Beðið frekari tíðinda

Hr. Fukuda fikrar sig af sjónarsviðinu, fórnar ferli sjálfs sín til framfara fyrir land sitt og þjóð. Vill rýma til í von um að umbætur geti gengið eftir. Hr. Fukuda vildi forðast hrossakaup, og tómarúm. Frjálslyndir lýðræðissinnar - í Frjálslynda lýðræðisflokki Japans - (自由民主党) og samstarfsflokkur þeirra hafa tök á neðrideildinni en stjórnar andstaðan hefur haft meirihluta í efri deildinni síðan í júlí 2007, og erfiðlega hefur gengið að ná saman um stór mál, Hr. Abe lét af embætti 26. september í fyrra þegar Hr. Fukuda tók við.

Kosið verður til þings í Japan næst eigi seinna en í september 2009. Nýr leiðtogi Frjálslyndra lýðræðissinna mun því hafa um eitt ár til að kljást við stjórnar andstöðuna í efri deild, og telja ýmsir eftirmann Fukuda betur til þess fallinn en Fukuda, sama hver svo sem það verður. Líklegt er að leiðtoginn muni þurfa að keppa við Hr. Ozawa sem fer fyrir lýðræðisflokki Japans (民主党)og sækist nú eftir því að leiða flokkinn þriðja tímabilið í röð. Hr. Ozawa kemur upphaflega úr röðum Frjálslyndra lýðræðissinna. Óvíst er þó hvort nýjabrum nýs forsætisráðherra  - og vinsældir þess vegna - verði afskaplega nýtt. Enda er fallvalt veraldargengið í Tókýó sem við Tindastól.

Líklegt þykir að fyrrum keppinautur þeirra beggja Hr. Fukuda og Hr. Abe um foringja hlutverk Frjálslyndra lýðræðissinna í Japan Hr. Aso muni sækjast eftir verkefninu. Því hefur verið fleygt fram, að andstæðingar Hr. Aso muni reyna að koma sér saman um að koma Frú Koike til valda í stað Hr. Aso. Fromannskjörið hefur ekki verið auglýst en það mun líklega ekki dragast á langinn.

Taro Aso er fæddur 20. september 1940, hefur setið í neðrideildinni frá 1979, varð ráðherra innanríkis, póst og samskiptamálaráðherra í stjórn Koizumis árið 2003 og utanríkisráðherra 2005 og sat sem slíkur fram í ágúst 2007, síðustu 11 mánuðina í stjórn Hr. Abe, fyrir hverjum Aso beið lægri hlut í formannsvalinu 2006. Tengdafaðir Asos var forsætisráðherra á árunum 1980-1982. Móðurafi Asos var forsætisráðherra 1946-1947 og aftur 1948-1954.

Yuriko Koike er fædd 15. júlí 1952 var kjörin í neðri deildina árið 1993, hvar hún hefur setið síðan, árið 2005 bauð hún sig fram í Tókýó en var áður fulltrúi Hyogo-héraðs á þingi. Hún varð umhverfisráðherra í stjórn Koizumis árið 2003 - sama ár og hún gekk til liðs við Frjálslynda lýðræðissinna - og gengdi því embætti til ársins 2006 gengdi embætti varnarmálaráðherra í 54 daga í stjórn Abe á síðasta ári.

Hr. Abe, forsætisráðherra Japans 2006-2007, er fæddur 21. september 1954, móður afi hans var forsætisráðherra 1957-1960

Hr. Fukuda, forsætisráðherra Japans 2007-2008, er fæddur 16. júlí 1936, faðir hans var forsætisráðherra Japans 1976-1978.


mbl.is Forsætisráðherra Japans segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband