18.9.2008 | 21:28
krónan okkar kæra, þín og mín!
Íslenska krónu þráir sérhver halur
íslenskar skiptu um hendur í dag.
íslensk króna notadrýgri en dalur
með krónu má kippa öllu í lag.
íslenskri krónu með kaupir þú allt.
Íslenskri krónu sýna má blíðuhót.
Íslenska krónu víst nota þú skalt.
Íslenska krónan er hraust sem haust viss lægð,
íslenskir sjóðir seint verða grunnir.
Íslenska krónu má hafa að mynt gnægð,
með krónu keyptir allt er þú unnir.
Þó íslenska krónan lækkaði í gær
getur krónan hækkað lítir þú fjær.
Að íslenskri krónu ekki nokkur hlær.
Íslenska krónan er þér ætíð kær.
Gengi krónunnar lækkar enn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Ljóð, Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.9.2008 kl. 06:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.