20.9.2006 | 10:43
Nýliðinn
Já menn tala um nýliða þar sem hann hefur bara setið á þingi í 13 ár. Hinsvegar er maðurinn hvergi nærri ættlaus. Faðir hans Shintaro gengdi embættum, landbúnaðarráðherra, viðskiptaráðherra og loks utanríkisráðherra Japan. Föður afi hans Kan sat líka á þingi. Þessir þrír ættliðir Abe fjölskyldunnar hafa verið kjörnir í Yamaguchi, vestasta hluta Honsu.
Móður afi hans Nobusuke Kishi var viðskiptaráðherra í seinni heimstyrjöldinni 1941-1945, handekinn sem stríðsglæpamaður 1948, og loks forsætisráðherra Japans 1957-1960. Nobuske var hálfbróðir Eisaku Sato sem var forsætisráðherra Japans 1964-1972. Sato hlaut friðarverðlaun Nóbels 1974.
Shinzo á afmæli á morgun og verður að öllum líkindum kjörinn forsætisráðherra á þriðjudaginn. Hann verður fyrsti forsætisráðherra Japans fæddur eftir stríð og sennilegast sá yngsti. Hann var farinn að ræða við menn um ráðherrastöður í síðustu viku. Í fréttinni er ekki minnst á Norður Kóreu, en samskipti Japana og Norður Kóreu hafa ekki verið upp á marga fiska.
Shinzo Abe næsti forsætisráðherra Japans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.