Bloggfærslur mánaðarins, júní 2006
30.6.2006 | 10:53
Gott mál
Aukin vetrarþjónusta hjá Vegagerðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2006 | 08:51
ja hérna hér
Þessi frétt birtist eftir að tilkynnt var að Ríkisstjórnin myndi ekki hraða byggingu hátæknisjúkrahúss.
Dregur úr væntingum neytenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.6.2006 | 05:26
Orðræðan á Íslandi
Straumur kominn með rúm 10% í Dagsbrún | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.6.2006 | 13:33
Hvammstangi á kortinu
Setrið er skemmtileg viðbót við þá menningartengdu ferðaþjónustu sem ætíð verður mikilvægari og mikilvægari.
Meðan við erum enn sólgin í upphafningu erlendra manna og kvenna, hlýtur, fyrir framtíð íslenskrar menningar, að vera nauðsynlegt að gera hinum ýmsu kimum íslenskrar menningar skil, og ennþá brýnna að kynna kimana fyrir útlendingum, svo þeir geti dáðst af, og þá gætu Íslendingar tekið við sér og endurnýjað kynnin við gömul gildi.
Kanadískur fræðimaður, hvers nafn ég man ekki nú rétt í þessu, sagði við mig í hneykslunartón, þar sem ég minntist ekki að hafa borðað súrsaða selshreifa, en sagðist þó hafa smakkað selsspik að það besta sem hægt væri að gera fyrir kanadískan sjávarútveg væri að hver Kanadamaður borðaði Selsborgara í það minnsta vikulega, Þannig væri hægt að stemma sitgu við útbreiðslu orma og draga úr ásókn sela í fiskistofna.
Verður fróðlegra að kíkja í heimsókn á Hvammstanga fyrir vikið.
Leirburði dagsins er sleppt að þessu sinni þó selalátur rími við slátur og lýsi við hýsi.
Samgönguráðherra opnar Selasetur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2006 | 08:15
Óábyrgt?
Nú hefur, einn aðili vinnumarkaðarins, einn atvinnurekandi, félagi í samtökum atvinnulífsins; Vátryggingafélag Íslands, seilst nokkuð langt. VÍS virðist ætla að reyna á þolrif þjóðarinnar með boðuðum iðgjaldahækkunum, sem hafa munu áhrif á vísitöluneysluverðs - verðbólgu. Ég skora á þá sem keppa við VÍS að fyrlga ekki fordæmi Vátryggingafélagsins, heldur axla ábyrgð og reyna frekar að stemma stigu við verðlagsþróuninni með því að bjóða betur, herða samkeppnina.
VÍS hækkar iðgjöld 1. ágúst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.6.2006 | 13:05
Til hamingju
Til hamingju Ísland
Til hamingju Íslendingar
Til hamingju Háskóli Íslands
Til hamingju íslenskt þjóðfélag
Til hamingju íslenskt efnahagslíf
Til hamingju Sigrún Dóra og hinir 956 kandídatarnir
Til hamingju nýjir kennarar
1.522 fá prófskírteini í Laugardalshöll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt 26.6.2006 kl. 04:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.6.2006 | 08:28
Skárra, og þó...
Morgunblaðið má þó eiga það að hafa komist frá fyrirsögninni, skammlaust. En:
Þá hefur áætlunum hennar fyrir morgundaginn verið aflýst en til stendur að hún leggi af stað í opinbera heimsókn til Ítalíu, Páfagarðs og Spánar á laugardag.
Áætlununum var frestað, ég skil það, en stendur enn til að frú Arroyo haldi yfir hálfann hnöttinn, með verki í kviðarholi, ég held ekki.
Þá hefur áætlunum hennar fyrir morgundaginn verið aflýst en til stóð að hún legði af stað í opinbera heimsókn til Ítalíu, Páfagarðs og Spánar á laugardag.
Held ég að hefði verið betra.
Annars er það merki um misjafnt ástand á Fróni og í Filippseyjum, að þegar landsmóðirin, höfuð ríkisvalds í Filippseyjum veikjist verða allir á tánum en þegar Forsætisráðherra Fróns veiktist um árið, þá kepptust andstæðingar hans við að óska honum skjóts bata, sama gerðist í vetur þegar Steingrímur J velti bíl, þá fór mikil fyrir hlýhug og bata óskum. Ekki var rokið upp og bent á ímyndaða veikleika sem birtust í þessum aðstæðum. Engin ástæða til að hafa áhyggjur af upplausn, uppreisn eða einhverjum uppvöðslusömum mönnum sem gætu hafa reynt að nýta sér óvissu ástandsins eins og menn nú óttast í Filippseyjum.
Viðbúnaðarstig hækkað vegna veikinda forseta Filippseyja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.6.2006 kl. 08:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2006 | 10:37
Vígvæðing - ógn og skelfing
Nú þegar Hinir bestu, mestu, snjöllustu og knattfærustu menn heimsins keppast um að yfirspila hvern annann, má rifja upp að daginn eftir að Japanir báru sigur orð af Norður Kóreumönnum á knattspyrnuvellinum, það var jú einmitt í aðdraganda sömu keppni og margur maðurinn festir ekki svefn fyrir nú um stundir, var stórafréttin sú að stjórnvöld á norðanverðum Kóreuskaganum gengust við einhverjum hluta þess sem þau höfðu verið sökuð um. Prísaði ég mig sælan með að tuðran hafði sloppið einusinni inn framhjá markmanni Japana, annars hefði e.t.v. forsíðu frétt blaðanna þann dagionn verið öllu hörmulegri hefðu þau á annað borð haft starfhæfar prentsmiðjur að lokinni sprengju árás Kims og félaga.
Kims kauðar ógna,
fremur en verjast spyrnum
í egni möskva.
mjög Árlalenskir
glöddust að kveldi, hræddust
atómið með morgni
Leikur á velli,
hlegið og grátið í senn,
lífið hans utan.
Sunnan ræmu sjá
menn sína sækja, kætast,
í norðri ei bros.
Nú brölta fleiri
Persar víst prúðbúnir enn
spila í friði
Norður Kórea
kát hrekkir aðra, víða,
sumar sem vetur.
Bandaríkjamenn vara stjórnvöld í Norður-Kóreu við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2006 | 08:45
Hvað er að sjá þetta
Ég held að hvað sem mönnum finnist um stjórnkerfi fiskveiða vorra, þá færi betur á því að segja Grímseyingar kanna kosti mögulegra viðbragða við hugsanlegum kvótamissi
ellegar
Grímseyingar kanna möguleg viðbrögð við hugsanlegum kvótamissi
Eða þá
Grímseyingar skoða viðbrögð við hugsanlegum kvótamissi
Grímseyingar skoða mögulegan kvótamissi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 08:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2006 | 05:12
Góðar fréttir, Góðar fréttir
Já, rétt eins ummæli Ólafs G. Einarssonar þá þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins um þá staðreynd að varaformaður Sjálfstæðisflokksins og Borgarstjóri hygði á framboð til formans Sjálfstæðiflokksins þá um vorið, 1991, voru margspiluð, sundur og saman af Spaugstofumönnunum; "Slæmar fréttir, slæmar fréttir" þá segi ég með þó eilítið meiri gleði andhverfu þess sem síðar menntamálaráðherra þá sagði.
Því það eru sannarlega góðar fréttir að skynsemin fái að ráða, að hópur fólks héðan og þaðan úr heiminum hafi með meirihluta atkvæða stutt skynsamlega yfirlýsingu.
Hvalveiðibannið, sem augljóslega átti að vera tímabundin ráðstöfun, er ekki lengur nauðsynlegt.
Orð að sönnu!
Nú held ég að Japanir hafi sýnt og sannað að þeir eru þess megnugir að axla þá ábyrgð sem fylgir setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.
Ályktun samþykkt um að hvalveiðibannið sé ónauðsynlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)