9.3.2009 | 20:21
Árétting
Ég vil ítreka það að ég vil þjóðinni vel. Þjóðin þarf lausnir sem hentar Íslendingum, ekki Hollendingum. Menn þurfa að tryggja það að til sé matur áður en boðið verður til veislu. Hin friðelskandi þjóð hefur ekki lagt fyrir sig byltingaslóð. Vanda þarf verk við gerð vegvísis til framtíðarinnar. Til að viðhalda virðingu gagnvart Alþingi þarf að velja þangað hæft fólk sem leyst getur mikilvæg og oft á tíðum vandasöm verkefni. Alþingi setur lög, þ.m.t. grundvallarlög ríkisins. Vilji menn afgreiða efnahagsvandann áður en veturinn er á enda getur næsta þing fengist við allsherjar stjórnbótarstagl. Hvort sem töfralausnir núverandi ríkisstjórnar bæti allt og bjargi öllu, eður ei, er rétt að taka það fram að Valdimar Agnar á erindi á Alþingi.
Fréttaskýring: Slagurinn í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.