Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
29.9.2008 | 01:01
krónísk krónukrónika
Hve lengi getur ein króna flotið í Norður Atlantshafinu á þjóðþekktri lægðaslóð?
28.9.2008 | 01:08
Hans tími er kominn
Það er ekki bara í Færeyjum sem ný stjórn er tekin við völdum. Hr. Aso er orðinn forsætisráðherra í landi hinnar rísandi sólar. Þó hann hafi hvorki vitnað í Jóhönnu Sigurðardóttur, beint eða óbeint, í fyrra eða árið það árið, þegar Aso beið lægri hlut í leiðtogakjöri frjálslynda lýðræðisflokksins (FLF e. LDP) árin 2006, fyrir hr. Abe, og 2007, fyrir hr. Fukuda, þá er hans tími kominn. Röðin var komin að honumef svo má segja. Þó Aso sé að sögn íhaldssamari en Fukuda, Abe og Koizumi, þá er hann ekki í íhaldsflokki, þó Morgunblaðið hafi notað slíkt orðalag.
Aso hlaut yfirgnæfandi stuðning í leiðtogakjörinu 22. þ.m. Þau sem sóttust eftir leiðtoga sætinu voru Aso og Koike eins og áður segir auk þeirra sóttust einnig hr. Karou Yosano - sem var menntamálaráðherra 1994-1995, ráðherra alþjóðlegra viðskipta og iðnaðarmála 1998-1999, ráðherra efnahags og fjármálastefnu 2005-2006 og aðalritari ríkisstjórnar Abe frá ágúst til september 2007, Shigeru Ishiba, sem var varnarmálaráðherra 2002-2004 og aftur í stjórn Fukuda 2007-2008, og Nobuteru Ishihara, sem var ráðherra stjórnarfars og reglugerðabreytinga 2001-2003 og þá ráðherra samgöngumála, innviða og jarðnæðis 2003-2004.
Eins og vitað er þá hlaut Aso flest atkvæði eða 351 Ysoano 66 Koike hlaut 46 Ishihara 37 og Ishiba 25. Í fyrra hlaut Aso 197 atkvæði er Fukuda bar sigur úr býtum með 330 atkvæðum. Árið 2006 hlaut Aso 136 atkvæði þegar Abe bar sigur úr býtum með 336 atkvæðum. Frá því að Frjálslyndir lýðræðissinnar náðu saman með Nýja-Hreina Stjórnarflokknum (New Komeito) um myndun samsteypustjórnar hafa leiðtogar FLF verið jafnframt forsætisráðherrar Japans, NHS hefur jafnan haft fulltrúa í ríkistjórn Japans.
Ríkisstjórn Japans Upphaflegt Upphaflegt | ||
Forsætisráðherra | Yasuo Fukuda Gunma FLF Nd. | Taro Aso Fukuoka FLF Nd. |
Innanríkis og samskiptamálaráðherra | Hiroya Masuda utan þings | Kunio Hatoyama Fukuoka FLF-Heiseitoku Nd. |
Ráðherra umbóta til valddreifingar | Hiroya Masuda | Kunio Hatoyama |
Dómsmálaráðherra | Kunio Hatoyama Fukuoka FLF-Heiseitoku Nd. | Eisuke Mori Chiba FLF-Aso Nd. |
Utanríkisráðherra | Masahiko Komura Yamaguchi FLF-Komura Nd. | Hirofumi Nakasone Gunma FLF Ed. |
Fjármálaráðherra | Fukushiro Nukaga Ibaraki FLF-TsushimaNd. | Shoichi Nakagawa Hokkaido FLF-Ibuki Nd. |
Mennta, menningar, íþrótta, vísinda og tæknimálaráðherra | Kisaburo Tokai Hyogo FLF-Yamasaki Nd. | Ryu Shionoya Shizuoka FLF-Machimura Nd. |
Heilbrigðis, verkalýðs og velferðarmálaráðherra | Yoichi Masuzoe FLF Ed. | Yoichi Masuzoe FLF Ed. |
Sjávarútvegs, Landbúnaðar og skógarmálaráðherra | Masatoshi Wakabayashi Nagano FLF-Machimura Ed. | Shigeru Ishiba Tottori FLF-Tsushima Nd. |
Efnahags, iðnaðar og viðskiptamálaráðherra | Akira Amari Kanagawa FLF-Yamasaki Nd. | Toshihiro Nikai Wakayama FLF-Nikai Nd. |
Samgöngu, innviða, jarðnæðis og ferðamálaráðherra | Tetsuzo Fuyushiba Hyogo NHS Nd. | Nariaki Nakayama Miyazaki FLF-Machimura Nd. |
Umhverfisráðherra | Ichiro Kamoshita Tokyo FLF-Tsushima Nd. | Tetsuo Saito Chugoku NHS Nd. |
Varnarmálaráðherra | Shigeru Ishiba Tottori FLF-Tsushima Nd. | Yasukazu Hamada Chiba FLF Nd. |
Aðalritari ríkistjórnarinnar | Nobutaka Machimura Hokkaido FLF-Machimura Nd. | Takeo Kawamura Yamaguchi FLF-Ibuki Nd. |
Ráðherra í málefnum hinna brottnumdu | Nobutaka Machimura | Takeo Kawamura |
Formaður þjóðaröryggisráðsins | Shinya Izumi FLF-Nikai Ed. | Tsutomo Sato Tochigi FLF-Koga Nd. |
Ráðherra í málefnum Okinawa | Fumio Kishida Hiroshima FLF Nd. | Tsutomo Sato |
Ráðherra Norðursvæðanna | Fumio Kishida | Tsutomo Sato |
Ráðherra Hamfarastjórnunar | Shinya Izumi | Tsutomo Sato |
Ráðherra efnahags og fjármálastefnu | Hiroko Ota | Kaoru Yosano Tokyo FLF Nd. |
Ráðherra Reglugerðaumbóta | Fumio Kishida | Kanagawa FLF-Yamasaki Nd. |
Ráðherra Stjórnarfarsumbóta | Yoshimi Watanabe | Akira Amari |
Ráðherra Fjármálaþjónustu | Yoshimi Watanabe | Shoichi Nakagawa |
Ráðherra umbóta í opinberri þjónustu | Yoshimi Watanabe | Akira Amari |
Ráðherra vísinda og tæknistefnu | Fumio Kishida | Seiko Noda Gifu FLF Nd. |
Ráðherra matvæla öryggis | Shinya Izumi | Seiko Noda |
Ráðherra málefna neytenda | Fumio Kishida | Seiko Noda |
Ráðherra félagsmála og jafnréttis | Yoko Kamokawa Shizuoka FLF-Kokuchikai Nd. | Yuko Obuchi Gunma FLF-Tsushima Nd. |
Taro Aso tekur við í Japan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Japan | Breytt 29.9.2008 kl. 00:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2008 | 13:47
Nýja landsstjórnin
Nýja færeyska landstjórnin, ný Landsstjórn Sambandsflokks, Þjóðarflokks (f. Fólkaflokks) og Jafnaðarflokks (f. Javnaðarflokks) verður sem áður segir skipuð níu manns þeim:
Kaj Leo Johannesen, hafnarmaður, annar stofnanda Farex, formaður sambandsflokksins, fer fyrir stjórninni sem forsætisráðherra (f. løgmaður), hann hefur setið á þingi frá 2002.
Johan Dahl hefur stýrt Faroe Coldstores í Vági, Suðurey, frá 1998, sambandsmaður, vinnumálaráðherra, hann hefur setið á þingi frá 2002 aukin heldur var hann sjávarútvegsráðherra fyrstu 20 daga fyrri landsjórnar Jóannesar stjórn Jafnaðar,Þjóðar og Sambandsflokks.
Rósa Samuelsen, sambands kona úr Sandavogi hvar hún hefur verið sveitastjóri frá 2001, félagsmálaráðherra, hefur setið á þingi frá því í janúar, hún hefur farið fyrir sambandi færeyskra sveitarfélaga frá því 2005.
Jørgen Niclasen Sørvogi, stýrir versluninni Niclasen Sp/f [fyrst 1989-1998 og nú frá 2003], formaður þjóðarflokksins, utanríkisráðherra. Jørgen verkaði saltfisk hjá P/F Tomba samhliða þingmennsku á fyrsta kjörtímabili sínu á þingi, hann var sjávarútvegsráðherra frá desember 1998 fram í janúar 2003, í hvorri tveggja landsjórna Anfinns Kallsbergs - landstjórnum Þjóðar, Lýðveldis (f. Tjóðveldi) og Sjálfstjórnarflokks (f. Sjálvstýri) og svo sömu flokka með Miðflokknum.
Jacob Vestergaard, lögreglumaður á Ökrum í Suðurey, sjávarútvegsráðherra á nýjan leik hann var jú sjávarútvegsráðherra í seinni landstjórn Anfinns Kallsbergs - landstjórn Þjóðar, Lýðveldis, Sjálfstjórnar og Miðflokks frá febrúar 2003 fram í febrúar 2005, hann gengdi og embætti innanríkisráðherra frá desember 2005 til nóvembers 2007 í fyrri landstjórn Jóannesar - stjórn Jafnaðar, Þjóðar og Sambandsflokks, hann hefur setið á þingi frá því í janúar.
Annika Olsen, kennar í Þórshöfn, innanríkisráðherra, hún sat í brogarstjórn Þórshafnar fyrir Þjóðarflokkinn frá 2004 uns hún var kjörin á þing í janúar.
Jóannes Eidesgaard, formaður Jafnaðarflokksins frá Þvereyri á Suðurey, fjármálaráðherra, var fyrst kjörinn á þing 1990 hefur hann verið endurkjörinn æ síðan. Jóannes var fyrst félags, heilbrigðis og vinnumarkaðsmálaráðherra í síðustu landsstjórn Atla Dam - stjórn Jafnaðar og Þjóðarflokks, frá janúar 1991, í janúar 1993 bættust menntamálin við, í apríl 1993 varð hann á nýjan leik félags, heilbrigðis og vinnumarkaðsmálaráðherra í stjórn Maritu Petersen, stjórn Jafnaðar, Lýðveldis og Sjálfsstjórnar flokks fram til september 1994, þá varð hann fjármála og viðskiparáðherra og jafnframt vara forsætisráðherra í fyrri stjórn Edmundar stjórn Sambands, Jafnaðar, Sjálfstjórnarflokks og verkammanafylkingarinnar, fram í júní 1996. Jóannes varð forsætisráðherra í febrúar 2004 og fór jafnframt með utanríkismál í sinni fyrri stjórn - stjórn Jafnaðar, Þjóðar og Sambandsflokks, fram til febrúar 2008, en einungis forsætisráðherra frá því í febrúar í sinni seinni stjórn - stjórn Jafnaðar, Lýðveldis og Miðflokks.
Helena Dam á Neystabø, menntamálaráðherra, hún var dómsmálaráðherra í seinni stjórn Jóannesar frá febrúar fram í sebtember, og þar áður félags og heilbrigðismálaráðherra í fyrri stjórn Anfinns, frá maí 1998 fram í febrúar 2001, þá sem sjálfstjórnarkona, hún sat á þingi 1990-1998 og 2001-2002 og svo aftur nú í janúar sem jafnaðarkona, hún er dóttir Atla.
Hans Pauli Strøm, deildarstjóri Hagstofu Færeyja, heilbrigðismálaráðherra, Hann sat á þingi 1998-2002, Hann var heilbrigðis og félagsmálaráðherra í hvorum tveggja stjórna Jóannesar frá febrúar 2004 fram í síðustu viku.
Óþarft á að vera að taka fram að ráðherrar í Færeyjum fá leyfi frá þingstörfum meðan þeir gegna embættum í landstjórninni, hafi þeir verið kjörnir á þing, og taka þá vara menn sæti á þingi
Færeyjar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2008 | 07:45
Ný landsstjórn
Færeyjar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2008 | 07:41
Junya Nakano
20.9.2008 | 10:23
færist fjör í færeyskan leik
Í ljósi þess að nú er
Lok lok og læs og allt í stáli,
lokað fyrir Páli
[Þar sem að allt er lokað fyrir Høgna hlýtur allt að vera líka lokað fyrir Páli á Reynatúgvu]
þá nú ræðast þeir við, Jóhannes lögmaður og formenn flokkanna sem hafa staðið andspænis honum frá því 4. febrúar. Sem kunnugt er söðlaði Jóhannes þá um, eftir 4 ára samstarf við Fólkaflokkinn og Sambandið, og samdi við þjóðveldi, en nú hefur Jóhannes og fetað í fótspor Anfinns og leyst landsstýrismenn þjóðveldis undan skildum þeirra. Anfinn tók að sér sjálfur störf þjóðveldismanna í landsstýrinu í desember 2003 og gegndi þeim fram yfir kosningarnar í janúar 2004 sem hann boðaði samfara samstarfs slitunum til. Anfinn hafði þá stýrt landsstýrinu með þjóðveldi innanborðs frá því í maí 1998.
Nú ræðast þeir við Jóhannes, Jørgen og Kaj Leo. Jóhannes segist mikilvægt að taka afstöðu til jafnréttis í nýrri stjórn. Kaj Leo og hafa ekki viljað lofa því að sögn Jóhannesar, að nokkur kona verði valin í nýju stjórnina. Í fyrri stjórn þessara þriggja flokka sátu að jafnaði 7 heiðursmenn, og hefur Jóhannes látið hafa eftir sér að sitt fyrra (væntanlega innan skamms fyrsta) landsstýri hafi verið það síðasta sem einungis var skipað mönnum. Uns Jóhannes sleit samstarfinu við Þjóðveldið þá sátu í landsstýrinu 5 menn og 3 konur. Því fer þó fjarri að það hafi verið hið fyrsta landsstýri hvar kvenmaður kom við sögu, því allir eiga jú að muna eftir því að Marita Petersen var lögmaður frá apríl '93 fram í september '94.
Þeir þrír sem nú ræðast við, nutu þingstyrks 20 af 33 lögþingsmanna, í kjölfar kosninganna 19. janúar s.l. Menn eru ekki alveg vissir um hver verður niðurstaða Sandeyingsins frá Skopun, en hann studdi ekki annað landstýri Jóhannesar formanns síns síðustu dagana. (Fólkaflokkur 7 (6 karlar & 1 kona) Samaband 7 (6 karlar & 1 kona) Javnaðarflokkur 6 (4 karlar & 2 konur). Í landsstýrinu sitja enn Jóhannes og Helena fyrir Javnaðarflokkinn, og í þeirra stað komu inn á þing einn karl og ein kona.
Annika Olsen þingkona fólkaflokksins tók fram að
tað er umráðandi, at fólkini, sum verða vald í landsstýrið, hava kvalifikatiónir á økinum, og enn vita vit ikki, hvørji málsøki, vit fáa í eini møguligari samgongu. Tí er alt framvegis opið
er hún sagðist tilbúin til starfa fyrir land sitt og þjóð. Telja má líklegt að Jóhannes vilji sitja áfram á stóli lögmanns og sé því viljugur til að ræða það áfram að tveir Javnaðarmenn sitji í landsstýrinu auk hans, og þá eru mestar líkur á því að Helena Dam sitji áfram með Jóhannesi, Sandeyingnum mun líklega þykja eftir sem áður fram hjá sér gengið verði það raunin.
Jørgen og Kaj Leo eiga það sameiginlegt að hafa hlotið færri atkvæði í síðustu kosningum en sitthvor flokksbræðra þeirra, sem nutu nokkurra vinsælda er þeir sátu í landstýrinu hér áður fyrr, Jacob Vestergaard stýrði sjávarútvegsmálum febrúar 2003-febrúar 2004 og sambandsmaðurinn Magni Laksáfoss fjármálum Færeyinga maí 2007- febrúar 2008. Í Færeyjum fá þeir þingmenn sem taka sæti í landstýrinu fararleyfi frá þinginu, meðan þeir gegna störfum í landsstýrinu, koma þá varamenn inn á þing. Vert er að geta þess að þjóðveldismaðurinn Hergeir Nielsen er formaður Lögþingsins og verður það að öllum líkindum fram að næstu kosningum.
Þar sem ekki er vitað hve margir munu eiga sæti í nýja landstýrinu,en frekar líklegt er að það verði í það minnsta 6 manns má fastlega gera ráð fyrir að það verði formennirnir og þá þeir sem hlutu flest atkvæði og að framan sögðu má sjá að ég reikna með að Helena Dam sitji áfram. Hvort Kaj Leo og Jørgen geri kröfu um þriðja sætið fyrir hvorn flokk, í ljósi þess að Javnaðarmenn haldi lögmannsstólnum, skal ósagt látið. Ljóst er að líkindi eru til þess að Bjarni Djurholm Eyverjavinur og Heiðin Zachariassen setjist aftur á lögþingið. Þá eru meiri en minni líkindi til þess að Marjus Dam og Helgi Abrahamsen setjist á lögþingið í farleyfum Magna og Kaj Leos. Það ætti ekkert að þurfa að hrófla við Eyðgunni eða Andreasi hjá Javnaðarmönnum. Ekki er útilokað að kempan Óli Breckmann muni eiga afturkvæmt í ræðustólinn að svo stöddu, ef þriðji landsstýris stóllinn falli Fólkaflokknum í hlut, hvort sem það yrði Anfinn, Annika eða Jógvan á Lakjunni sem myndi fara með Fólkaflokksumboð inn í landsstýrið. Að sama skapi gæti Jaspur Vang komið inn á þing fyrir sambandið. Þess skal þó getið að Landsstýrismenn hafa ekki alltaf komið úr röðum Lögþingsmanna og því er ekkert sjálfgefið í þeim efnum að vara þingmennirnir sem ég hefi getið, setjist á þing.
Færeyjar | Breytt 27.9.2008 kl. 11:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2008 | 21:28
krónan okkar kæra, þín og mín!
Íslenska krónu þráir sérhver halur
íslenskar skiptu um hendur í dag.
íslensk króna notadrýgri en dalur
með krónu má kippa öllu í lag.
íslenskri krónu með kaupir þú allt.
Íslenskri krónu sýna má blíðuhót.
Íslenska krónu víst nota þú skalt.
Íslenska krónan er hraust sem haust viss lægð,
íslenskir sjóðir seint verða grunnir.
Íslenska krónu má hafa að mynt gnægð,
með krónu keyptir allt er þú unnir.
Þó íslenska krónan lækkaði í gær
getur krónan hækkað lítir þú fjær.
Að íslenskri krónu ekki nokkur hlær.
Íslenska krónan er þér ætíð kær.
Gengi krónunnar lækkar enn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 19.9.2008 kl. 06:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2008 | 14:13
Spurning
Ég hugsaði sem svo að í ætt við hinn forna gullfót sem á fyrritíð var stuðst við, gætum við tekið upp tengingu gjaldmiðilsins við ál eða olíu enda olía enn sem komið er í daglegri notkun hér á landi, í einu formi eða öðru, þegar mér datt þetta í hug var olíutunna keypt fyrir meira en 100 dali í fyrsta skipti, og það var gert bara til gamans, fremur en gagns, ef ráðríkum einræðisherra dottið slíkt í hug og framkvæmt á þeim tímapunkti, hefði sú ákvörðun leitt til talsverðrar sveiflu í viðkomandi efnahagslífi það sem af er þessu ári.
Svona hugrenningum má líkast til líkja við fári.
Menn gætu reynt að handstýra gengisskráningu með meira tilliti til alþjóðlegs efnahags, en áður var gert.
Krónan styrkist um 0,36% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.9.2008 | 00:10
Beðið frekari tíðinda
Hr. Fukuda fikrar sig af sjónarsviðinu, fórnar ferli sjálfs sín til framfara fyrir land sitt og þjóð. Vill rýma til í von um að umbætur geti gengið eftir. Hr. Fukuda vildi forðast hrossakaup, og tómarúm. Frjálslyndir lýðræðissinnar - í Frjálslynda lýðræðisflokki Japans - (自由民主党) og samstarfsflokkur þeirra hafa tök á neðrideildinni en stjórnar andstaðan hefur haft meirihluta í efri deildinni síðan í júlí 2007, og erfiðlega hefur gengið að ná saman um stór mál, Hr. Abe lét af embætti 26. september í fyrra þegar Hr. Fukuda tók við.
Kosið verður til þings í Japan næst eigi seinna en í september 2009. Nýr leiðtogi Frjálslyndra lýðræðissinna mun því hafa um eitt ár til að kljást við stjórnar andstöðuna í efri deild, og telja ýmsir eftirmann Fukuda betur til þess fallinn en Fukuda, sama hver svo sem það verður. Líklegt er að leiðtoginn muni þurfa að keppa við Hr. Ozawa sem fer fyrir lýðræðisflokki Japans (民主党)og sækist nú eftir því að leiða flokkinn þriðja tímabilið í röð. Hr. Ozawa kemur upphaflega úr röðum Frjálslyndra lýðræðissinna. Óvíst er þó hvort nýjabrum nýs forsætisráðherra - og vinsældir þess vegna - verði afskaplega nýtt. Enda er fallvalt veraldargengið í Tókýó sem við Tindastól.
Líklegt þykir að fyrrum keppinautur þeirra beggja Hr. Fukuda og Hr. Abe um foringja hlutverk Frjálslyndra lýðræðissinna í Japan Hr. Aso muni sækjast eftir verkefninu. Því hefur verið fleygt fram, að andstæðingar Hr. Aso muni reyna að koma sér saman um að koma Frú Koike til valda í stað Hr. Aso. Fromannskjörið hefur ekki verið auglýst en það mun líklega ekki dragast á langinn.
Taro Aso er fæddur 20. september 1940, hefur setið í neðrideildinni frá 1979, varð ráðherra innanríkis, póst og samskiptamálaráðherra í stjórn Koizumis árið 2003 og utanríkisráðherra 2005 og sat sem slíkur fram í ágúst 2007, síðustu 11 mánuðina í stjórn Hr. Abe, fyrir hverjum Aso beið lægri hlut í formannsvalinu 2006. Tengdafaðir Asos var forsætisráðherra á árunum 1980-1982. Móðurafi Asos var forsætisráðherra 1946-1947 og aftur 1948-1954.
Yuriko Koike er fædd 15. júlí 1952 var kjörin í neðri deildina árið 1993, hvar hún hefur setið síðan, árið 2005 bauð hún sig fram í Tókýó en var áður fulltrúi Hyogo-héraðs á þingi. Hún varð umhverfisráðherra í stjórn Koizumis árið 2003 - sama ár og hún gekk til liðs við Frjálslynda lýðræðissinna - og gengdi því embætti til ársins 2006 gengdi embætti varnarmálaráðherra í 54 daga í stjórn Abe á síðasta ári.Hr. Abe, forsætisráðherra Japans 2006-2007, er fæddur 21. september 1954, móður afi hans var forsætisráðherra 1957-1960
Hr. Fukuda, forsætisráðherra Japans 2007-2008, er fæddur 16. júlí 1936, faðir hans var forsætisráðherra Japans 1976-1978.
Forsætisráðherra Japans segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Japan | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)