Bloggfærslur mánaðarins, júní 2006

Ekki slæmt

Það er hreint ekki slæmt að Íslandssíldin sé farin að veiðast svo nærri Fróni sem raun ber vitni. Það væri algott ef Norðmenn og frændur okkar Færeyingar væru liðlegri í augnagotum sínum, og sæju staðreyndirnar eins og þær blasa við. Síldin syndir til Íslands, svo við eigum að geta veitt hana. Óheft ungfiskadráp á norskum fjörðum á ekki rétt á sér.

Veiðarnar nú hljóta að vera góður fyrirboði og þrengja að kröfuhörðum Norðmönnum, okkar hlutdeild hlýtur að aukast.
mbl.is Norsk-íslenska síldin veiðist 60 mílur austur af Langanesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert er nýtt undir sólinni

Vegna viðkomandi sögusagnar er vert að geta þess að ég man ekki betur, en í þann mund sem Alþjóðlega HvalVEIÐIráðið samþykkti að friða skildi hvalastofnana í höfunum, að þá og fram að því hafi mikið verið rætt um ný-til-komna aðild þjóða sem höfðu sáralítið með hvalveiðar að gera.

 Þá var sagt að Grænfriðungar og önnur slík samtök höfðu heitið því að beina ekki sjónum að því sem miður færi í umhverfismálum viðkomandi ríkis, ef og aðeins ef, ríkið styddi bann við hvalveiðum.


mbl.is Transparency International lýsir áhyggjum af ásökunum um að Japanar hafi keypt þróunarríki í hvalveiðiráðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingspjalla þráhyggja

Það er naumast. Útvaldir og sérvaldir aðilar, fulltrúar ríkja, koma saman til að þinghalds undir merkjum hvalveiða. Eins og áður hefur verið sagt er þingið í raun réttu hvalverndunarráð miklu fremur. Svo þinghald gangi sem snuðru lausast fyrir sig, svo utanaðkomandi aðilar, hvort sem er úr röðum veiðimanna eða "verndara", geti ekki spillt þinghelginni grípa ríkjandi stjórnvöld til aðgerða. Og þykir þeim sem þrá að espa upp hlut-að-eigandi aðila, það miður að vera bægt frá þingstaðnum.

Ég veit ekki hvort Bowler sé jafn hneykslaður nú og grænfriðungar hafa verið þegar ríki hafa heimilað flutning geislavirks úrgangs um efnahagslögsögur sínar. Ríkjum er heimilt að meina fólki að hafa þar viðkomu rétt eins og þau geta boðið þeim sem stjórnvöld vilja í heimsókn.


mbl.is Grænfriðungar fá ekki að sigla inn í lögsögu St. Kitts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá misskilningur

Eins og svo allt of oft áður gætir misskilnings. Í fyrsta lagi virðis sem svo að ég hafi haft rangt fyrir mér og ekki séu allir ánægðir, en hver veit, hver veit. Valgerður hefur víst hælt Guðna áður - að sögn Guðna.

En sá misskilningur er ekki minnstur, nema mestur sé, að nú ríki stjórnar kreppa, hið rétta er að nú sem fyrr ríkir ríkisstjórn á Íslandi en ekki ólíkt því sem áður hefur átt sér stað þá er ekki með vissu vitað hvernig stjórnin muni líta út í haust. Ég held að þeir vangar sem veltast um núna veltist og velkist í vafa um nokkuð sem er öllu skemmtilegra að velta fyrir sér en ofstækinu og æðibunuganginum sem gekk yfir landsmenn síðast liðin tvö sumur eða svo.  Nú er raunveruleikinn uppspretta allskonar hugmynda og hugar landsmanna hafa sjaldan fyrr haft tækifæri til jafn hraðs flugs og nú.

Kannski á maður ekki að skrifa eitt né neitt um þessi mál því helstu og stærstu spurningarnar snúa að framsókn.

Framsóknarflokkurinn hefur þingstyrk til að styðja sömu ríkisstjórn áfram, þó Geir Haarde taki við taumnum. Kurteisi Sjálfstæðismanna gerir nú vart við sig með því að leyfa framsóknar mönnum að leiða sín mál til lykta, þ.e. að velja menn til forustu, hvort sem það verða reyndir menn eða óreyndir. Hinsvegar þurfa þeir Geir og Halldór Ásgrímsson að semja um það hvernig ráðuneytum verði skipt hér eftir í þessari farsælu samstjórn. Þeim mun fyrr sem það liggur fyrir þeim mun skemmtilegra.


mbl.is Auknar líkur eru á því að flokksþingi Framsóknar verði flýtt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir ánægðir

Nú virðist mér sem svo að hin sögulega staðreynd haldi áfram; allir formenn Sjálfstæðisflokksins verða forsætisráðherrar. Það er vel að ganga að einhverju vísu í Íslandssögunni.

Nú ber á að einhverjir vilji að Guðni sitji áfram aðrir segja að því er virðist að hann taki pokann sinn. Nú vill Halldór Ásgrímsson út, nú vill Halldór Ásgrímsson axla ábyrgð og stíga upp úr ráðherrastól sínum. Hann gæti gert Guðna og fylgismenn Guðna ánægða með því að una Guðna því að setjast í stól utanríkisráðherra uns ný forusta verður kjörin í Framsóknarflokknum í haust þá muni nýr formaður setjast í stól utanríkisráðherrans. Að sama skapi gæti einhver vonarpeningur Halldórs Ásgrímssonar sest í umhverfisráðuneytið - vilji Framsókn fá aftur það sem Framsókn lét fyrir Forsætisráðuneytið.

Ég held að Halldór Ásgrímsson myndi gera vel ef hann leyfði Guðna að sitja sem raunverulegur varaformaður til haustsins, leiða Framsóknarmenn í Ríkisstjórn til haustsins, hvort sem kenningar um að Framsókn sæktist fremur eftir fjármálaráðuneytinu en utanríkisráðuneytinu að þá myndi Guðni setjast þar. Þá gæti Guðni með stolti staðið við samkomulagið við Halldór Ásgrímsson og gert sína fylgismenn að samaskapi ánægða, hinu ráðuneytinu gæti Halldór Ásgrímsson veitt einhverjum sem honum litist betur á.

Íslendingar þurfa ekki að örvænta ekki er stjórnarkreppa í landinu. Hinsvegar verður gaman að sjá hvað gerist.

 

 


mbl.is Halldór segist hafa ákveðið að draga sig í hlé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki fréttablað

Fisk á hvers manns disk.  

Eins gott að Morgunblaðið er ekki kallað Fréttablaðið því þetta er að mínu mati engin frétt. Þetta er staðreynd, efasemdafólk hefur reynt trekk í trekk að hnekkja staðreynd málsins en hefur skiljanlega orðið lítið ágengt.

Fiskur er hollur!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

En nú þarf ég að hvíla mig því jarðskjálfti og innsáttur færslu er of mikil hreyfing fyrir mig.


Ekkert þokast í Hvalfriðunarráðinu

 Mótsögnin sem falist hefur í samþykktum Alþjóðahvalveiðiráðsins síðustu ár held ég að skeri sár í hvern skynsaman mann. Það verður spurning hvort hvalveiði þjóðunum verði úthýst úr "Alþjóðlega Hvalveiðiráðinu" IWC þegar þær stofna Raunverulega hvalveiðiráðið RWC.

 Það er ekki ein hvalategund í hafinu þó að af áróðrinum væri hægt að halda það. 

 Fyrst voru það hvalveiðarnar nú er þrengt að úthafsveiðum svo verða það togveiðar og friðunar menn munu ekki hætta fyrr en síðasta haffæra fiskiskipið verður selt í brotajárn, það stefnir í að einungis þeir ríku geti veitt í frístundum.


mbl.is Japanir vilja nýjan vettvang til að ræða hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áframhaldandi akureyrsk umræðustjórnmál

Þeir hafa í það minnsta ekki hætt að tala saman. Það er spurning ef þeir eru ekki enn farnir að ræða málefnin eða málin svo nokkru nemi hvort umræðan sé á þeim nótum að Skólameistari VMA megi ekki við því að missa áfangastjóra VMA í annað starf.

Hvað vitum við um orsakir yfirlýsinga tregðunnar?


mbl.is Viðræðum Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks á Akureyri haldið áfram eftir hádegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband