Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

í dag, á morgun og á hinn daginn...

Þannig að þjóðina hressi
þá er krónan fest í sessi
svo menn ei um evru messi
margoft í sérhverju versi

Við þurfum að nota þau tæki sem við höfum, í stað þess að tala um að við gætum notað þau. Menn vita það að hvorki verði versla með páskaegg né jólagjafir næstu ár á Íslandi í annarri mynt en hinni íslensku.


mbl.is Evra ekki í sjónmáli næstu ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áminning

Fyrir um áratug síðan stefndi allt í óvissu í kringum mig, er ljóst var að nafn mitt var ekki meðalstuðningsmanna oddvita hins góða framboðs í viðhafnarútgáfu málgagnsins. Þá flaug mér í hug að kaupa smáauglýsingu í dagblöðunum á kjördag til að minna alla þá sem gátu verið lesendur hins staðbundna málgagns á stuðning minn við leiðtogann. Til þess kom þó ekki því sambærileg auglýsing með mínu nafni var birt kjósendum nær kjördeigi. Þá, eins og nú fylgdist ég með málum víðar en bara í því kjördæmi sem ég kaus. Þá eins og nú tók Jens Garðar þátt í prófkjöri sem ég gat ekki kosið í. 

Ég vil leggja mitt af mörkum, ef þetta mitt er þá eitthvað, áður en það er of seint, og minna ættingja mína, vini mína og aðra kunningja á að ég styð Jens Garðar Helgason. Væri ég búsettur í Naustrinu - Norðausturkjördæmi - kysi ég Jens Garðar í prófkjöri.


Árétting

Ég vil ítreka það að ég vil þjóðinni vel. Þjóðin þarf lausnir sem hentar Íslendingum, ekki Hollendingum. Menn þurfa að tryggja það að til sé matur áður en boðið verður til veislu. Hin friðelskandi þjóð hefur ekki lagt fyrir sig byltingaslóð. Vanda þarf verk við gerð vegvísis til framtíðarinnar. Til að viðhalda virðingu gagnvart Alþingi þarf að velja þangað hæft fólk sem leyst getur mikilvæg og oft á tíðum vandasöm verkefni. Alþingi setur lög, þ.m.t. grundvallarlög ríkisins. Vilji menn afgreiða efnahagsvandann áður en veturinn er á enda getur næsta þing fengist við allsherjar stjórnbótarstagl. Hvort sem töfralausnir núverandi ríkisstjórnar bæti allt og bjargi öllu, eður ei, er rétt að taka það fram að Valdimar Agnar á erindi á Alþingi.


mbl.is Fréttaskýring: Slagurinn í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hroðvirknislegt virðingarleysi

Í 12. grein laga um Rannsóknanefnd umferðaslysa segir

Þegar rannsókn einstaks máls er lokið skv. 1. gr. getur rannsóknarnefnd umferðarslysa samið sérstaka skýrslu um niðurstöðu rannsóknarinnar telji hún tilefni til. Í skýrslunni skal gerð grein fyrir orsökum eða sennilegum orsökum auk þess sem þar skulu gerðar tillögur um þær varúðarráðstafanir sem gera má til þess að afstýra frekari slysum af sömu eða líkum orsökum eða draga úr afleiðingum þeirra. Skal skýrslan gerð opinber svo fljótt sem verða má. Rannsóknarnefndin getur beint tilmælum til viðeigandi aðila um úrbætur í umferðaröryggismálum eftir því sem rannsókn gefur tilefni til og skulu þeir sem tillögum er beint til taka tilhlýðilegt tillit til tilmælanna ef kostur er og hrinda þeim í framkvæmd ef við á. Rannsóknarnefndin getur að liðnum sex mánuðum frá því að tilmæli voru gefin út krafist upplýsinga um hvernig brugðist hafi verið við tilmælunum.
Við skýrslugerð samkvæmt ákvæði þessu skal rannsóknarnefnd umferðarslysa gefa aðilum þeim sem sérlega ríkra hagsmuna hafa að gæta að mati nefndarinnar kost á, með þeim hætti sem rannsóknarnefnd umferðarslysa ákveður hverju sinni, að tjá sig um drög að skýrslu nefndarinnar innan tilskilins frests, enda liggi ekki fyrir í gögnum málsins afstaða þeirra og rök fyrir henni eða slíkt sé augljóslega óþarft.
Rannsóknarnefnd umferðarslysa skal fella úr skýrslum sínum um einstök mál skv. 2.
mgr. beina tilvísun til trúnaðargagna sem hún aflar í tengslum við rannsókn máls, svo og gagna sem aflað hefur verið hjá lögreglu, sé rannsókn opinbers máls ekki lokið nema að því leyti sem óhjákvæmilegt er talið vegna greiningar á orsökum umferðarslyss.

Hverjir hafa ekki sérlega ríkra hagsmuna að gæta ef ekki fjölskylda þess/þeirra sem lenda í slysi, það að skýrsla skuli gerð opinber svo fljótt sem verða má, þýðir ekki samstundis/samdægurs og skrifum skýrslunnar er lokið, ef hagsmunatengdir aðilar hafa ekki fengið að tjá sig um drög skýrslunnar.

Í dag var gefin út skýrsla um banaslys, maka hin látna að óvörum. Maki hins látna vissi ekki af því að til stæði að gefa út þessa skýrslu hvað þá að hún yrði gerð opinber, þaðan af síður hafði makinn lesið skýrsluna. Það er mikið áfall að missa ástvin, ég held það sé engum manni holt að ýfa upp það sár sem missir ástvinar af slysförum er með opinberri birtingu sem útgáfa slíkrar skýrslu er, að ástvinunum forspurðum, óupplýstum. Friðhelgi einkalífsins er varin í stjórnarskrá. Með því að birta alþjóð skýrsluna á sama tíma og aðstandendum hins látna er gengið verulega nærri hinum stjórnarskrárvörðu réttindum.

Sagt er að eftir hálft ár frá útgáfu skýrslu skuli nefndin kanna hvernig brugðist hafi verið við tilmælunum, en ekki er sagt að nefndin þurfi að gera skýrsluna opinbera innan hálfs árs frá því að slysið eigi sér stað.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband