13.4.2014 | 07:45
Frá vísindum til verðmæta
Liðinn erum áratugur síðan mörkuð var stefna um metnaðarfullt rannsókna- og þróunarstarf í íslenskum sjávarútvegi, með stofnun AVS rannsóknasjóðs í sjávarútvegi 2003. Síðan hafa vísindi og verðmætasköpun í sjávarútvegi gengið hönd í hönd að hagnýta ónotuð tækifæri til landsog sjávar. Niðurstaðan: Nýting afla í útflutningsafurðir er um fjórðungi meiri en áður og meira en tvöfalt hærri útflutningstekjur koma inn í landið úr hverju tonni afla. Þetta er frábær árangur, sem sannarlega sýnir hversu arðsöm fjárfesting í rannsóknum og nýsköpun getur verið.
Hvað liggur að baki?
Bætt nýting hefur náðst í kjölfar bættrar meðhöndlunar hráefnis og fjárfestingar í bættum ferlum, t.a.m. við flutning og kælingu. Lögð hefur verið áhersla á að tengja saman virðiskeðju sjávarfangs þannig að hægt sé að veita upplýsingar um uppruna hráefnis og nýta reynslu fyrri ára til stöðugra umbóta. Í þessu augnamiði er upplýsingatækni hagnýtt, t.d. með nýjum ísreikni fyrir snjallsíma á formi smáforrits (e. app), sem gefur þeim sem höndla með fisk möguleika á að sjá á augabragði hversu mikla kælingu afli þarf. Viðfangsefnin hafa dregið dám af umhverfinu, frá því að menn og konur reyndu að bjarga verðmætunum.
Afurðir eða úrgangur?
Á sama tíma og kappkostað er að sem mestum hluta hvers fisks sé ráðstafað til framleiðslu verðmætustu aðalafurðar hefur sjónum verið beint að því sem ekki er eins verðmætt. Fyrir 10 árum var talað um afurðir og úrgang. Ef heill fiskur er fluttur úr landi verða afurðir til hliðar við aðalafurð ekki framleiddar hér á landi og alls óvíst hvort þær yrðu yfirhöfuð framleiddar. Í dag sjáum við tækifæri í öllu hráefni og framleiðum afurðir í hæstu gæðaflokkum. Útflutningur á niðursoðinni lifur er nálægt 30 milljón dósum á ári, að verðmæti um 3 milljarðar. Þurrkaðar afurðir eru meginuppistaðan í útflutningi til Nígeríu, hvers verðmæti nema um 16 milljörðum á ári. Hagnýting líftækni hefur rutt sér til rúms og þar eru tækifærin gríðarleg. Það sem áður var marningur er orðið að lífvirkum peptíðum í dag, úr slógi unnin verðmæt ensím og roð nýtt til framleiðslu lækningavara. Framsækin fyrirtæki eins og Kerecis, Zymetech og Primex hafa litið dagsins ljós, svo einhver séu nefnd, og með þolinmæði haslað sér völl á afmörkuðum syllum.
Mannauður er mikilvægasta auðlindin
Í þekkingariðnaði eins og framleiðslu sjávarafurða er mannauðurinn mikilvægasta auðlindin. Vel menntað fólk er í dag ráðið til starfa í sjávarútvegi og tengdum greinum þar sem það skapar fyrirtækjunum og byggðarlögunum sem þau starfa í aukin verðmæti. Fyrirtæki styðja við og taka þátt í doktorsnámi, þar sem saman koma rannsóknastofnanir, fyrirtæki og háskólar. Með samstarfi Matís við háskóla landsins, m.a. við Háskóla Íslands um matvælafræðinám og Háskólann á Akureyri um auðlindanýtingu og tengingu framhaldsnáms við nýsköpun í sjávarútvegi, er grunnur lagður að frumkvöðlum framtíðarinnar.
Hvort sem litið er á bolfisk, uppsjávarfisk eða aðrar sjávarafurðir, eru framundan fjölmörg tækifæri til sóknar ef rétt er á spilum haldið. Aukin vöruþróun, þar sem áhersla verður á að nýta sérstöðu og heilnæmi íslensks sjávarfangs er meðal þessara tækifæra. Síðan AVS sjóðurinn var stofnaður hafa útflutningsverðmæti íslensks sjávarfangs ríflega tvöfaldast. Með því að nýta tækifærin í samvinnu má bæta um betur, endurtaka leikinn, og meta ávinninginn með alþjóðlegum viðmiðunum.
Sveinn Margeirsson & Arnljótur B. Bergsson 29. nóvember 2013
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2014 | 12:51
Klikki kælingin kemur klink í stað seðla
Fyrirtæki í sjávarútvegi hafa í auknum mæli innleitt ferla er miða að aukinni verðmætasköpun í íslenskum sjávarútvegi og byggja þeir á lausnum sem þróaðar hafa verið í samstarfi milli ólíkra fyrirtækja og rannsóknaraðila. Fyrir nokkrum árum bjuggu Íslendingar við böl ofgnóttar og lögðu ekki allt kapp á gæði og nýtingu, heldur voru uppteknari af magni. Sjávarútvegsfyrirtæki hafa í gegnum tíðina unnið saman að rannsóknum og þróun, ætíð er áhersla lögð á að leysa þá flöskuhálsa sem þrengja mest að hverju sinni, allt frá því að talað var um að bjarga þyrfti verðmætum til þess dags í dag sem við kappkostum að auka verðmætin.
Daglega eru íslenskar sjávarafurðir seldar á eftirsóttu verði víðsvegar um heim. Þó Íslendingar framleiði ekki þjóða mest af sjávarafurðum er framleiðsla íslensks sjávarútvegs býsna verðmæt. Við höfum náð árangri með áherslu á gæði í stað magns. Þekking hefur aukið hagræðingu í sjávarútvegi og um leið meiri hagkvæmni og stuðlað að meiri verðmætasköpun.
Sérhver seljandi íslenskra sjávarafurða stefnir að því að selja sínar vörur ítrekað. Það kaupir enginn íslenskan fisk tilneyddur. Íslenskar útgerðir og fiskvinnslur selja í undantekningartilfellum þeim sem í raun kyngir munnbitanum. Eins og gámur, sem skipað er upp í höfn við Norðursjó, fer yfir nokkur landamæri á leið sinni uns úr honum er dreift á matarborð við Miðjarðarhafið, höndla nokkrir aðilar með íslenskan fisk frá verkun að verslun. Hver svo sem neytir, hvar svo sem sá gleypir, verður sá hinn sami að vera sáttur við verðinn. Ánægja með vöruvöndun eykur líkur á endurteknum viðskiptum. Lykilatriði er að neytendur séu sáttir við neysluvörur í því ástandi sem þeim eru þær afhentar. Hver sá sem höndlar með fisk þarf að gangast undir aga og beita tilhlýðilegum vinnubrögðum. Ónóg kæling hindrar möguleika á hæsta verði fyrir afurðir, rétt eins og óvönduð vinnubrögð við meðhöndlun afla draga úr gæðum afurða.
Kæling er ávísun á verðmæti
Hver einasti fiskur sem er úr hafinu umhverfis Ísland dreginn á möguleika á að vera seldur háu verði. Hvort aflinn verði að mestu mögulgu verðmætum veltur á meðhöndluninni. Vanda þarf til verka, kæla afla um borð og viðhalda kælingu fisks ámeðan vinnslu stendur. Pakka má kældum flökum í einangraðar umbúðir með kælimiðli til varðveislu kalds ástands matvæla. Unnt er að flytja slíka vöru með skipum úr landi.
Með markvissri kælingu frá því að fiskurinn er fangaður í gegnum vinnslu fisksins og í flutningi er fiskvinnslum fær sú leið að flytja fersk fiskflök með skipi (f.f.m.s.) í stað þess að flytja fersk fiskflök með flugi (f.f.m.f.). Flutningur með skipum er mun ódýrari en flutningur með flugi. Veruleg aukning var í flutningi f.f.m.s á árinu 2012, þá var útflutningur f.f.m.s. um 41% af öllum útflutningi ferskra flaka og skilaði útflutningur f.f.m.s. um 13,4 milljörðum króna eða um 38% af útflutningsverðmætum allra ferskra flaka. Þessi útflutningur væri ekki mögulegur ef menn köstuðu til höndunum við blóðtæmingu fisks og ísun afla. Af virðingu fyrir hráefninu misbjóða menn því ekki með ónærgætinni meðhöndlun og af virðingu fyrir neytendum kappkosta menn að búa sem best um þá vöru sem neytandinn kaupir til að auka líkur á að viðkomandi leiti að fiski frá Íslandi á nýjan leik.
Kostir víðtæks samstarfs
Hvað kælingu verðar var brautin rudd með margþættu samstarfi. Að því samstarfi komu m.a. Matís, fiskvinnslurnar Tangi, nú HB Grandi Vopnafirði, Útgerðarfélag Akureyringa og Festi nú Rekstrarfélagið Eskja Hafnarfirði. Þá tóku tækjaframleiðendur þátt; Skaginn á Akranesi, þróaði ofurkælingartæki og loks hefur umbúðaframleiðandi, Promens, komið að málum hvort heldur sem viðhalda á hráefnum eða afurðum kældum. Samstarfið var styrkt af AVS Rannsóknasjóði í sjávarútvegi og Tækniþróunarsjóði Rannís auk erlendra rannsókna- og þróunarsjóða.
Kæling opnar fleiri dyr
Afsprengi kælingar liggur í þeirri staðreynd að með markvissri kælingu heils fisks eru meiri líkur til þess að vinna megi verðmæti með framleiðslu hliðarafurða úr hráefninu. Kæling skiptir einnig máli í vinnslu uppsjávarfiska, meira um það síðar.
Arnljótur B. Bergsson & Sigurjón Arason - 29. október 2013
11.4.2014 | 20:57
Mannlíf á Seltjarnarnesi
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2013 | 11:44
Aukin verðmætasköpun - allra hagur
Atvinnulífið er eins og samfélagið allt í stöðugri þróun. Þó mikið hafi áunnist, þá er enn verk að vinna. Mikilvægt er að menn umgangist viðfangsefnin, með viðunandi virðingu svo mest verðmæti náist sem afrakstur sérhvers starfs. Í sjávarútvegi má með lágmarks aga innleiða á einfaldan hátt vönduð fagleg vinnubrögð sem stuðlað geta að aukinni verðmætasköpun.
Heilindi í samskiptum manna á meðal skipta máli, nú sem fyrr. Með heilindum ávinna menn sér traust. Traust er forsenda farsælla viðskipta. Siðferði í matvælavinnslu snýst um virðingu, virðingu fyrir viðskiptavinum sem og hráefnum.
Lengi dugði Íslendingum að afla tekna að hætti frameiðslustuddrar virðiskeðju. Aðgengi að gjöfulum fiskimiðum var lykilatriði. Reynt var að aðlaga vinnslu að því sem aflaðist, fremur en að því sem seldist. Með því að setja markaðsdrifna virðiskeðju á hjól efnahagslífsins er miðað að því að framleiða þær vörur sem eru eftirsóttar og selst geta við eftirsóknarverðum verðum, í stað þess að framleiða einungis það sem er þægilegt og einfalt að framleiða óháð eftirspurn efir slíkum vörum. Vel flest ríki sem Íslendingar eiga í viðskiptum við búa að þegnum sínum með fyrirkomulagi markaðsbúskapar, að meira eða minna leiti, því skiptir markaðssetning íslenskra afurða máli. Það undirstrikar mikilvægi þess að ræða útflutnings og markaðsmál í sömu andrá og ekki síður hvernig aukin verðmætasköpun genur nýst við markðassetningu íslenskra afurða.
Nýsköpun er mikilvæg fyrir vöxt og viðgang efnahagslífsins. Með þolinmæði og þrautseigju hefur íslenskt atvinnulíf náð þeim árangri að standa undir þeim lífskjörum sem Íslendingar búa við. Framþróun í sjávarútvegi stuðlaði oft á tíðum að kaupmáttaraukningu almennings. Við þurfum þolinmæði til að gera verðmæti úr tækifærum.
Tryggja þarf stöðugleika í atvinnulífinu með lausn sem flestir geti sætt sig við til framtíðar, við skipan sjávarútvegsmála hér við land. Stöðugleiki þarf að nást svo framþróun geti átt sér stað til að varðveita og bæta megi samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs. Án þróunar í sjávarútvegi er hætt við að sá dagur renni upp að samkeppnisforskot íslensk sjávarútvegs glatist. Því þarf íslenskur sjávarútvegur að vera vakandi fyrir mögulegum vaxtarbroddum. Nærtækt er að nýta þann styrk sem felst í öflugum sjávarútvegi til að hlúa að framtíðarvexti hagkerfisins með rannsókna, þróunar og markaðsstarfi, frekar en að dreifa kröftunum um allar koppagrundir. Með vexti og viðgangi styrkra stoða má auka arðbærni atvinnulífsins. Arðbærni atvinnulífsins þjónar samfélaginu öllu, því arðbært atvinnulíf er forsenda aukins kaupmáttar og bættra lífskjara.
Yðar einlægur
14. 3. 2013
18.12.2012 | 15:17
Úrslitin liggja ljós fyrir
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Jiminto tryggði sér meirihluta í kosningum til neðrideildar japanska þingsins á sunnudag. Jimninto náði 294 af 480 þingsætum í neðrideildinni. Samstarfsflokkur Jiminto Komeito fékk 31 þingsæti saman hafa flokkarnir sem nú ræða myndun ríkisstjórnar hafa því 325 af 480 þingsætum. Þó flokkarnir tveir hafi fengið meirihluta þingsætanna í neðrideildinni þá eru þeir í minnihluta í efrideildinni í það minnsta fram á næsta sumar, engu að síður geta flokkarnir tveir farið með stjórn mála í Japan því þar sem þeir hafa 2/3 þingsæta í neðrideildinni. Mál sem neðrideildin samþykkir og eru send til afgreiðslu í efrideildinni geta náð fram að ganga þó svo efrideildin felli þau ef þau fá að afgreiðslu efrideildarinnar lokinni stuðning 2/3 hluta neðrideildarinnar.
Eins og sjá má þá eru svipbrigði Abe e.t.v. tiltölulega varfærin miðað við árangur Jiminto í kosningunum.
16.12.2012 | 12:53
Abe snýr líklega aftur
Þá er það ljóst að Abe er kominn með meirihluta í kosningunum sem framfóru í Japan í dag, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, Jiyu-Minshuto e.þ.s. LDP eða Jiminto og Shin Komeito hafa tryggt sér 240 sæti þegar 151 sæti eru enn óákveðin,
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn er reyndar kominn með 223 og samstarfsflokkurinn með 24 sæti þegar þetta er skrifað, 141 sæti eru enn laus. Kosningaþátttaka var innan við 42% 6% lægri en fyrir 3 árum
Annars vaknaði maður við flugelda þar sem fólk var farið að hita upp fyrir knattspyrnuleikinn.Skothríðin jókst eftir því sem á leikinn leið og þegar úrslitin lágu fyrir var fagnað hér í bæ.
http://www3.nhk.or.jp/news/html/20121216/t10014224231000.html
Stefnir í stjórnarskipti í Japan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2012 | 00:20
Vegna stjórnbótastagls
Vissulega er það vandasamt að standa í vegi fyrir breytingum. Sérstaklega vandasamt virðist vera að hafa varann á sér ef skoðanir mans eru metnar af umfangi eða tímalengd þeirri sem tekur að gera grein fyrir viðhorfum sínum frekar en að á málflutninginn sé hlýtt og menn velti innihaldi málflutningsins fyrir sér.
Þó ég hafi í Þinghúsið komið, þá gengur mér illa að hreykja mér af nokkru því sem þar hefur verið rætt. Því tel ég að ég geti án hlutdrægni sagt að mér þykir þeir fara með rangt mál sem halda því fram að Alþingi hafi heykst á því hlutverki sínu að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins. Stjórnarskráin hefur verið endurskoðuð og ýmsu í henni hefur verið breytt. Þó henni hafi ekki verið snúið á haus þá hefur henni verið breytt, um það verður ekki deilt. Stjórnaskrár draga upp mynd af því hver stjórnvöldin eru, hvað hlutverk þau hafa og hvernig þau koma fram við þá einstaklinga sem til samans mynda þjóðina.
Um nokkurt skeið hafa heyrst raddir sem notað hafa lýsingar í hærri kantinum til að finna skoðunum sínum rök, skoðunum á því að nú sé rétt að breyta um stjórnskipan í landinu. Nú sé rétt að breyta stjórnarskránni. Hafa þá jafnvel menn fundist sem talað hafa fyrir því að setja þurfi landinu svo gott sem nýja stjórnarskrá. Samt hafa menn ekki rætt um fjörbrot þjóðríkisins, nauðsyn þess að ræða um stofnun furstadæmis - sameinaðs eða sundraðs - eða alþýðulýðveldis ellegar sambandslýðveldis, mér hefði þótt áhugavert að heyra umræðu um slík atriði, eða hvort við skyldum velja konungsætt með aldar millibili. Þjóðríkið er enn nokkuð vinsælt form í ríkisrekstri, þó menn kunni að hafa mismunandi skoðanir á því.
Ég hefði viljað heyra fjörmiklar umræður þar sem einstaklingar, með lýðræðislegt umboð, myndu rökstyðja efnislega þörf fyrir breytingum á stjórnarskránni. Hverjar séu ástæður þeirrrar þarfar / þeirra þarfa? Hverju þurfi helst að breyta?
Telja menn þörf á því að rétta hlut löggjafarvalds gagnvart framkvæmdarvaldinu? Vilja menn jafna hlut einstaklinganna í almennum kosningum? Þykir mönnum eignarréttur ekki nægjanlega skýrt skilgreindur?
Vilja menn breyta um heiti á búinu? Hve miklum tíma þarf að breyta hve mörgum hlutum til þess eins að breyta þeim? Vilja menn fjarlægja völd frá fólkinu í þessu fámenna landi?
Væri ráð að skipta þinginu í tvær málsstofur, önnur stofan væri kjörin af landslista, þar sem landið væri jú eitt kjördæmi, sú málstofa væri skipuð meirihluta þingmanna. Hin málstofan væri samsett af þingmönnum sem væru jafnvel kjörnir af einmenningskjördæmum, til þess að tryggja að ólík sjónarmið kæmust í umræðuna.
Þeir sem nytu þess trausts þingsins til að setjast í ráðherraráðið þeir sætu ekki á þingi, hefðu þar ekki atkvæðisrétt, gætu vissulega staðið fyrir sínu máli og síns ráðuneytis en hefðu ekki atkvæðisrétt. Njóti þingmaður slíks trausts þá fái hann leyfi frá þingstörfum þann tíma sem hann njóti traustsins.
Forseti myndi ríkisstjórnir /ráðherraráð, enda sé forseti ætíð kjörinn með meirihluta atkvæða hvort sem til þess þurfi tvær eða jafnvel þrjár atkvæðagreiðslur. Forseti fari hvorttveggja fyrir landi og þjóð, stýri ríki og leiði þjóð? Eða vilja menn að forseti Alþingis sé kjörinn í almennri atkvæðagreiðslu samhliða þingkosningum og viðkomandi gegni þjóðhöfðingja embætti? Viljum við endurvekja titili lögsögumanns? Ellegar að vinsælasti einstaklingurinn í landinu í lok hvers árs myndi næstu ríkisstjórn að lokinni símakosningu?
Menn ljúka ekki umræðum um svona mál eins og ný stjórnarskrá er ef menn hafa ekki rætt málið. Umræða um nýja stjórnarskrá er varla hafin. Ef menn vilja ræða um nýja stjórnarskrá þá á þjóðin skilið að lýðræðislega kjörnir fulltrúar þjóðarinnar ræði efnislega um hverju þurfi að breyta og hversvegna. Rétt er að finna þeirri umræðu stað þegar fólk er ekki ringlað á hringli með hvað eina sem núverandi stjórnvöldum dettur í hug að hringla með.
Það finnst mér, sama hvað hverjum þeim sem ég kann að hafa hitt eða rætt við fram að þessu kunni að finnast.
Samkomulag um að ljúka umræðunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.12.2010 | 16:46
í von um hamingju og heilsu
Svei mér þá, ég er ekki viss um hver árangur ársins sem er að líða er í raun, jú sitthvað gekk eins og að var stefnt, annað ekki. Ég kvaddi góðan frænda á árinu. Sumt sem maður fekkst við dags daglega virtist miðast í rétta átt og því var haldið áfram á þeirri leið. Ekki var útkoman hér eins glæsileg í maí kosningunum og hjá Jens Garðari - gott að einhverjum gekk vel. Eins má ábyggilega líka læra af Leó sem er öllu nær Skagafirði svona landfræðilega. Ég vona að heilbrigðisrýr haust verði ekki árvissir viðburðir.
Vissulega eru enn til hetjur á Íslandi sem geta bjargað fólki í nauðum og er það vel, en ætli íbúar undir Eyjafjöllum eigi ekki hrós skilið fyrir þolgæði í garð náttúrunnar.
Ég komst út fyrir landssteinana og heim aftur rétt í tæka tíð án þess að verða ónáðaður af Eyjafjallajökli þó hurð hafi skollið nærri hælum, við brottför og heimkomu. Í því ferðalagi var ég spurður af heima manni hvor mér gengi vel að finna húsnæði þar, sá hinn sami var full viss um að ég væri alkominn, flúinn náttúruöflin ógurlegu. Ég svarði því til að svo væri ekki ég væri ekki að flytja, því að meðaltali þá væru eldgos bara á 5 ára fresti á Íslandi. í þessu sama landi man ég að hafa lesið um jól 2008 að lífskjör væru best í heimi á Íslandi.
Hitti ekki Óla Breckman, þegar ég hugsa um það þá var hann ekki sá eini sem ég hitti ekki á árinu 2010, en eins og sá sem vann en vann þó ekki eftirminnilegustu málaferli ársins skrifaði, allt hefur sinn tíma, við finnumst þegar við finnumst. Fræddist um sérstaka tengingu Sandeyjar og þingræðisstjórnar Konungsríkisins Danmerkur.
Við áramót vil ég óska vinum, vandamönnum og þér sem vafrar um uns að þú sérð þetta gleðilegs nýs árs í von um hamingju og heilsu á nýju ári með ósk um að okkur takist að frelsa framtíðina úr viðjum óvissu augnabliksins, þannig að bjartsýni, stórhugur og atorka geti bætt hag lands og þjóðar.
Vinir og fjölskylda | Breytt 1.1.2011 kl. 01:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2010 | 07:23
Hví?
Hví í ósköpunum eru öll hin yfirteknu fyrirtæki ekki sett á almennan markað og seld þar, eftir því sem þurfa þykir? Slíkt drægi úr tortryggni.
Bankarnir geta talað sig saman um í hvaða röð fyrirtækin yrðu seld og lágmarkað tap sitt af viðskiptum við fyrri eigendur, ef fyrirmæli um opna sölu á hlutabréfamarkaði koma frá löggjafanum. Hægt væri eins að selja 5% af hlutafé í hvert sinn, eða í hverjum mánuði í almennu útboði. með velígrunduðum reglum sem hæfa viðmiðum Samkeppniseftirlitsins.
Setja skilyrði fyrir yfirtöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |