missti ég af myntbreytingu?

Hvaða peningur er með skjaldarmerkinu?
Er það gilt að velja skjaldarmerkið þegar menn varpa hlutkesti?
Þarf ekki að endurtaka hlutkestið vegna formgalla?
Er frásögnin e.t.v röng, valdi Hrafnhildur landvætti?

Spurning hvort Jóhanna verði vakin í nótt og beðin um að velja loðnu eða landvætti, er formaður landskjörstjórnar sér í hvað stefnir við talningu atkvæða úr þjóðaratkvæðagreiðslunni, eða fá forsprakkar Indefence hópsins að velja?


mbl.is Kjörin formaður með hlutkesti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brjótið odda, kyngið stolti, étið hatta - leiðið landsmenn að lausn

Nú þegar mikill vandi steðjar að þjóðarbúinu er mikilvægt að þau sem þjóðin hefur valið til að fara fyrir sínum málum brjóti odda af oflátum sínum, kyngi stoltinu, hámi í sig höfuðföt og starfi saman að lausn vandans. Nær væri að menn einbeittu sér að raunhæfum lausnum heldur en að láta mikið með aukaatriði.

Mikið hefur verið rætt á Alþingi um ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta, sem Tryggingarsjóðnum er ætlað að ráðast í til að standa í skilum samkvæmt margnefndum samningi. Vilja sumir að Alþingi setji fyrirvara við ríkisábyrgðina. Undir samninginn var ritað með fyrirvara um samþykki Alþingis.

Ég fæ ekki séð að það bjargi okkur að ábyrgjast eitthvað sem við getum ekki staðið við. - Þá þarf það að koma fram. Svo er annað sem menn hljóta að setja í forgang er að fá úr því skorið hverjum beri að greiða hvað. - Það þarf að skýrast áður en nokkuð er greitt.

Kapp er best með forsjá, nú sem fyrr.


mbl.is Leið Buchheits ekki fær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður Ísland brætt í tvígang?

Við eigum í vændum lögsókn frá einkaaðilum í Holllandi, vegna Íssparnaðar sem virðist hafa bráðnað og lekið burt, eftir að sparnaðar hugmyndin hafði brætt hjörtu fjármagnseigenda á Bretlandi og í Hollandi, sem vonuðust eftir ríflegri ávöxtun á allt sit fé, ekki frystingu eigna er næmu lágmarkstryggingu.Nú vilja þeir sem áttu fé og lögðu inn á reikning í Landsbankanum fá sitt fé til baka, ef ekki það þá ganga þeir að hverju því sem þeir geta haft héðan með lögsókninni.

Á sama tíma hefur opinbernefnd frá Hollandi og Bretlandi samið við nefnd héðan frá Íslandi, með þeirri niðurstöðu að standi Íslenska ríkið ekki í skilum geti viðsemjendurnir gengið að íslenskum náttúruauðlindum. Það gefur okkur tilefni til að velta ýmsu fyrir okkur og ekki bara samanburðarhugmyndum við Versalasamningana. Þar sem risið er fremur lágt á landanum í dag hafa menn jafnvel nefnt að Íslendingar geti ekki grett af slíku láni þar sem greiðslubyrðin geti verið allt of há.  Það er e.t.v. spurning hvort erlendir einkaaðilar hafi af Íslandi allt sem er steini léttara og opinberir aðilar gangi að stokkum og steinum og hverju því sem þeim gæti þótt verðmætt úr íslenskri náttúru. Greiðslurnar eru sagðar verða allt of hátt hlutfall af landsframleiðslu, þjóðartekjum, opinberum útgjöldum eða hverri þeirri viðmiðun sem menn hafa nefnt til að gerlegt sé að standa í skilum spyr maður hvernig málum verði skipað í framtíðinni:

Verða hinna íslensku háutinda,
hollenskra vega, örlög, slit að binda?
Munu Bretar trollin þorskum með belgja
brátt innan 12 mílna og ýsur svelgja?

Eða er engin hætt á því að hvorttveggja gerist einkaaðilar bræði af okkur allt lýsið og hið opinbera í hollandi bræði jöklana?   Einkaaðilar hafi af okkur lausa fé og hið opinbera hirði fasteignirnar eða hvað?


mbl.is Undirbúa lögsókn gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna, Castro og Obama með boðskap

Ég veit ekki hvort einhver bylgja af Ís-sparnaðar-spaugi (Æseif-bröndurum) eigi eftir að fara um landið, en þennan heyrði ég nýlega....

Guð kallaði Barack Obama, Raul Castro og Jóhönnu Sigurðardóttur til fundar hvar Guð greindi frá ákvörðun sinni og sagði þeim að gera þjóðum sínum viðvart því heimendir yrði degi síðar.

Obama ávarpaði þjóð sína með beinni útsendingu á öllum kapal sjónvarpsstöðvum sem brugðust við boðinu og sagði:
Mínir heitt elskuðu borgarar ég er með góða frétt og slæma frétt.
Góða fréttin er sú að Guð er til, hann er miskunnsamur og gerir vart greinar mun á ríkum, fátækum eða skuldsettum, en slæma fréttin er sú að  við munum því miður ekki ná síðasta hermanninum heim úr Írak né ná að fá endurgreidd framlög hins opinbera til bjargar ameríska draumnum þar sem Guð er hættur að blessa okkur því heimurinn endar á morgun.

Raul Castro ávarpaði verkamenn á Byltingatorginu í Havana og sagði:
Félagar ég er með tvær slæmar fréttir.
Guð er til þvert á kenningar sanntrúaðra sósíalista ég hef séð hann sjálfur, trúið þið mér. Hin slæma fréttin er sú að byltingin okkar fær ekki staðið að eilífu, henni líkur á morgun eins og allri veröldinni og því snýr Fidel bróðir minn því miður ekki aftur til valda.

Jóhanna Sigurðardóttir boðaði til blaðamannafundar í Norrænahúsinu og sagði:
Kæru þegnar ég hef tvær góðar fréttir að færa ykkur, og segið svo bara að allar fréttir séu slæmar nú þegar verkstjórnin okkar leiðir land og þjóð.
Fyrri fréttin er sú að Íslendingar eru í fremstu röð, á himni sem jörð því mér var boðið til sama fundar hjá Guði og forseta bandaríkjanna og Kúbuleiðtoga sem sýnir að við erum ekki á kúpunni, og við mig var talað á íslensku því er ég vel til þess fallin að leiða ykkur til mjúkrar lendingar og hin góða fréttin er að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af greiðslubyrgði vegna Icesave.


mbl.is Ögmundur ekki ákveðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaldur klaki?

Vonandi verður Ísland ekki á köldum klaka í fjögur ár vegna vanhugsaðra yfirlýsinga í stjórnarsáttmála. Það væri synd er atvinnulífið myndi festast í sjálfheldu vegna áforma stjórnmálamanna um upptöku veiðiheimilda. Það er einkennilegt að það dugi ekki að skipta upp veiðiheimildum þeirra útgerða sem siglt hafa of djarft á lausafjármiðum fyrri tíma ef þessi dæmi eru einhver um tæknileg þrot útgerða, þannig að bankarnir taki yfir viðkomandi útgerðir. Það er ankanalegt að þeir sem hafa farið með löndum og siglt hafa varlega á lausafjármiðum íka á hættu að missa veiðiheimildir, sem gerir fjármögnun alls atvinnurekstrar erfiðari. Það eitt að slík aðferð sé orðuð í stjórnarsáttmála getur haft neikvæð áhrif á atvinnulífið, Atvinnulífið má ekki falla eins og spilaborg og ekki dugir að festa atvinnulífið niður með tjaldhælum, Atvinnulífið þarf öryggi um að ytriaðstæður þess, lagaumhverfi breytist ekki í sífellu, Atvinnulífið þarf festu svo það geti starfað eðlilega í þvi árferði sem nú er. Nóg rót er nú samt í samfélaginu.
mbl.is Lýsa vilja til að endurskoða fiskveiðistjórnunarlögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að vilja vel

Senn geng ég að kjörborðinu. Ég geng til kosninga með það í huga að ég vil þjóðinni vel. Ég er minnugur þess að hér höfum við haft lýðræðislegt stjórnarfar. Hér höfum við viðhaft lýðræði, hér er lýðræði og hér verður vonandi lýðræði. Nú er hingað komnir eftirlitsmenn, vonandi sjá þeir sem við vitum að hér sé lýðræði og litlar ástæður til þess að hafa áhyggjur af þróun mála. Til allrar hamingju var ekki ráðist í það að breyta kosningalögjöfinni eftir að utankjörfundar atkvæðagreiðsla var hafin.

Ég vil þjóðinni vel. Ég vil varðveita og tryggja sjálfstæði og frelsi Íslands, standa vörð um tungu, bokmenntir og annan menningararf Íslendinga. Treysta lýðræði og þingræði. Vinna að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og athafnafrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum. Beita nútíma þekkingu og tækni, svo að auðlindir landsins verði hagnýttar í þágu þjóðarinnar. Skapa öllum landsmönnum félagslegt öryggi.

Ég vil þjóðinni vel. Ég styð Sjálfstæðisflokkinn.


mbl.is ÖSE í öllum kjördæmum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hverslags saga verður okkar saga?

ISPRSorgarsaga, lygasaga, sönn saga, spennusaga, skáldsaga, raunarsaga .... eða hvað?
Hvort er sannleikurinn lygilegri en lygin eða lygin sennilegri en það sem er satt og rétt?
Fyrir nærri tveimur árþúsundum áttu svik sér stað um þetta leiti árs, skv. bók bókanna.
Þegar ávöxtun á verðbréfamarkaði dregst saman hafa sumir reynt að krækja sér í hrávöru. Góðmálmar eru gjarnan flokkaðir með hrávöru, í það minnsta áður en fagfólk hefur meðhöndlað þá.

Meðan Geir Hallgrímsson var ennþá formaður Sjálfstæðisflokksins, gáfu Örn og Örlygur út framtíðarskáldsögu sem hét Bræður munu berjast, eftir Rónald Símonarson. Mig minnir að ég hafi séð þá bók um það leiti sem sagan átti að eiga sér stað. Í bókinni mátti finna hressilega lýsingu á því sem ég hef talið vera óraunhæft, fram að þessu. Ekki hef ég orðið var við ljósblik hækkandi menningar að undanförnu. Verða bara farnar skrúðgöngur 1. maí?
---
Kristur var krossfestur, ekki hengdur þó ýmsir kunni að kyrja í kór við kímna menntastefnu Eiríks Haukssonar.


í dag, á morgun og á hinn daginn...

Þannig að þjóðina hressi
þá er krónan fest í sessi
svo menn ei um evru messi
margoft í sérhverju versi

Við þurfum að nota þau tæki sem við höfum, í stað þess að tala um að við gætum notað þau. Menn vita það að hvorki verði versla með páskaegg né jólagjafir næstu ár á Íslandi í annarri mynt en hinni íslensku.


mbl.is Evra ekki í sjónmáli næstu ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áminning

Fyrir um áratug síðan stefndi allt í óvissu í kringum mig, er ljóst var að nafn mitt var ekki meðalstuðningsmanna oddvita hins góða framboðs í viðhafnarútgáfu málgagnsins. Þá flaug mér í hug að kaupa smáauglýsingu í dagblöðunum á kjördag til að minna alla þá sem gátu verið lesendur hins staðbundna málgagns á stuðning minn við leiðtogann. Til þess kom þó ekki því sambærileg auglýsing með mínu nafni var birt kjósendum nær kjördeigi. Þá, eins og nú fylgdist ég með málum víðar en bara í því kjördæmi sem ég kaus. Þá eins og nú tók Jens Garðar þátt í prófkjöri sem ég gat ekki kosið í. 

Ég vil leggja mitt af mörkum, ef þetta mitt er þá eitthvað, áður en það er of seint, og minna ættingja mína, vini mína og aðra kunningja á að ég styð Jens Garðar Helgason. Væri ég búsettur í Naustrinu - Norðausturkjördæmi - kysi ég Jens Garðar í prófkjöri.


Árétting

Ég vil ítreka það að ég vil þjóðinni vel. Þjóðin þarf lausnir sem hentar Íslendingum, ekki Hollendingum. Menn þurfa að tryggja það að til sé matur áður en boðið verður til veislu. Hin friðelskandi þjóð hefur ekki lagt fyrir sig byltingaslóð. Vanda þarf verk við gerð vegvísis til framtíðarinnar. Til að viðhalda virðingu gagnvart Alþingi þarf að velja þangað hæft fólk sem leyst getur mikilvæg og oft á tíðum vandasöm verkefni. Alþingi setur lög, þ.m.t. grundvallarlög ríkisins. Vilji menn afgreiða efnahagsvandann áður en veturinn er á enda getur næsta þing fengist við allsherjar stjórnbótarstagl. Hvort sem töfralausnir núverandi ríkisstjórnar bæti allt og bjargi öllu, eður ei, er rétt að taka það fram að Valdimar Agnar á erindi á Alþingi.


mbl.is Fréttaskýring: Slagurinn í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband