Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Ja, hérna, hér!

Sjálfstæðismönnum tókst að tryggja sér fyrsta þingsæti allra kjördæma. Sjálfstæðismenn náðu í 796 fleiri atkvæði en framsókn í Norðausturkjördæmi. Vonandi verður það grunnur vor undir framtíðahöll frelsis og framfara.

Ég óska nýjum þingmönnum til hamingju með sæti sín einkum og sér í lagi nýjum þingmönnum í norðausturkjördæmi. Nú þarf maður að finna sér tíma og horfa á kosningasjónvarp beggja sjónvarpsstöðva á netinu, til að skjalfesta sveiflurnar sem urðu í talningu. Ég held að fimm fyrrum formenn SUS hafi verið kjörnir til setu á Alþingi í gær.

Menn sögðu að skoðanakannanirnar hefðu verið of bjartsýnar því hafi menn verið of værukærir.
Miðað við vísbendinguna sem könnunin á föstudag gaf þá bættu Framsóknarmenn 1,4%-stig við sig, voru vanmetnir. Sjálfstæðismenn voru ofmetnir um 1,8%-stig. Frjálslyndir voru vanmetnir um 1,3%-stig. Íslandshreyfingin var vanmetin um 1,4%-stig eða um 42% af heildarfylgi framboðsins. Samfylkingin fékk 1stigi meira en samandregnar raðkannanirnar. Vinstrihreyfingin grænt framboð var ofmetin um 3,3% stig í samanlögðum raðkönnunum síðustu viku.

Ef litið er á samandregnar raðkannanir síðustu viku , þá tapaði Sjálfstæðisflokkurinn 2,3%-stigum. Framsókn bætti við sig 0,7%-stigum. Samfylking bætti við sig 1,2%-stigum. VG tapaði 1,7%-stigi. Íslandshreyfingin bætti við sig 1,1%-stigi. Frjálslyndir bættu við sig 1% stigi.

Ef eitthvað er hæft í því að Íslandshreyfingin hafi verið framboð hægri grænna og að Íslandshreyfingin hafi fyrst og fremst tekið fylgi af Sjálfstæðisflokknum, má leika sér þannig að leggja fylgi Íslandshreyfingarinnar og Sjálfstæðisflokks saman og fá þá:

  • Framsókn með 7 þingmenn
  • Sjálfstæðisflokkur með 27 þingmenn
  • Frjálslyndir með 4 þingmenn
  • Samfylking með 17 þingmenn
  • Vinstri grænt með 9 þingmenn

Þannig að framboð Íslandshreyfingarinnar styrkti Samfylkingu um 1 þingsæti í Reykjavík nyrðri, þ.e. Sigríður Andersen sæti á þingi en ekki Ellert B. Schram.
Nú fer maður að leita sér að húsnæði. Það var snúnara að en að opna blávatns-flösku að útskýra á japönsku gang mála milli eitt og hálf sex í morgun. Það hefði líka verið flókið að reyna slíkt á færeysku. Ég hef í það minnsta von í brjósti um að árangursríkt verði að rifja upp íslenskuna, að ég þurfi ekki að reyna að muna tungu mál sem ég hef þegar lært eða notað, eða læra nýtt.


mbl.is Ríkisstjórnin hélt velli með minnsta mun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sama staða og '42?

Nú er spurning hvort í norðaustur kjördæmi komi upp svipaðar atkvæða tölur og fyrir 65 árum, en eins og menn muna kannski að þá var framsóknarflokkurinn með um 2500 fleiri atkvæði frá Siglufirði til og með Suður Múlasýslu en Sjálfstæðisflokkurinn.

Reyndar vita þeir sem vilja vita að á því svæði sem nú er Norðausturkjördæmi nutu Framsóknarmenn meira fylgis en Sjálfstæðismenn. Ef borin eru saman atkvæði greidd þessum flokkum í Norðurlandskjördæmi eystra og á Austurlandi, er vert að geta þess annmarka á samanburðinum að atkvæði féllu ekki og falla ekki á sama veg í Austur Skaftafellssýslu og á Siglufirði. Engu að síður, þá voru framsóknarmenn að meðaltali með um 2877 fleiri atkvæði en Sjálfstæðismenn. Mest fylgis, miðað við Sjálfstæðismenn nutu framsóknarmenn 1979 þegar munurinn var 4700 atkvæði. Á tímum viðreisnarinnar höfðu framsóknarmenn ríflega 3000 fleiri atkvæði á svæðinu en Sjálfstæðismenn. Minnstu munaði 1999 þegar Framsóknarmenn hlutu 763 fleiri atkvæði en Sjálfstæðismenn. Fyrir fjórum árum var munurinn innan við meðaltal áranna 1959-1999 eða 2178 atkvæði.

Sjálfstæðismenn þurfa að sækja fram til móts við nýja tíma.


málið um álið

Málæði um ál hefur gengið yfir landið. Einhver stakk upp á því að stofna ætti álminjasafn í Hafnarfirði. Þar sem dæmið um það hvernig gaflarar urðu Hafnfirðingar - Þeir stóðu, e.t.v. atvinnulausir, útundir gafli en fengu vinnu í álverunu og urðu Hafnfirðingar - yrði sýnt og því haldið til haga um aldur og ævi. Vona menn enn að Hafnfirðingar verði ekki gaflarar á ný, sé þessi sögn sönn. Góður maður ritaði á þessa leið fyrr á árinu:
Menn hafa sagt að rétt væri að hægja á stóriðjuframkvæmdum vegna mikillar þenslu í hagkerfinu.  Áform Alcoa um uppbyggingu á Húsavík falla vel að þessum hugmyndum, þar sem áætlað er að byggja upp í áföngum og að framkvæmdir hefjist ekki fyrr en eftir nokkur ár. Þannig gefst efnahagslífinu svigrúm til að bregðast við.

Víðar þarf aðgát en við stóriðjuframkvæmdir. Heildarfjárfesting Alcoa við byggingu Fjarðaáls er áætluð um 90 milljarðar. Stór hluti þeirrar fjárhæðar eru kaup á kerfum, tækjum og tólum sem svo eru flutt inn til landsins og sett upp á Reyðarfirði. Af þeirri upphæð er áætlað að um 25 milljarðar króna falli til hér á landi á fjögurra ára framkvæmdatímabili. Það er áhugavert að bera þessar tölur saman við þær upphæðir sem varið hefur verið til byggingar verslunar-, skrifstofu- og íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu.

Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands hafa útlán bankanna til atvinnulífsins vaxið um 1.225 milljarða króna frá árinu 2003. Heimilin hafa á sama tíma bætt við sig 515 milljarða króna lántökum. Og á einu ári – frá desember 2005 til desembers 2006 – runnu 704 milljarðar króna í lánsfé frá bönkunum út í efnahagslífið samkvæmt sömu heimildum. 

Þá virkar fjárfestingin á Reyðarfirði frekar smávaxin í samanburði við þessar tölur.

Nú er framleiðslan hafin, framleiðslan eykst smátt og smátt að sama skapi dregur úr framkvæmdunum og áhrifum þeirra. Þá þurfa menn líklega að finna annan blóraböggul en Fjarðaál.


leiðandi leiðindi?

Sædís Ósk Harðardóttir, sem ég veit ekki hver er, finnur að því verklagi sem Capacent viðhefur í skoðanakönnunum sínum. Capacent hefur greint frá því að verklagið er notað m.a. vegna þeirrar reynslu sem sýnt hefur að stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins eru ákveðnari í stuðningi sínum en stuðningsmenn annara flokka.
Einar Mar hefur og bent á að Sjálfstæismenn hafið iðulega haft minna fylgi hlutfallslega meðal óákveðinna en meðal ákveðinna. Capacent viðhefur vinnubrögðin að mig minnir til að draga úr óvissu og fá niðurstöðu sem líkist meir raunverulegum þjóðar vilja.
---
Nú sýnir það sig, því fleiri sem taka afstöðu, þ.e.a.s. þegar hinir vinstrisinnuðu óákveðnu hafa raðað sér í flokka, þá dregur úr fylgi Sjálfstæðisflokksins. Ég hafði varla sent færsluna um hið ósennilega í norðaustri þegar fleiri voru farnir að ákveða sig, því dunkaði Sjálfstæðisflokkurinn niður í norðaustri. framsóknarmennirnir eru komnir á stjá. En það er ekki óvinnandi vegur að fá góða útkomu í tvísýnum kosningum. Þegar talað er um mikilvægi þess að á Alþingi heyrist ólíkar raddir og á Alþingi sitji fólk með ólíka reynslu, þá er vert að huga að því að mögulegi er að læknir sitji á þingi, slíkt ætti að tryggja að heilbrigðismál verði rædd á þingi.
Þá er hægt að auka hlut kvenna á þingi með því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í norðausturkjördæmi.


stílfærður stalínismi

Hjörleifur Guttormsson fyrrum þingmaður berskjaldaði sig um daginn með því að ljá máls á því að Íslandshreyfingin myndi ekki hreyfa sig af stað. Myndi ekki bjóða sig fram.

Nú hafa baráttusamtök öryrkja og eldri borgara lagst að landi, þó framboðs-lista-fleyinu hafi verið ýtt úr vör tímanlega. Að vísu er Arndís Björnsdóttir ósátt við ákvörðun Maríu Óskarsadóttur.

María Óskarsdóttir, oddiviti samtakanna í Norðausturkjördæmi, lýsti því yfir í dag að fallið hefði verið frá framboðslista samtakanna í kjördæminu. Í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér segir að framboð í aðeins einu kjördæmi sé langt frá því að vera skynsamlegt og muni skila littlum árangri. Í samtali við Vísi fyrr í dag sagði hún engan fjárhagslegan grundvöll fyrir framboðinu.

af Vísi

Baráttusamtökin verða tæpast í vegi fyrir vilja Hjörleifs Guttormssonar. Valkostum kjósenda fækkar. Er spurning hvort Hjörleifur Guttormsson gleðjist?


mbl.is "Klæðskerasniðið fyrir gömlu flokkana"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband