Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006
29.11.2006 | 23:49
Dugar þessi lækkun
Næsta skref verður væntanlega að lækka annan virðisauka skatt en þann sem verður lækkaður í mars.
Hvað sem metingi milli okkar og Norðmanna líður þá verður sennilega lífvænlegra að búa á Íslandi í mars en febrúar. Ég treysti íslenskum kaupmönnum.
![]() |
Frumvarp um lækkun virðisaukaskatts á matvörum lagt fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.11.2006 | 16:40
Mun
![]() |
Forseti Írans hvetur Bandaríkjamenn til að yfirgefa Írak |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.11.2006 | 15:38
Frábært framtak
---
Annað og fréttinni reyndar nookuð fjarskylt, á hve mörgum opinberum tungumálum aðildarríkja Evrópusambandsins hafa einhverjar Íslendingasögur verið þýddar? Árið 2001 fann ég enga Íslendingasögu á spænsku og ekki heldur árið 2003, hefur ástandið breyst?
![]() |
Skólaorðabók gefin út til að auðvelda Pólverjum íslenskunám |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.11.2006 | 13:49
Hvaða hvaða
Eða voru fyrstu ellefu mánuðirnir kannski meira en nóg fyrir Þorstein, Hugleik, Margréti, Ara Úlf og Reyni?
Ég vona að ég geti séð skaupið þetta árið. Það var fár þetta ár eins og önnur ár. Spaugstofan getur markað sér sérstöðu með einokun á grínmarkaði desembermánaðar, það hlýtur að gera gæfumuninn fyrir milliuppgjör Grín Group ohf. eða hvað?
![]() |
Tökum á Áramótaskaupinu lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2006 | 12:08
Þola
.... Samfylkingarmenn þessa bið? Einn mánuð í viðbót? Kristján Þór sagði í samtali á Stöð 2 eða var það á Nýju Frétta Stofunni að samfylkingarmenn væru óþreyjufullir, biðu kannski í ofvæni eftir því að Kristján Þór stigi upp úr bæjarstjórastóli.
Ætli Kristján Þór ætli sér að æfa sig á forsetastóli í bæjarstjórn, fyrir hugsanlega setu á forsetastóli Alþingis?
![]() |
Sigrún Björk verður bæjarstjóri á Akureyri í byrjun næsta árs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.11.2006 | 09:09
Meira svona
---
Aftur að prófkjörinu.
Sigurjón Benediktsson kom með þarfa ábendingu um kostnað við prófkjör sem ég tek heilshugar undir. Hver frambjóðandi í prófkjöri flokks, getur notað helming þeirra fjárframlaga sem stuðningsmenn hans veita honum til þess að koma sjálfum sér á framfæri, hinn helminginn leggur frambjóðandinn í sameiginlegan sjóð flokksins til kostunar kosningabaráttu flokksins, þar með þarf hið opinbera lítið að leggja af mörkum. Ef menn safna ekki fjárframlögum frá stuðningsmönnum til kostunar egin kynningar, þá greiði hver eftir sem áður jafn mikið í sjóð síns flokks og hinn sami myndi greiða fyrir eigin kynningu. - (viðbót: Það er varla við hæfi að kalla Sigurjón mínípilsamann, úr því að seta hans á salerni dugði ekki fyrir hann til að hljóta náð fyrir augum stuttpilsadeildarinnar.)
---
Hvort heldur sem er, að Steinþór Þorsteinsson varaformaður félags stúdenta við Háskólann á Akureyri hafi gengið í sjálfstæðisflokkinn um leið og hann hafði aldur til, ellegar hafi hann einungis gengið í flokkinnum það leiti sem hann hóf nám sitt við Háskólann á Akureyri það gildir einu. Augljóst má telja að sköpum hafi skipt að stjórnir félaga ungra sjálfstæðismanna á Akureyri hafi haft stjórn á gangi mála að þessu sinni, allt frá því að ályktun þeirra var samþykkt á kjördæmisþingi flokksins. Það er vel.
Það er ljóst að Steinþór naut góðs af því samstarfi félaga ungra sjálfstæðismanna að einungis einn úr félögum ungra sjálfstæðismanna bauð sig fram í prófkjörinu að þessu sinni. Þeim sem er annt um framgang ungs fólks innan flokksins hlýtur að vera ljós sú breyting til batnaðar sem samstarfið er. Í það minnsta voru ekki fjórir stjórnarmenn og einn fyrrum formaður að bítast um sömu atkvæðin, sem utanaðkomandi ungliði gerði og tilkall til. Jafnframt er erfitt fyrir flesta að segja að ÁRATUGAstarfi Björns, Sigurjóns og Kristins hafi verið hafnað, nema kannski yfirritsstjóra Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, ef hann vill vera samkvæmur sjálfum sér. Eina niðurstaðan fyrir áðurnefndan yfirritsstjóra sem hefði ekki haft höfnun á starfi frambjóðanda í þágu flokksins hefði verið sú að Björn Jónasson myndi leiða listann. Samt sem áður er líklegt að sumir hafi viljað sjá Sigríði Ingvarsdóttur setjast á nýjan leik á þing og því kosið hana fremur en Björn, hver veit?
---
Hægrimaður úr Höfðakaupsstað var ófáanlegur til að skrifa stafkrók um stefnuna góðu í Hægrisíðuna forðum af ótta við að orð hans myndu elta hann uppi þegar fram í sækti.
---
Frambjóðandi Benediktsson lét í ljós þá staðreynd sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú opinberað að frambjóðandi Pétursson hafi hlotið fleiri atkvæði en Benediktsson. Samt sem áður er frambjóðandi Pétursson með heimilisfesti í fámennara og smærra sveitarfélagi en frambjóðandi Benediktsson.
Í því sambandi má spyrja er málefnalegt að kjósa eftir búsetu?
Er málefnalegt að kjósa sveitunga sína og ætla íbúum annarra sveitarfélaga að kjósa íbúa sinna sveitarfélaga?
Til hvers þarf þá prófkjör ef hægt væri að raða á lista eftir búsetu.
Akureyri
Fjarðarbyggð
Norðurþing
Fljótsdalshérað
Fjallabyggð
Ef fleiri en einn byði sig fram í hverju sveitarfélagi þá myndi hlutkesti ráða ástlausasti frambjóðandinn myndi að öllum líkindum hreppa hnossið. Slíkt væri einfalt fyrir Kjörnefnd sem ber að gera tillögu að þeir fimm skipi efstu sætin á framboðslista Sálfstæðisflokksins, eða hvað?
---
Nei hugmynd Sigurjóns er betri, menn auglýsi eins mikið og þeir vilja en styrki sinn flokk um jafnháa fjárupphæð og prófkjörsþáttakan myndi kosta.
---
Annars þykir mér leitt að ritstjóri Íslendings geti ekki birt sambærilegar upplýsingar á vefnum og birst hafa á vef flokksins um niðurstöður í öðrum prófkjörum flokksins.
---
Vegna míns fyrra blaðurs þykir mér vert að spyrja frú Þorgerði hvort Grímseyingar séu fullsæmdir af niðurstöðu prófkjörsins.
![]() |
Síminn eflir GSM samband sitt á Norðurlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2006 | 06:14
"hafa kommúnistar [...] boðið Framsóknarflokknum upp á samvinnu"
Hannibal sat í ríkisstjórn til Þorláksmessu að vetri 1958, án þess að það sé höfuðatriði, því voru í það minnsta tvö ár liðin fá því að Hannibal var veitt lausn uns heimildin var veitt, ekki eitt og hálft. Hann settist svo aftur í ríkisstjórn á Bastillu daginn 1971 eða um áratug eftir að heimildin var veitt.
---
Hvað með Finnboga Rút, mátti hlera hans síma?
---
Miðað við sagnfræðilegu uppljóstrunina á árinu, hve margir menn hafa enn ekki verið nafngreindir?
---
Fyrirsögnin er gripin úr forustugrein Morgunblaðsins 7. desember 1961
![]() |
Heimild veitt til að hlera síma Hannibals Valdimarssonar árið 1961 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.11.2006 | 10:18
af draumum og inngripum
Fyrst endurtek ég mitt fyrra blaður hér, prófkjörið var glæsilegt. Flokksbundnum Sjálfstæðismönnum fjölgaði um 800.
Til hamingju Guðmundur Skarphéðinsson með glæsilegt prófkjör
Til hamingju Kristján Þór Júlíusson með að ná markmiði þínu, 1. sætinu.
Til hamingju Arnbjörg, Þorvaldur, Sigríður og Steinþór með bindandi kosningu.
Til hamingju Anna Þóra með stærsta prófkjör ársins í naustrinu.
Ég vonast til að kynnast "nýliðunum" Ólöfu og Steinþóri á vori komanda.
-
Ég velti því fyrir mér í ljósi ummæla keppinautanna á síðasta landsfundi um varaformannsstól
hefði listinn
Arnbjörg
Kristjan
Ólöf
Þorvaldur
Sigríður
Steinþór
ekki verið drauma uppstilling að mati varaformanns Sjálfstæðisflokksins (eða þeirra sem voru í kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins á Akureyri þegar fyrsta fléttulista Sjálfstæðisflokksins var stillt upp árið 2002) með tilliti til kynferðis
eða
Arnbjörg
Kristján
Sigríður
Þorvaldur
Ólöf
Sigurjón
með tilliti til kynferðis og landshluta
---
En óheppilegt inngrip leiddi til draumaniðurstöðu...
Hvaða skilaboð var varaformaðurinn að senda þeim þremenningum:
Kristni Péturssyni, Sigurjóni Benediktssyni og Birni Jónssyni?
---
Ég sá athyglisverða grein eftir Pál Bergþórsson í mogganum um helgina, á þess að ég geti sagt nokkru um endanlega röðun listans ef reglur hlutfallskosninga giltu líka í prófkjörum.
![]() |
Niðurstaða prófkjörsins er draumauppstilling" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.11.2006 | 03:52
Spennan magnast!
![]() |
3.032 greiddu atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.11.2006 | 11:58
Tíðindi í tæknilegum heimi
Jens Sigurðsson, hvern mig rekur ekki minni til að ég hafi hitt, benti á skáldið Styrmi Gunnarsson fyrir nokkru. Í dag sá ég þetta ljóð eftir Styrmi á forsíðu Moggans, í samræmi við annað, getur skáldið ekki kallað ljóðið: Tíðindi í tæknilegum heimi ? Það er í það minnsta ljóst Styrmir hefur haft gott af samstarfinu við Matthías á ritstjórnarskrifstofunni. Nema ljóðskáldið hafi alltaf blundað í Styrmi og sé að brjótast út núna, hver veit? Það verður gaman að sjá hvað hann færir okkur í framtíðinni.
![]() |
Google lögsótt fyrir brot á höfundarrétti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)