Veröld bætt og betri

Á morgun hljótum við öll að verða vitni að undrum og stórmerkjum. Miðað við þann þunga sem í áherslum þeim sem lagðar voru á umræddar breytingar fólst má búast við því að við fáum öll hugljómun um miðnætti, samstundis og spásögnin sem hér er vísað í verður að veruleika, má ekki búast við slíkum vatnaskilum?

Útflutningur eykst til muna.
Innflutningur minnkar.
Gengi íslensku krónunnar styrkist með nýju meti í dagslækkun gengisvísitölunnar.
Vísitala neysluverðs mun standa í stað.
Skatttekjur hins opinbera verða meiri á morgun en menn reiknuðu með.
Kaupmáttur vex í samræmi við lengri dagsbirtu morgundagsins.
Verðbólgan hjaðnar fyrir sólsetur.
Atvinnuauglýsingum fjölgar.

Að hverjum má gera hróp ef ekkert breytist eftir allt þetta basl?

 


mbl.is Búinn að staðfesta lögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tímabaer hreinsun!  wipeout!  draslid borid út!  thjódarvilji! 

Tryggvi Tumi Traustason (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 22:20

2 identicon

Tortímandinn nú horfinn af vettvangi.

Ástæða til að skála.

BB (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband