Áður en mér hefur náðarsamlegast gefist færi á því að opna gagnvarpið og skilja eftir mig þar vegsummerki, sem eru viðeigandi þeim tíðaranda sem okkur umlykur, er fárið með einu orði blásið út í gráðið. Mér þykir samt vert að benda á góðan boðskap þó seint sé. Betra er jú seint en aldrei. Reykvíkingar hafa svarað þeim hugmyndum um að auka veg enskrar tungu hér á landi, án þess þó að svara beint. Við vitum hvað sagt er. 

Í Alaska var ritað:

Íslenzka og enska eru af sömu rótum runnar; og þó enskan sé mannsterkari nú, þá höfum vér hvergi lesið það drottins lögmál, að hún skuli svo verða að eilífu. Og, ef svo mættí um tungur segja, þá hefir sú fagra íslenzka mær meira siðferðislegt afl, en in enska portkona, er lagt hefir lag sitt við allar skrælingja- og skrípa-tungur þessa heims.

----

Er það fumlaust, faglegt og lýðræðislegt að segja í friði af ábyrgð að; seta einhvers einhversstaðar hafi verið gerð tortryggileg?
Eiga stjórnmálamenn að leiða eða vera leiddir við stjórnun mála? Eiga stjórnmálamenn að leiða mál til lykta eða leita leiða til að leiðast? Eiga stjórnmálamenn að leiða hvern leiðangur eða eiga stjórnmálamenn að fylgja hverjum þeim leiðangri á leiðarenda sem þeir eru áhugasamir um?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband