Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2006

Það er aldeilis, innan við helmingur umsækjenda hreppti það hnoss sem hópurinn girntist. Að vísu var ekki öllum lóðum úthlutað, því eftir sumum lóðum, einkum lágu númerunum í Bláagerði, sóttust færri en eftir hinum lóðunum, í Hömrum, Og höfðu þeir sem þar sóttu um fengið úthlutað lóðum áður en að hinum minna eftirsóttu lóðum kom. Kannski verður samið við þá sem ekki fengu um að þeir byggi á þeim lóðum sem ekki var úthlutað. Vissulega verður munur á Bláagerði 69 og Bláagerði 6. 

En hver vill ekki í Bláagerði búa.

Hinsvegar hefði úthlutunin farið á eilítið annan veg hvað varðar lóðirnar hátt upp á Hömrum hefði verið áhugaverðara að fara þangað í heimsókn, hefðu þeir meðlimir gáfumanna félagsins sem sóttu um fengið lóðir, að hálft gáfumannafélagið hefði búið hlið við hlið. Það hefði orðið saga til næsta bæjar. En til hamingju Jón Arnar.
mbl.is Mikil ásókn í byggingalóðir á Egilsstöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Traust

Gott að bæjarstjórinn sé tryggur og trúr sínu samfélagi og sínu sveitarfélagi. Einbeiti sér að þeim störfum sem bæjarstjórinn er ráðinn til að leysa af hendi.

Ég man eftir að hafa lesið vangaveltur á þessum blaðurslóðum Morgunblaðsins þar sem vöngum var velt yfir hugsanlega skammri dvöl í bæjarstjórastól Hveragerðis, vitan læega var þeim vöngum velt í skugga óvissu um framhaldið. Óskandi er að Hveragerði verði blárri sem aldrei fyrr.

Aldís er traust, tekur af allan vafa um óþarfa hringlandahátt fyrir sveitarfélagið sem fylgt gæti þingmensku hennar, þar eð ráða þyrfti nýjan bæjarstjóra. Vonandi er að hún vaxi í starfi og verði þekktar fyrir vikið á öðrum slóðum en í nágrenni við apana í Eden.


mbl.is Aldís Hafsteinsdóttir fer ekki í framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

3-9-11

Það þarf þrjósku til að halda svonalagað út. Hinsvegar er eitthvað á reiki hve lengi þá rak um Kyrrahafið. Kanski söknuðu ættingjarnir þeirra ekki neitt og segja því að þeir hafi bara verið 3 mánuði í burtu.
mbl.is Lifðu á regnvatni og hráum mávum og fiski í níu mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki í fyrsta skipti

Það væri ekki sannleikanum samkvæmt að halda því fram að umræddur Junichiro leggði stund á hægversk umræðustjórnmál og að hann leggði sig í farmkróka við að storka ekki þeim sem eru á öndverðum meiði og hann.
Hér er önnur frétt með myndum úr hofinu. Í fyrra lýsti Koizumi sig andvígan þeirri skoðun að þáttakan í seinni heimstyrjöldinni hafi verið að mati Yaskuni manna til þess að tryggja sjálfstæði Japönsku þjóðarinnar, Koizumi sagðist halda "að Japan hefði átt að koma sér undan þáttöku í því stríði".  Í þessu sambandi hefur verið minnst a að helgidómurinn geri lítið úr slæmu framferði Japana í seinni heimstyrjöldinni og að Japanair hafi ekki beðist afsökunar. Í fyrra sá ég þessa frétt þar sem beðist var afsökunar á stríðsglæpum. Svo segja nýlegar heimildir að sjálfur Showa keisari hafi ekki verið ánægður með nálægðina við stríðsglæpamennina.

Vonandi verða betri fréttir í dag en í gær og fyrradag, frá Japan.


mbl.is Koizumi segir gagnrýni á helgistaðaheimsókn hans barnalega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir

Hver sem er, hvar sem er, hvernig svo sem hver og einn lítur á sjálfan sig, þá hljóta allir, allir, allir friðelskandi menn óska þess að friðurinn sé kominn til að vera, verði varanlegur. Það er óskandi að menn kveðji vopnin í raun og sann.

Nú er hafin ný keppni, keppni í friði, sá vinnur sem elskar friðinn mest og best. Hver er líklegastur til sigurs?

Ég vona að færslan birtist áður en friðurinn er úti.
mbl.is Vopnahlé í Líbanon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"... ó þá fögru steina ..."

Manni missýnist stundum. Tíðindin eru engu að síður váleg, skelfileg og ógnandi. Segir ekki einhversstaðar, "Verið hrædd, verið mjög hrædd"?

Staðreynd málsins er að meria ber á blóðbaði en bræðraþeli. Bræður munu berjast, svo maður flíki öðrum oft tilvitnuðum orðum.

Í fyrstu sýndist mér sem það stæði "Jórdaníu konungur segir hófsama múslima hafa veikst" ég gladdist í raun fyrst þeir væru ekki allir látnir bara veikir. En svo virðist sem aðgerðir Ísraela muni bara gera illt verra, Pandóruboxið sé opið og andúðin á Ísraelum verði einhverskonar liðormur.


mbl.is Jórdaníukonungur segir stöðu hófsamra múslíma hafa veikst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband