Þingflokkur Fólkaflokksins

Það voru víst 25 örlaga rík atkvæði sem Miðflokkurinn fékk sem varð til þess að þeir fengu 3 þingmanninn.
Fólkaflokks þingmennirnir eru:

1Jacob Vestergaard869
2Jørgen Niclasen618
3Anfinn Kallsberg549
4Annika Olsen521
5Jákup Mikkelsen436
6Jógvan á Lakjuni417
7Poul Michelsen341

Fólkaflokkurinn fékk 6233 atkvæði. Óli var 30 atkvæðum frá Poul, Bjarni fékk 6 atkvæðum fleira en Óli.


Stóru fréttirnar

Stóru fréttirnar eru þær að litlu flokkarnir hafa vaxið. 

Fólkaflokkurinn nýtur stuðnings fimmtungs Færeyinga. Jafnaðarmenn Jóhannesar hafa þurft að horfa á eftir einu þingsæti. Mið- og Sjálfsstýrisflokkar bættu við sig hvor um sig einu þingsæti. Stjórnin heldur meirihluta sínum þrátt fyrir minna fylgi. Sambandsflokkurinn  missti mest fylgi. Verið er að þylja upp hvað hver frambjóðandi fékk mörg atkvæði í Höfuðsstaðnum. Búið er greina frá Fólkaflokknum. Annfinn heyrðist mér að hefði fengið 54 atkvæði í Tórshavn. Tjóðveldismennirnir fengu ekki fleiri þingsæti. Fólkaflokkurinn hélt sínum þingsætum.


Lögþingskosningarnar 2008

Glöð á GlitniÍ dag er líka kosið utan Nevadaeyðimerkurinnar.
Í dag er kosið í Færeyjum. Ferðaklúbbur Eyverja leggur Fólkaflokknum lið . Á myndinni má þekkja  Fólkaflokksfýrinn Sverri og Fólkaflokksfljóðið Bjørk Olsen og sjálfstæðismanninn Bjarka. Skapti tók myndina á Glitni nú fyrir skemmstu, en þar horfa ungir stuðningsmenn Fólkaflokksins á útsendinguna úr Norðurlandahúsinu.

Mikil óvissa er um hverjir Fólkaflokksmanna í Höfuðsstaðnum nái kjöri. Staða Óla, Bjarna og Páls er óviss. Ráðherrann sem tók pokann sinn fyrir skemmstu fékk fyrna gott val víðar en bara í Suðurey. Fram að þessu hefur hann fengið fleiri atkvæði en Lögmaðurinn sjálfur, sem vék honum. Kennaraskólakennarinn Annika virðist vera að nálgast þingsæti. Beðið er eftir tölum í Klakksvík.

Flokkaflakkarar hafa sést í kastljósi fjölmiðla. Tvennt kann að hafa verið kjörið á þing fyrir nýjan flokk.


Sjálfsögð krafa

Nú er ráð að nota tækifærið, úr því fyrirtæki og eignarhaldsfélag ætla að leggja kostnað í það að sigla skipum milli Danmerkur og Íslands og leggja streng, kaðal eins og það er kallað í Færeyjum. Nú er ráð að forða því að skipin sigli sói dýrmætu tækifæri sem óvíst er með öllu að gefist aftur í bráð. Nú er ráð að nota hugvitið heldur betur. Nú er upplagt að menn leggi saman sýna krafta og kynngimagnaða kosti sem ættu að leynast í stöðunni.
Það er fyrir öllu að það sem lagt verður eftir hafsbotninum úreldist ekki of fljótt, verði ekki úrelt áður en varir. Notagildið verður að vera tryggt, annars er ávinningurinn af framkvæmdinni helst til lítill, ef nokkur. Afkasta getan verður að vera sem mest, eins mikil og mögulegt er, annars þarf áður en við vitum að leggja annan streng við hliðina á þessum, rétt eins og nú er rætt um að grafa göng til hliðar við þau sem grafin voru fyrir lok síðustu aldar milli Hvalfjarðarstranda. Slíkt myndi takmarka togveiðar og atvinnurétt manna til togveiða í framtíðinni ennþá meira en orðið er.
Nú verða menn að gæta að sér og breyta rétt, láta framsýnina ráða för, tryggja verður að leiðarinn sem lagður til að tengja Evrópu við víðerni Íslands verði vel akfær, og í því sambandi þarf að sjá til þess að akstursstefnurnar verði aðskildar svo öryggi vegfarenda verði sem mest.

mbl.is Samið um lagningu nýs sæstrengs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt nýtt ár

Nú þegar hefur nýtt ár gengið í garð í fjölmennustu ríkjum heims, sé miðað við vort tímatal, og eins lýðræðislegur og ég nú er, fagna ég nýju ári. Rottan mætir okkur á nýju ári. Gleðilegt nýtt ár. Kærar þakkir fyrir kunningsskapinn fram að þessu.

Flogið á vit ævintýranna....

Nú þegar nóvember er hafinn og nýtt ævintýri, nýtt líf, þá þykir mér við hæfi að benda á eftirfarandi. Hér má sjá hvernig æskilegt er að bera sig að ef ætlunin er að halda út í heim:
og í framhaldi af því

Svo óskar maður bara sem minnstrar ókyrrðar í lofti.

Íslenska fyrir okkur hin

Það er merkilega hröð atburðarrásin, eða e.t.v. er það ég sem er hvorki ungur né ör. Áður en mér hefur náðarsamlegast gefist færi á því að opna gagnvarpið og skilja eftir mig þar vegsummerki, sem eru viðeigandi þeim tíðaranda sem okkur umlykur, er fárið með einu orði blásið út í gráðið. Mér þykir samt vert að benda á góðan boðskap þó seint sé. Betra er jú seint en aldrei. Reykvíkingar hafa svarað þeim hugmyndum um að auka veg enskrar tungu hér á landi, án þess þó að svara beint. Við vitum hvað sagt er. 

Í Alaska var ritað:

Íslenzka og enska eru af sömu rótum runnar; og þó enskan sé mannsterkari nú, þá höfum vér hvergi lesið það drottins lögmál, að hún skuli svo verða að eilífu. Og, ef svo mættí um tungur segja, þá hefir sú fagra íslenzka mær meira siðferðislegt afl, en in enska portkona, er lagt hefir lag sitt við allar skrælingja- og skrípa-tungur þessa heims.

----

Er það fumlaust, faglegt og lýðræðislegt að segja í friði af ábyrgð að; seta einhvers einhversstaðar hafi verið gerð tortryggileg?
Eiga stjórnmálamenn að leiða eða vera leiddir við stjórnun mála? Eiga stjórnmálamenn að leiða mál til lykta eða leita leiða til að leiðast? Eiga stjórnmálamenn að leiða hvern leiðangur eða eiga stjórnmálamenn að fylgja hverjum þeim leiðangri á leiðarenda sem þeir eru áhugasamir um?


Nú er lag

Hví í ósköpunum stökka stjórnendur Norðurorku ekki fram á sviðið í útrásaræðinu. Hví í ósköpunum eftirláta þeir sunnanmönnum alla athyglina, alla umræðuna. Í markaðsfræði er sagt að illt umtal sé betra en ekkert. Hve langt eru Hitaveita Suðurnesja, Orkuveita Reykjavíkur, GGE og REI komin fram úr Norðurorku. Hvað um Landsnet og Skagafjarðaveitur hví sitja stjórnendur þar á bæ hjá. Er það vegna þess að óefnislegar eignir eru ekki í hendi? Æðið er æðislegt. Hví vilja mennirnir ekki dansa með í kringum gullkálfinn.

Nú gætu Norðurorka, Samherji, Brim hf. og Góðviljaðir fjárfestar s.s. Magnús Þorsteinsson, Jóhannes Jónsson, Baldur Guðnason, Arngrímur Jóhansson auk velvalinna sveitarfélaga ruðst fram á sviðið ratað brautina sem verið er að ryðja og hjálpað til við ruðninginn með stofnun North Power Purchase. NPP gæti sennilega borað sér djúpt inn á milli REI og GGE í austurvegi.  

Með alsherjar sameiningu GGE, REI, NPP og Enex mætti td. stofna  GREINPENGEXPE og þá þyrftu sveitarfélögin tæpast að velkjast í vafa með lögbundna lágmarksþjónustu gagnvart íbúum sínum.


í góðum málum....

Ég heyrði í dag í manni, með mönnum, á meðal fólks sem tókst á við hið nýja tungutak þjóðar Sigurjóns Þ. Árnasonar:

Allright, Moodys triple-A project, still arround, no matter what.
Ellegar:
Allt í lagi, hæsta lánshæfismat hjá tilgreindri Fjárfestaþjónustu, verkefni, enn til staðar, hvað sem á dynur.

Viðkomandi er í góðum málum, hvort sem er á ísl-eða-ensku. 

 


bein lína

Menn sem líta á verkefni í samgöngumálum sem bætur, þurfa opna augun. Vissulega eru holufyllingar mikilvægur þáttur í viðhaldi vega, en fyrst og fremst þarf að mæta aukinni umferð með stórtækum framkvæmdum.

Tvöföldun suðurlandsvegar er í því ljósi smámál, hvenær svo sem þeirri framkvæmd kemur til með að ljúka. Við þurfum, til framtíðar, að tvöfalda í það minnsta hringveg og fjölförnustu stofnvegi, ef ekki bara alla stofnvegi, með aðskildum akstursstefnum. Ef stefnan verður áfram sett á það að taka á móti einni milljón ferðamanna á ári, væri æskilegt að ferðamenn líkt og heimamenn geti komist klakklaust á milli staða. Eftir 50 ár munu Íslendingar varla sætta sig við þá vegi sem við nú höfum. Betra er að byrgja brunninn áður en barnið dettur. Mikið hefur verið gert, en það er margt sem bíður. Það sem í eina tíð var mikil samgöngubót getur reynst farartálmi að nokkrum tíma liðnum. Þó má nýta flest til framtíðar.

Hægt væri að nota þau tækifæri sem núverandi framkvæmdir bjóða uppá. Nú þegar er unnið að finna fjölförnum vegum betra vegarstæði. Með nýrri vegarlagningu er beygjum hvar hættulegt getur verið að mæta bíl sumstaðar sleppt á öðrum stöðum er komið á fót nýrri leið framhjá einbreiðri brú. 

Nú má koma til móts við þörfina um tvöföldun í þjóðveganna þar sem framkvæmdum við nýja slóð er nýlega lokið eða þá þar sem þær standa enn yfir með því að nota gamla veginn fyrir umferð í aðra áttina en og nota þá nýja veginn fyrir umferð í gagnstæða átt. Vissulega eru einbreiðar brýr ekki jafn þægilegar yfirferðar og tvíbreiðar brýr. En það yrði varla eins hættulegt að aka vestur gamlaveginn í Norðurárdal í Skagafirði ef öll umferð inn dalinn til austurs og upp á Öxnadalsheiði lægi um nýja veginn sem liggur neðar/sunnan við gamla veginn. Vissulega þyrftu vegfarendur að gæta að akstri sínum vegna þess að enn eru brýrnar einbreiðar, þó væri ekki sama hætta á árekstri á eða við brýrnar atarna þar sem umferðin upp á Öxnadalsheiðina lægi neðar. Svipuðum vinnubrögðum mætti e.t.v. beita víðar þar sem ný vegarlagni er ekki svo fjarri hinum gamla og slitna vegi. Samgönguráðherra, sem væri annt um landsbyggðina, gæti séð sér táknrænan leik á borði með því að leggja nýjar og beinar brautir hringvegarins sunnan við núerandi hlykkjóttan veg.


mbl.is Suðurlandsvegur verður tvöfaldaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband