Lok könnunar

Nú hefur tæpum 30% þáttakanda, því miður, orðið að ósk sinni. Íslenskt efnahagslíf er kaldara nú en í aðdraganda síðustu kosninga þegar könnuninni var hleypt af stokkunum. Vilji 82 gesta þessarar síðu dugði ekki til að halda yl í íslensku efnahagslífi. Orð nokkurra stjórnmála manna hafa orðið að veruleika, menn og konur þurfa að gæta að því hvers þau óska, því á stundum geta menn hitt heldur hrapalega á óskastund og fengið meira af því nóg af því sem óskað var eftir. Allur ysinn og þysinn er heldur visinn þessa dagana, því er ver og miður. Rétt er þó að rifja upp að á Íslandi hafa menn sjaldnast tvínónað við hlutina ef hægt hefur verið að rumpa þeim af. Hálfkák er ekki okkar skák. Hér eru hlutirnir annað hvort gerðir eða ekki, sú mýta virðist espa okkur frekar upp og niður heldur en að við reynum að beita fyrirbyggjandi aðgerðum gegn þessu lundafari okkar þegar e.t.v. væri betra að fara hægar í sakirnar.

Gott að eiga góða að

Því miður hef ég hvorki komið til Póllands né lært pólsku og því get ég ekki þakkað fyrir mig á frummálinu.

Óháð því hvort lán geti talist lán í óláni, þá má sennilega slengja því fram að pólsk stjórnvöld hafi haft veður af því að Pólland hafi um nokkurt skeið lánað Íslandi mannafla.  Líklega má segja sem svo að Ísland hafi ekki farið alltof illa með þann mannafla, í ljósi vilja og liðlegheita pólskra stjórnvalda. Nú leggur Pólland Íslandi lið á nýjan leik og með nýjum hætti. Nú lánar Pólland Íslandi fjármagn. Vonandi förum við vel með því sem okkur er treyst fyrir.

Ég vona að íslenskum stjórnvöldum gangi vel að vinna að lausn vandans sem fyrir okkur liggur. 


mbl.is Geir staðfestir pólska aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekið á íslenskum vegi í október

Þó óvíst kunni að vera hvort nú sé rétta stundin, þá er jafnframt óvíst hvort það sé sérlega óstundvíst að nefna það sem mér er hugleikið á þessari stundu.

Þar sem ég ók þjóðveginn eins og hann leggur tvíbreiður en ekki tvöfaldur úr Borgarfirði upp á Holtavörðuheiði og inn í Húnavatnssýslur þótti mér eftirtektavert hve óslétt hið bundna slitlag er orðið. Þó ég hafi haft augun á veginum gat ég ekki greint nákvæmlega hví yfirborðið væri óslétt. Ég vildi forða því að skapa hættu ástand með aksturslagi sem ekki hentaði umferðarhraðanum almennt. Ég vildi ekki nema staðar að óþörfu til þess eins að kanna ástæður hins óslétta yfirborðs. þótti mér sem eitthvert ökutækið sem hefði verið að flytja allsérstæðan varning í líkingu við olíumöl hefði misst smávegis hér og þar á yfirborð vegarins. Ég vona svo sannarlega að ekki sé um holur að ræða. Holur í vegakerfinu eru miklu skemmtilegri ef þær eru láréttar og liggja í gegnum fjöll heldur en ef þær eru lóðréttar og eru ferðalöngum til ama. Óskandi væri að ójöfnurnar geti þjónað einhverjum tilgangi í vetrarfærð á íslenskum vegi.

Þá sá ég að ekki er unnið að tvöföldun hringvegarins í Borgarfirði, ég hefði haldið að nýta hefði mátt hinn gamla veg sem lagður var bundnu slitlagi sem akveg framvegis fyrir þá umferð sem veita mætti í gagnstæða átt við þá umferð sem nýtir hinn nýja veg á grundvelli hægri umferðar.


Þá geta vangavelturnar byrjað

Við höfum orðið vitni að breytingu. Í gær endaði heimurinn eins og við þekktum hann fram að því. Í dag mætti okkur nýr heimur sem við fáum að kynnast. Í kvöld er heimsendir, endir þess heims sem við höfum þekkt í dag. Á morgun er aftur ein dagur, eins og rithöfundurinn skrifaði. Á morgun bíður okkar nýr heimur. Við lifum á tímum breytinga, eins og allir hafa gert fram að þessu, þar sem enginn stígur tvisvar í sömu á.

Það er líklegast rétt að óska nýkörnum forseta þarna vestur frá allra heilla í hverju því ítarlega samstarfi sem hann kann að eiga í með Bessastaðabóndanum og Íslandi á sviði nýtingar hreinnar orku, vonandi felur hann þó sínum bestu sérfræðingum  að ræða við okkar færasta og fróðasta fólk á sviði orkumála. Ég þarf ekki að óska honum til hamingju með sigurinn því hann les tæpast þetta blaður mitt.

Ég vona að fögnuður foringjanna sé ósvikinn og menn geti komið sér saman um málefni þvert á mörk ríkja hverrar þjóðar fyrir sig.

En nú byrja vangavelturnar um hverjir muni starfa með forsetanum, hverjir það verða sem þramma með honum þegar við hér fögnum þorra á ári komanda, munu keppinautar hans úr forkosningunum/prófkjörunum komast að og fá tækifæri til að leggja sín lóð á vogarskálarnar, verður fleiri en einn lýðveldissinni í stjórninni nú þegar lýðræðissinnar hafa tögl og hagldir á þingi þar vestur frá, verður stríðsherjunni stífu sem keppti við Obama þangað til í gær boðin staða í nýrri sátta stjórn? Hvaða hlutverki munu fyrrum forsetar og fyrrum forsetaframbjóðendur og flokksbræður forsetans núverandi gegna í framtíðinni, sjáum við fljótlega breytingar í starfsliði utanríkisþjónustunnar bandarísku?

Nú getur fólk velt vöngum og vænst til hvers þess sem fólk kýs. En vinsamlegast ekki eyða of mikilli orku í að velta fyrir ykkur hverjir munu takast á um forsetastólinn 2012, hvort svo sem sú orka er endurnýjanleg eða ekki, í það minnsta ekki fyrr en eftir kosningarnar 2010.


mbl.is Þjóðarleiðtogar fagna Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nógva Tøkk Føroyar!

Nógva tøkk Føroyafólk, nógva tøkk.

Hetta eru góð tíðindi. 

Samstarfið sem byggist á Hoyvíkursamningnum er traust samstarf. Ég vil þakka vinum mínum í Færeyjum siðferðislegan stuðning. Kaj Leo, Jóannes, Jørgen funduðu  með Geir og Árna og greindu frá lánveitingunni. Ég vona að við getum endurgreitt fljótt og örugglega, og gott væri ef við myndum eiga auðvelt með að greiða vexti af þessu láni, sem miðuðust við stýrivexti Seðlabankans.


mbl.is Siðferðileg skylda að hjálpa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

þá veit maður það!

Búið er að opna nýja verslanamiðstöð, húsnæðið verður ekki notað til að bræða ál. Ég vonaðist til að menn myndu sjá að sér og nýta húsnæðið í stað kerskálans sem Hafnfirðingar vildu ekki í fyrra, en líklega er skálinn of fjarri hafnaraðstöðu til að hægt sé að snúa við úr þessu. Holtagarðar er kannski hentugri í því samhengi, þó eitthvað skorti á lengdina.
Bráð vantaði okkur sómasamlega aðstöðu til að versla?

mbl.is Mikill áhugi á nýrri verslunarmiðstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

krónísk krónukrónika

Fyrir myntbreytinguna, þá vorum við með íslenska mynt sem gat flotið þó gengið hafi ekki flotið formlega dag frá degi, ég vann mér reyndar ekki inn margar slíkar. Ef mig misminnir ekki, þá var það af einskærri víðþekktri íslenskri hógværð og hefðbundnu lítillæti sem íslensku krónunni var fleytt úr höfn gengisskráningar Seðlabankans og út á höf opinna markaða.
Hve lengi getur ein króna flotið í Norður Atlantshafinu á þjóðþekktri lægðaslóð?

Hans tími er kominn

Það er ekki bara í Færeyjum sem ný stjórn er tekin við völdum. Hr. Aso er orðinn forsætisráðherra í landi hinnar rísandi sólar. Þó hann hafi hvorki vitnað í Jóhönnu Sigurðardóttur, beint eða óbeint, í fyrra eða árið það árið, þegar Aso beið lægri hlut í leiðtogakjöri frjálslynda lýðræðisflokksins (FLF e. LDP) árin 2006, fyrir hr. Abe, og 2007, fyrir hr. Fukuda, þá er hans tími kominn. Röðin var komin að honumef svo má segja. Þó Aso sé að sögn íhaldssamari en Fukuda, Abe og Koizumi, þá er hann ekki í íhaldsflokki, þó Morgunblaðið hafi notað slíkt orðalag.
Aso hlaut yfirgnæfandi stuðning í leiðtogakjörinu 22. þ.m. Þau sem sóttust eftir leiðtoga sætinu voru Aso og Koike eins og áður segir auk þeirra sóttust einnig hr. Karou Yosano - sem var menntamálaráðherra 1994-1995, ráðherra alþjóðlegra viðskipta og iðnaðarmála 1998-1999, ráðherra efnahags og fjármálastefnu 2005-2006 og aðalritari ríkisstjórnar Abe frá ágúst til september 2007, Shigeru Ishiba, sem var varnarmálaráðherra 2002-2004 og aftur í stjórn Fukuda 2007-2008, og Nobuteru Ishihara, sem var ráðherra stjórnarfars og reglugerðabreytinga 2001-2003 og þá ráðherra samgöngumála, innviða og jarðnæðis 2003-2004.
Eins og vitað er þá hlaut Aso flest atkvæði eða 351 Ysoano 66 Koike hlaut 46 Ishihara 37 og Ishiba 25. Í fyrra hlaut Aso 197 atkvæði er Fukuda bar sigur úr býtum með 330 atkvæðum. Árið 2006 hlaut Aso 136 atkvæði þegar Abe bar sigur úr býtum með 336 atkvæðum. Frá því að Frjálslyndir lýðræðissinnar náðu saman með Nýja-Hreina Stjórnarflokknum (New Komeito) um myndun samsteypustjórnar hafa leiðtogar FLF verið jafnframt forsætisráðherrar Japans, NHS hefur jafnan haft fulltrúa í ríkistjórn Japans.

Ríkisstjórn Japans 

Upphaflegt                  Upphaflegt
ráðuneyti                     ráðuneyti
Fukuda                              Aso
2007                            2008

Forsætisráðherra

Yasuo Fukuda
Gunma
FLF Nd.
Taro Aso
Fukuoka
FLF Nd.
Innanríkis og samskiptamálaráðherraHiroya Masuda
utan þings
Kunio Hatoyama
Fukuoka
FLF-Heiseitoku 
Nd.
Ráðherra umbóta til valddreifingarHiroya MasudaKunio Hatoyama
DómsmálaráðherraKunio Hatoyama
Fukuoka FLF-Heiseitoku Nd.
Eisuke Mori
Chiba
FLF-Aso
Nd.
UtanríkisráðherraMasahiko Komura
Yamaguchi FLF-Komura Nd.
Hirofumi Nakasone
Gunma
FLF
Ed.
FjármálaráðherraFukushiro Nukaga
Ibaraki
FLF-TsushimaNd.
Shoichi Nakagawa
Hokkaido
FLF-Ibuki Nd.
Mennta, menningar, íþrótta, vísinda
og tæknimálaráðherra
Kisaburo Tokai
Hyogo
FLF-Yamasaki 
Nd.
Ryu Shionoya
Shizuoka
FLF-Machimura Nd.
Heilbrigðis, verkalýðs
og velferðarmálaráðherra
Yoichi Masuzoe
FLF Ed.
Yoichi Masuzoe
FLF Ed.
Sjávarútvegs, Landbúnaðar og skógarmálaráðherraMasatoshi
Wakabayashi
Nagano
FLF-Machimura
Ed. 
Shigeru Ishiba
Tottori
FLF-Tsushima Nd.
Efnahags, iðnaðar
og viðskiptamálaráðherra
Akira Amari
Kanagawa FLF-Yamasaki Nd.
Toshihiro Nikai
Wakayama
FLF-Nikai Nd.
Samgöngu, innviða, jarðnæðis og ferðamálaráðherraTetsuzo Fuyushiba
Hyogo
NHS
Nd.
Nariaki Nakayama
Miyazaki
FLF-Machimura Nd.
UmhverfisráðherraIchiro Kamoshita
Tokyo
FLF-Tsushima
Nd.
Tetsuo Saito
Chugoku
NHS Nd.
VarnarmálaráðherraShigeru Ishiba
Tottori
FLF-Tsushima
Nd.
Yasukazu Hamada
Chiba
FLF Nd.
Aðalritari ríkistjórnarinnarNobutaka
Machimura
Hokkaido FLF-Machimura Nd.
Takeo Kawamura
Yamaguchi
FLF-Ibuki Nd.
Ráðherra í málefnum
hinna brottnumdu
Nobutaka MachimuraTakeo Kawamura
Formaður þjóðaröryggisráðsinsShinya Izumi
FLF-Nikai Ed.
Tsutomo Sato
Tochigi
FLF-Koga Nd.
Ráðherra í málefnum OkinawaFumio Kishida
Hiroshima FLF Nd.
Tsutomo Sato
Ráðherra NorðursvæðannaFumio KishidaTsutomo Sato
Ráðherra HamfarastjórnunarShinya IzumiTsutomo Sato
Ráðherra efnahags
og fjármálastefnu
Hiroko OtaKaoru Yosano
Tokyo
FLF Nd.
Ráðherra ReglugerðaumbótaFumio KishidaKanagawa
FLF-Yamasaki Nd.
Ráðherra StjórnarfarsumbótaYoshimi WatanabeAkira Amari
Ráðherra FjármálaþjónustuYoshimi WatanabeShoichi Nakagawa
Ráðherra umbóta
í opinberri þjónustu
Yoshimi WatanabeAkira Amari
Ráðherra vísinda og tæknistefnuFumio KishidaSeiko Noda
Gifu FLF Nd.
Ráðherra matvæla öryggisShinya IzumiSeiko Noda
Ráðherra málefna neytendaFumio KishidaSeiko Noda
Ráðherra félagsmála
og jafnréttis
Yoko Kamokawa
Shizuoka
FLF-Kokuchikai
Nd.
Yuko Obuchi
Gunma
FLF-Tsushima Nd.
Þó stjórnin hafi ekki setið lengi tók við völdum 24. þ.m. þá herma fregnir að Nakayama ætli að segja af sér í dag.
mbl.is Taro Aso tekur við í Japan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýja landsstjórnin

Nýja færeyska landstjórnin, ný Landsstjórn Sambandsflokks, Þjóðarflokks (f. Fólkaflokks) og Jafnaðarflokks (f. Javnaðarflokks) verður sem áður segir skipuð níu manns þeim:

Kaj Leo Johannesen, hafnarmaður, annar stofnanda Farex, formaður sambandsflokksins, fer fyrir stjórninni sem forsætisráðherra (f. løgmaður), hann hefur setið á þingi frá 2002.
Johan Dahl hefur stýrt Faroe Coldstores í Vági, Suðurey, frá 1998, sambandsmaður, vinnumálaráðherra, hann hefur setið á þingi frá 2002 aukin heldur var hann sjávarútvegsráðherra fyrstu 20 daga fyrri landsjórnar Jóannesar stjórn Jafnaðar,Þjóðar og Sambandsflokks.
Rósa Samuelsen, sambands kona úr Sandavogi hvar hún hefur verið sveitastjóri frá 2001, félagsmálaráðherra, hefur setið á þingi frá því í janúar, hún hefur farið fyrir sambandi færeyskra sveitarfélaga frá því 2005.
Jørgen Niclasen Sørvogi, stýrir versluninni Niclasen Sp/f [fyrst 1989-1998 og nú frá 2003], formaður þjóðarflokksins, utanríkisráðherra. Jørgen verkaði saltfisk hjá P/F Tomba samhliða þingmennsku á fyrsta kjörtímabili sínu á þingi, hann var sjávarútvegsráðherra frá desember 1998 fram í janúar 2003, í hvorri tveggja landsjórna Anfinns Kallsbergs - landstjórnum Þjóðar, Lýðveldis (f. Tjóðveldi) og Sjálfstjórnarflokks (f. Sjálvstýri) og svo sömu flokka með Miðflokknum.
Jacob Vestergaard, lögreglumaður á Ökrum í Suðurey, sjávarútvegsráðherra á nýjan leik hann var jú sjávarútvegsráðherra í seinni landstjórn Anfinns Kallsbergs - landstjórn Þjóðar, Lýðveldis, Sjálfstjórnar og Miðflokks frá febrúar 2003 fram í febrúar 2005, hann gengdi og embætti innanríkisráðherra frá desember 2005 til nóvembers 2007 í fyrri landstjórn Jóannesar - stjórn Jafnaðar, Þjóðar og Sambandsflokks, hann hefur setið á þingi frá því í janúar.
Annika Olsen, kennar í Þórshöfn, innanríkisráðherra, hún sat í brogarstjórn Þórshafnar fyrir Þjóðarflokkinn frá 2004 uns hún var kjörin á þing í janúar.
Jóannes Eidesgaard, formaður Jafnaðarflokksins frá Þvereyri á Suðurey, fjármálaráðherra, var fyrst kjörinn á þing 1990 hefur hann verið endurkjörinn æ síðan. Jóannes var fyrst félags, heilbrigðis og vinnumarkaðsmálaráðherra í síðustu landsstjórn Atla Dam - stjórn Jafnaðar og Þjóðarflokks, frá janúar 1991, í janúar 1993 bættust menntamálin við, í apríl 1993 varð hann á nýjan leik félags, heilbrigðis og vinnumarkaðsmálaráðherra í stjórn Maritu Petersen, stjórn Jafnaðar, Lýðveldis og Sjálfsstjórnar flokks fram til september 1994, þá varð hann fjármála og viðskiparáðherra og jafnframt vara forsætisráðherra í fyrri stjórn Edmundar stjórn Sambands, Jafnaðar, Sjálfstjórnarflokks og verkammanafylkingarinnar, fram í júní 1996. Jóannes varð forsætisráðherra  í febrúar 2004 og fór jafnframt með utanríkismál í sinni fyrri stjórn - stjórn Jafnaðar, Þjóðar og Sambandsflokks, fram til febrúar 2008, en einungis forsætisráðherra frá því í febrúar í sinni seinni stjórn - stjórn Jafnaðar, Lýðveldis og Miðflokks.
Helena Dam á Neystabø, menntamálaráðherra, hún var dómsmálaráðherra í seinni stjórn Jóannesar frá febrúar fram í sebtember, og þar áður félags og heilbrigðismálaráðherra í fyrri stjórn Anfinns, frá maí 1998 fram í febrúar 2001, þá sem sjálfstjórnarkona, hún sat á þingi 1990-1998 og 2001-2002 og svo aftur nú í janúar sem jafnaðarkona, hún er dóttir Atla.
Hans Pauli Strøm, deildarstjóri Hagstofu Færeyja, heilbrigðismálaráðherra, Hann sat á þingi 1998-2002, Hann var heilbrigðis og félagsmálaráðherra í hvorum tveggja stjórna Jóannesar frá febrúar 2004 fram í síðustu viku.

Óþarft á að vera að taka fram að ráðherrar í Færeyjum fá leyfi frá þingstörfum meðan þeir gegna embættum í landstjórninni, hafi þeir verið kjörnir á þing, og taka þá vara menn sæti á þingi


Ný landsstjórn

Nú hafa þeir náð saman færeysku forystumennirnir. Kaj Leo Johannesen verður lögmaður, 5. Sambandsmaðurinn sem sest í stólinn frá 1948. Flest bendir til að það verði 9 manns í nýju stjórninni, 3 frá hverjum flokki. Ekki hefur verið opinberað hverjir það verða, en þar verða formennirnir tveir ábyggilega líka.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband