2.7.2009 | 22:57
Jóhanna, Castro og Obama með boðskap
Ég veit ekki hvort einhver bylgja af Ís-sparnaðar-spaugi (Æseif-bröndurum) eigi eftir að fara um landið, en þennan heyrði ég nýlega....
Guð kallaði Barack Obama, Raul Castro og Jóhönnu Sigurðardóttur til fundar hvar Guð greindi frá ákvörðun sinni og sagði þeim að gera þjóðum sínum viðvart því heimendir yrði degi síðar.
Obama ávarpaði þjóð sína með beinni útsendingu á öllum kapal sjónvarpsstöðvum sem brugðust við boðinu og sagði:
Mínir heitt elskuðu borgarar ég er með góða frétt og slæma frétt.
Góða fréttin er sú að Guð er til, hann er miskunnsamur og gerir vart greinar mun á ríkum, fátækum eða skuldsettum, en slæma fréttin er sú að við munum því miður ekki ná síðasta hermanninum heim úr Írak né ná að fá endurgreidd framlög hins opinbera til bjargar ameríska draumnum þar sem Guð er hættur að blessa okkur því heimurinn endar á morgun.
Raul Castro ávarpaði verkamenn á Byltingatorginu í Havana og sagði:
Félagar ég er með tvær slæmar fréttir.
Guð er til þvert á kenningar sanntrúaðra sósíalista ég hef séð hann sjálfur, trúið þið mér. Hin slæma fréttin er sú að byltingin okkar fær ekki staðið að eilífu, henni líkur á morgun eins og allri veröldinni og því snýr Fidel bróðir minn því miður ekki aftur til valda.
Jóhanna Sigurðardóttir boðaði til blaðamannafundar í Norrænahúsinu og sagði:
Kæru þegnar ég hef tvær góðar fréttir að færa ykkur, og segið svo bara að allar fréttir séu slæmar nú þegar verkstjórnin okkar leiðir land og þjóð.
Fyrri fréttin er sú að Íslendingar eru í fremstu röð, á himni sem jörð því mér var boðið til sama fundar hjá Guði og forseta bandaríkjanna og Kúbuleiðtoga sem sýnir að við erum ekki á kúpunni, og við mig var talað á íslensku því er ég vel til þess fallin að leiða ykkur til mjúkrar lendingar og hin góða fréttin er að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af greiðslubyrgði vegna Icesave.
Ögmundur ekki ákveðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Spaugilegt | Breytt 5.7.2009 kl. 19:24 | Facebook
Athugasemdir
:D
Fannar frá Rifi, 3.7.2009 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.