Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
26.2.2009 | 22:09
Veröld bætt og betri
Á morgun hljótum við öll að verða vitni að undrum og stórmerkjum. Miðað við þann þunga sem í áherslum þeim sem lagðar voru á umræddar breytingar fólst má búast við því að við fáum öll hugljómun um miðnætti, samstundis og spásögnin sem hér er vísað í verður að veruleika, má ekki búast við slíkum vatnaskilum?
Útflutningur eykst til muna.
Innflutningur minnkar.
Gengi íslensku krónunnar styrkist með nýju meti í dagslækkun gengisvísitölunnar.
Vísitala neysluverðs mun standa í stað.
Skatttekjur hins opinbera verða meiri á morgun en menn reiknuðu með.
Kaupmáttur vex í samræmi við lengri dagsbirtu morgundagsins.
Verðbólgan hjaðnar fyrir sólsetur.
Atvinnuauglýsingum fjölgar.
Að hverjum má gera hróp ef ekkert breytist eftir allt þetta basl?
Búinn að staðfesta lögin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.2.2009 | 12:49
Hver vill
Dótturfélag um hlutabréf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2009 | 23:30
fyrirheit
Er ekki allt á uppleið með það sama?
Styrkist ekki krónan vegna þess að framkomnar breytingar á forustu ríkisins hafa náð fram að ganga?
Er ekki betra veður vegna verkvissrar vinstristjórnar?
Aukast ekki vinsældir Íslands vegna endurskoðunar hispurslausra hvalveiða?
Berast okkur ekki bara góðar fréttir héðan í frá?
Nú er bara að bíða og sjá hvort nýja stjórnin láti ekki kraftaverkin tala. Þó að krónan hafi dalað í dag, þarf það ekki að þíða að henni hnigni í framtíðinni, að hún rýrni um 1,8% á morgun o.s.frv. dag eftir dag. Ég get ekki greint að það hafi hlýnað. Þó Íslands sé getið þá jafngildir það ekki auknum vinsældum. Við skulum bíða og sjá; hvort kraftaverkin verði látin tala.
Punxsutawney Phil spáir löngum vetri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |