Bloggfærslur mánaðarins, september 2006
26.9.2006 | 13:55
Gott mál
ég vildi ég gæti fylgst með Laufeyju og að sjálfsögðu áhugaverðasta erindinu sem er þar á undan.
Málþing um fjölmenningarlegt Austurland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.9.2006 | 09:49
Fínar fréttir
Þykja mér þetta tíðindi hvorttveggja merk og góð. Því dettur mér í hug að bragbæta fronan slagara úr fjörugum félagsskap.
Það er og gott til þess að vita að, þó H. Blöndal hugi að hæglátaralíferni en gengur og gerist í hringiðu stjórnmálanna, þá hugi menn enn að framförum í samgöngumálum á Fróni.
Greiðrar leiðar góða lið
gæti nálgast merk markmið.
Halldór Blöndal hann við lofum
hér á Verði ekki sofum.
Gegnum göngin ökum við
að góðum norðlenskum sið
Vaðlaheiðagöng ekki háð umhverfismati | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.9.2006 | 04:27
"fremur fátt að sækja"
Þetta eru afar afskekkt svæði og fáfarin, nema helst af smalamönnum á haustin. Þangað er líka fremur fátt að sækja fyrir ferðamenn, nema þá til að skoða hreindýr og minjar um framrás Brúarjökuls. Hvort tveggja er þó aðgengilegt með auðveldari hætti annars staðar... |
- Árbók Ferðafélags Íslands 1987, um Kringilsárrana. |
Er ráðlegt að rifta gerðum samningum - fresta afhendingu rafmagns. Má þá e.t.v. minna á að nokkur hluti umrædds svæðis hefur verið snortinn með manna höndum - því er erfiðara en áður að tala um ósnortin víðerni. Er gáfulegt að ætla ríkissjóði að greiða Landsvirkjun hf. skaðabætur fyrir tekjumissi af virkjun sem ekkert virkjar? Virkjun sem stæði ónotuð, virkjun sem kostar talsverða fjármuni að reisa.
Viðbót:
Stefán Jón skrifar um þöggun í Morgunblaðið í dag. Í grein sinni fer Stefán með rangt mál þar sem hann segir Ómar hafa "neyðst til að segja sig frá störfum". Ómar er samkvæmt hans eigin orðum ekki að hætta fréttamennsku. Hann sagði að fullt traust ríkti milli hans - Ómars- og yfirmanna RÚV. Ómar er fréttamaður RÚV í dag líkt og í fyrradag.
Ómar Ragnarsson kallar eftir þjóðarsátt um Kárahnjúkavirkjun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2006 | 14:14
Þó fyrr hefði verið
Þingkosningar voru fyrirhugaðar 15. október.
Eða eitthvað á þá leið.
-
umhverfris og auðlinda ráðherra Taílands hefur verið gert að gefa sig fram við valdaræningjana sem hann og gerði - hann er í varðhaldi.
Bandaríkjastjórn fordæmir valdaránið í Taílandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.9.2006 | 14:00
Skref í lýðræðisátt?
Innan tveggja vikna er ráðgert að finna nýja forsætisráðherra. Svo á að skrifa nýja stjórnarskrá. Þá er talað um þingkosningar innan árs/ eftir eitt ár, uppundir ellegar meira en - veltur á þýðningum - ellefu mánaða seinkun á lýðræðislegum kosningum í Taílandi. Í þokka bót hefur starfsemi stjórnmálaflokka verið bönnuð. - Jákvætt? Ég held ekki. Thaksin er hvort sem hann er í embætti eða án þess; í fríi eða fullu starfi ekki á flæðiskeri staddur, hann þarf ekki á embættinu að halda. hann hefur komi sínum málum svo vel fyrir að hann þarf þess ekki með - fyrir það var hann sennilega gagnrýndur hvað mest.
Valdarán eru ógn við lýðræðið.
Pólitísk starfsemi bönnuð á Taílandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.2.2007 kl. 03:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2006 | 06:53
spámenska mín
Mikið er nú gott að ég hafi ekki lagt fyrir mig spákaupmensku. Nú hljóta allir að sjá að ég er ekki spámannlega vaxinn. Ekki sá ég þetta fyrir. Ekki bjóst ég við þessu. Garpurinn getur enn komið mér á óvart.
Það var hetja sem vildi, og fékk framgengt áformum um uppbyggingu heilsársvegar milli Norðurlands og Austurlands í andstöðu þingmanna annarra flokka í hvoru kjördæmi fyrir sig. Þá var ég ákveðinn í að fara á Landsfund og styðja Halldór Blöndal til forustu Sjálfstæðisflokksins. Þá sá ég að framsýnan mann, sem reyndi ekki að afla vinsældir ef hagsmunir stæðu gegn því. Þingmenn Naorðurlands kjördæmis eystra lögðu áherslu á strandleið, þ.e. uppbyggingu vegarins með fram ströndinni, þar á meðal var Steingrímur J.. Halldór Ásgrímsson og Jón Kristjánsson voru á samahátt hrifnir af strandleið. Norðlendingar vildu fá atkvæði Norður Þingeyinga en þingmenn Austurlands að Agli Jónssyni slepptum horfðu á atkvæði Vopnfirðinga og Bakkfirðinga. Nú í dag, vildu allir Lilju kveðið hafa, reyndar talaði framsóknarþingmaður nokkur á þá leið að Framsóknarmenn ættu heiðurinn og það strax 1995. Hann hefur verið óþreytandi í vinnu sinni fyrir hagsmunamál Norðurlands og Austurlands. Ég man eftir gjaldskrárbreytingum Pósts&Síma og síðar Landsímans sem jöfnuðu símakjör landsmanna. Ég vona að Halldór sé sáttur við sína ákvörðun.
Vonandi bera Íslendingar gæfu til þess að í stað Halldórs veljist frambjóðandi sem getur haldið áfram þeim verkum sem Halldór hefur unnið að, gera Ísland enn betra.
Ég bjóst við því að hann vildi heimta aftur forustu sæti þingmanna í sínu kjördæmi. Ég bjóst fyllilega við því að Blöndal byði sig fram á nýjan leik.
Hér eftir má hafa gaman af hvámennsku minni en spámennska mín er einskis nýt. Eða kannski var það von mín ...
Halldór Blöndal sækist ekki eftir endurkjöri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.9.2006 | 21:32
fótum troðslu lýðræðiðs "fagnað"
Vissulega er Thakisn enginn engill. Ekki var allt með kyrrum kjörum í Taílandi síðastliðna árið.
En valdarán er það og valdarán verður það kallað. Það er ekkert grín að fresta lýðræðislegum kosningum í um 11 mánuði. Óskandi er að Sonthi og samsærismennirnir nýti sér ekki allan þann umþóttunar tíms sem þeir gefa sér sjálfir.
Í fréttinni er sagt frá könnun sem birt er undir ákvæðum ritskoðunar -hve áreiðanleg er slík könnun?
Konungur studdi valdaránið í Taílandi að sögn hershöfðingja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.9.2006 | 10:43
Nýliðinn
Já menn tala um nýliða þar sem hann hefur bara setið á þingi í 13 ár. Hinsvegar er maðurinn hvergi nærri ættlaus. Faðir hans Shintaro gengdi embættum, landbúnaðarráðherra, viðskiptaráðherra og loks utanríkisráðherra Japan. Föður afi hans Kan sat líka á þingi. Þessir þrír ættliðir Abe fjölskyldunnar hafa verið kjörnir í Yamaguchi, vestasta hluta Honsu.
Móður afi hans Nobusuke Kishi var viðskiptaráðherra í seinni heimstyrjöldinni 1941-1945, handekinn sem stríðsglæpamaður 1948, og loks forsætisráðherra Japans 1957-1960. Nobuske var hálfbróðir Eisaku Sato sem var forsætisráðherra Japans 1964-1972. Sato hlaut friðarverðlaun Nóbels 1974.
Shinzo á afmæli á morgun og verður að öllum líkindum kjörinn forsætisráðherra á þriðjudaginn. Hann verður fyrsti forsætisráðherra Japans fæddur eftir stríð og sennilegast sá yngsti. Hann var farinn að ræða við menn um ráðherrastöður í síðustu viku. Í fréttinni er ekki minnst á Norður Kóreu, en samskipti Japana og Norður Kóreu hafa ekki verið upp á marga fiska.
Shinzo Abe næsti forsætisráðherra Japans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.9.2006 | 11:34
Það var og
Án þess að ég geri tilkall til sérfræðingstitils þá held sá ég einungis eitt atriði sem mig grunar að sé ásláttarvilla. Það verður að teljast gott í svona langri frétt á miðli sem þessum hvar orðalag, málfar og stafsetning stingur of oft í stúf.
Hvað er það sem stingur í stúf í þessari annars afbragðs góðu frétt? Jú sú stað hæfing að í september 1999 hafi Gerrard verið vísað af leikvelli í fyrsta leik sínum gegn Everton, en það hafi ekki verið fyrsta brottvísun hans í granna slag því í mars síðastliðnum [2006] hafi honum verið vísað af leikvelli eftir 18 mín. Væri skárra segja ekki eina brottvísun hans í grannaslagnum
Eins eru staðreyndirnar um 14 leiki án taps eitthvað sem ég átta mig ekki alveg á.
Einkunn 8,9
Fleiri svona fréttir takk fyrir!
Borgarslagur af bestu gerð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2006 | 12:47
Höfuðlaus her í hálfan annan mánuð
Skv. þessari frétt verður Verkamannaflokkurinn höfuðlaus her frá 4. maí uns nýr maður hefur verið kjörinn, samt ætlar sami Blair að leiða landsmenn þó hann láti af leiðbeiningu fyrir flokksmenn. Eða er vitað hver muni stýra flokknum í milli tíðinni?
Blair lætur af leiðtogaembætti í maíbyrjun; nýr leiðtogi kjörinn í júní | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |