Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
9.5.2009 | 07:54
Kaldur klaki?
Vonandi verður Ísland ekki á köldum klaka í fjögur ár vegna vanhugsaðra yfirlýsinga í stjórnarsáttmála. Það væri synd er atvinnulífið myndi festast í sjálfheldu vegna áforma stjórnmálamanna um upptöku veiðiheimilda. Það er einkennilegt að það dugi ekki að skipta upp veiðiheimildum þeirra útgerða sem siglt hafa of djarft á lausafjármiðum fyrri tíma ef þessi dæmi eru einhver um tæknileg þrot útgerða, þannig að bankarnir taki yfir viðkomandi útgerðir. Það er ankanalegt að þeir sem hafa farið með löndum og siglt hafa varlega á lausafjármiðum íka á hættu að missa veiðiheimildir, sem gerir fjármögnun alls atvinnurekstrar erfiðari. Það eitt að slík aðferð sé orðuð í stjórnarsáttmála getur haft neikvæð áhrif á atvinnulífið, Atvinnulífið má ekki falla eins og spilaborg og ekki dugir að festa atvinnulífið niður með tjaldhælum, Atvinnulífið þarf öryggi um að ytriaðstæður þess, lagaumhverfi breytist ekki í sífellu, Atvinnulífið þarf festu svo það geti starfað eðlilega í þvi árferði sem nú er. Nóg rót er nú samt í samfélaginu.
Lýsa vilja til að endurskoða fiskveiðistjórnunarlögin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |