Afbakstur Frjálslyndra

Frambjóðandi Frjálslyndaflokksins hefur nú farið um héruð og fundað með boðskap sem er í líkingu við stjórnarstefnu Kambódíu meðan Íslendingar voru að átta sig á því hvernig bæri að stýra hinni stóru nýfengnu efnahagslögsögu. Því þó vægt sé til orða tekið má segja að Sigurjóni sé í nöp við þá fræðinga sem starfa á Hafransóknastofnuninni. Í sjálfu sér boðaði hann ekki blóðuga menningarbyltingu í anda Maós formans, hins vegar talaði hann fyrir því að skipta út þeim fræðingum sem nú starfa. Þá gefur Sigurjón lítið fyrir þá STAÐREYND að úthluta dögum á skip felur í sér litlu minni skömmtun en að úthluta kílóum á skip. Eins þykir Sigurjóni lítið til þess þankagangs koma sem veltir hugmyndum upp á þá leið að meiri veið sé vel möguleg með aflamark ekkert síður en sóknarmarki. Eina sem til þurfi að koma sé vísindaleg vissa fyrir veiðiþoli stofns eða stofna. Vilji þeir sem stýri Sjávarútvegsmálum á Íslandsmiðum ganga nær stofnum en gert er má gera slíkt með úthlutun meiri aflahemilda, óþarfi er að kollbylta fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þegar Sigurjón talar um Útflutningsverðmæti verður Sigurjón að hafa hugfast gengisþróun krónunnar. Það borgar enginn banki 100 krónur eða meira fyrir einn Dollara í dag.

Áróður Sigurjóns og félaga hans er ekki í ýkjamiklum tengslum við raunveruleikann. Í raun og veru skiptir mestu máli að menn veiði fisk, verki fisk og selji fisk. Íslenskur sjávarútvegur glímir við samkeppni á mörkuðum; vöruþróun og aukin nýting er það sem skiptir máli í íslenskum sjávarútvegi til framtíðar. Stagl um ef og hefði skilar ekki aukningu útflutningsverðmætis.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband