30.4.2007 | 12:36
Afbakstur Frjálslyndra
Áróður Sigurjóns og félaga hans er ekki í ýkjamiklum tengslum við raunveruleikann. Í raun og veru skiptir mestu máli að menn veiði fisk, verki fisk og selji fisk. Íslenskur sjávarútvegur glímir við samkeppni á mörkuðum; vöruþróun og aukin nýting er það sem skiptir máli í íslenskum sjávarútvegi til framtíðar. Stagl um ef og hefði skilar ekki aukningu útflutningsverðmætis.
28.4.2007 | 14:22
Ótrúlegt í norðaustri
Það hefur margsinnis verið sagt að kosningafræðin séu flókin, séu hreint og beint marg flókin. Nú veit maður ekki alveg hvernig óákveðnir dreifast yfir landið. Vitnalega eru þessar tölur ekki niðurstöður kosninga. Auðvita fara framsóknamenn að spretta úr spori, fyrst þeir eru sprottnir úr grasi. Framsóknarmenn fá áfall ef þeir fá ekki fjórðung í Norðausturkjördæmi. Samt lækka þeir úr hinni könnuninni sem Capacent gerði í norðaustri fyrir skemmstu, og samt eru þeir komnir af stað, farnir að þakka sér einum mál sem þeir féllust á að fengju framgang að loknu talsverðu þófi. Þá hlýtur auglýsingamennska og skrumskæling að hafa einhver áhrif einhversstaðar. Maður veit ekki hver hart verður í millum jafnra jafningja í röðum jafnaðarmanna.
Væru úrslitin þessi eða á þessa leið væru ekki framsóknarmenn með fjóra mann, þeir eru í baráttu við vinstri græna um aukasæti í Naustri. Taki vinstrigrænir 1,75% eða um það bil af Sigurjóni Þórðarsyni yrði sjómaðurinn að taka pokann sinn og fara í land, en taki framsókn 1,6% af Sigurjóni eða einhverjum öðrum yrði Birkir Jón áfram 9. þingmaður kjördæmisins. Sjálfstæðismenn þurfa að spýta í lófana svo vinna meigi að kjöri læknisins Þorvaldar. Hvar eru Akureyringarnir sem vildu Akureyrarlista, hví styðja þeir ekki Sjálfstæðisflokkinn betur og dyggar. Það er mjótt á mununum. Vopnfirðingar geta tryggt Þorvaldi sem læknaði á Vopnafirði á árum áður sæti á Alþingi. Samfylkingin þarf að ég held um 7% í viðbót við þau 17% sem hún hefur svo Lára lalli inn á þing til að vera.
Þorvaldur var góður formaður í Sjálfstæðisfélagi Akureyrar, meðan ég var þar varaformaður. Ég myndi gleðjast ef Þorvaldur kæmist á þing, en þá er bara að fá fólk til að kjósa flokkinn. - Og kjósa flokkinn, ekki bara í Naustri heldur og á öllu landinu.
Þorvald á þing - xD
---
Könnunin sem var kynnt í vikunni í Reykjavík syðri benti til þess að þjóðin öll þyrfti að taka sig saman og kjósa Sjálfstæðisflokkinn svo Geir kæmist að, svo Geir gæti setið áfram á þingi, í það minnsta sem uppbótarmaður.
Fylgi Samfylkingar og VG jafnmikið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.4.2007 | 00:57
Faraldsfótur
Ég fór líka á Vopnafjörð, og mér þótti gaman að sjá hin vopnfirsku víðerni opnast á móti mér- og okkur. Ráðstefnuna sátu yfir 50 manns - einungis 2 þingmenn sáust. Vopnfirðingar vilja minnast sona sveitarinnar með veglegum hætti. Þá horfa vopnfirðingar ekki síst til lands þegar þeir huga að framtíð í ferðamennsku í firðinum.
Nú ætla ég mér að sitja Fiskiþing Fiskifélags Íslands.
----
Er niðurstaða íbúalýðræðis einungis marktæk þegar niðurstaðan fellur að hugmyndum vinstri grænna, má hundsa niðurstöðu íbúalýðræðis ef niðurstaðan fellur vinstri grænum ekki í geð.
---
25.4.2007 | 07:45
Gleðilegt sumar,
gleðilegt sjálfstæðis sumar. Ég hef nú gengið fram og aftur um Egilsstaði á Fljótsdalshéraði og séð uppbygginguna sem er meiri en orð hafa farið af. uppbyggingin hefur verið gríðarleg, og það vegna framkvæmdavilja alþjóðlegs einkafyrirtækis.
Ég var á opnum fundi í Menntaskólanum á Egilsstöðum í gærkvöldi, þar var góð umræða um næstu skref í samgöngumálum sem og uppbyggingu í velferðarmálum, einkum og sér í lagi í menntamálum, þá kom hin neikvæða afstaða vinstri grænna í ljós. Ég tók eftir því að "jafnaðarmenn" gerðu mikið úr meintum ójöfnuði, ójöfnuði sem er ekki til staðar í íslensku samfélagi, en fundagestir tóku því hjali fálega, enda sá það hver maður að Sigurjón Þórðarson sat til sama borðs og utanríkisráðherrann.
Enn geta menn hneykslast á þjóðlendumálinu, jafnvel þó nýjar og betri verklagsreglur hafi verið teknar upp.
Við hvað erum menn hræddir í heilbrigðismálum, sá einkarekstur sem á sér stað innan heilbrigðisgeirans gengur vel og óhætt er, að ég tel, að halda áfram á sömu braut.
---
Ég sá í Morgunblaðinu um daginn að 71% þjóðarinna teldi 35,72% tekjuskatt of háan, vitanlega væri 35,72% tekjuskattur fáranlega hár ef ekki kæmi til afnám útsvars. Tekjuskattur er ekki 35% hann er nær 22,75%. Rétt eins og Bjórárbúinn benti á.
7.4.2007 | 16:45
Það á enginn neitt í pólitík
Nú sá ég snemma í vikunni sem er að líða heldur ókræsilega niðurstöðu fyrir mína menn. En svo tók landið að rísa og var að því að virtist á góðri siglingu inn í páskahelgina. Þá er ég að tala um svo ekkert fari á milli mála könnun á fylgi flokka í stærsta kjördæmi landsins, annarsvegar brotið niður úr nýjustu Capacent könnuninni og hinsvegar Félagsvísindastofnun HÍ fyrir stöð tvö.
Það er öllum ljóst að á því svæði sem nú heitir norðausturkjördæmi er mikið um framsóknarmenn og vinstrisinnaðir vinstrimenn hafa verið margir á hinum sömu slóðum. Aldrei var mikið um krata á Austurlandi og Sjálfstæðismenn voru frekar dreifðir. Sjálfstæðismenn hrepptu í tvígang þingsæti Seyðisfjarðar, feðgana Jóhannes Jóhannesson og son hans Lárus. Það var ekki fyrr en Austurlandið varð eitt kjördæmi að Sjálfstæðismenn töldu víst að þeir fengju eitt þingsæti af Austurlandi.
Samfylking sem ætlar sér að vera 35% flokkur hlýtur að ætlast til þess að fá þriðjung þingmanna kjördæmisins. Það kom fyrir að framsóknarmenn á þingi sem kjörnir voru á Austrulandi og í Norðurlandskjördæmi eystra væru 6 talsins en þá var með talinn þingmaður Austur-Skaftafellssýslu, þannig að réttar væri að tala um 5 framsóknarmenn. Sjálfstæðismenn voru þrír, nema 1995-1999 þegar þeir voru 4. en á tímabilinu 1959-2003 voru þingmenn kjördæmanna tveggja 11 nema 1987-1995 þegar þeir voru 12 og aukningin kom kvennalistanum og krötum, samfylkingarflokkum, vel.
Það er súrt en sennilegt að Sjálfstæðismenn hafa haft miðað við 10 þingmenn 2,7 þingsæti, það er ekkert gefið með það að við fáum 3 þingsæti í norðaustri, eins og sást best 2003. En það er súrt í broti ef við munum festast með 2 sæti.
Persónufylgi þess sem brosað hefur framan á bringu hinnar róttæku íslensku æsku frá síðustu kosningum er nokkurt á norðaustur horninu og í sjálfu sér varla viðunandi að ekki sé 3 vinstri sinnaðir vinstri menn á þing fyrir það svæði sem skartar Norðfirði.
Sagan?
Augljóslega er hér gengið langt fram í reikningum og talað um 5 framsóknarmenn, 3 samfylkingarmenn 3 vinsrisinnaða vinstrimenn og 2,7 eða 3 sjálfstæðismenn. 14 þingmenn þar sem 9 þingsæti eru til skiptana miðað við fylgi í kjördæminu.
Þar sem kjördæmissætin eru bara níu má segja að saman dregið ættu sjálfstæðismenn, samfylkingarmenn og vinstrisinnaðir vinstri menn að hafa 1,9 sæti hver og framsókn að vera með um 3,2.
Krafa hvers flokks er í það minnsta hinn sögulegi réttur um 2 þingsæti á framboð nema framsókn sem stefnir á að verja sín föstu 3 sæti. Sjálfstæðisflokkurinn vill vitanlega hreppa meir en þriðjung atkvæða og þriðjun þingsæta þar með. Samfylking ætlar sér sinn þriðjung þar sem samfylkingin telur sig eiga að vera 35% flokk. Vinstri grænir vilja líka 3 þingsæti í kjördæmi formannsins.
En hvernig fer þetta allt, er óvíst að spá.
5.4.2007 | 22:47
Afsakið töfina
19% kenndu k-kerfinu um brottflutning sinn. Menn og konur hafa látið með k-kerfið eins og það sé upphaf og orsök alls ils, svo er ekki þegar 81% nefna eitthvað annað en k-kerfið. Nóg hefur nú verið látið með k-kerfið og ekki síst á vestfjörðum, þannig að ég freistaðist til álíta mig undrandi við þessi tíðindi.
1998 minnir mig að Byggðastofnun hafi bent á fábreytt atvinnulíf, stirðar samgöngur og húshitunarkosnað, auk takmarkaðra möguleika á menntun sem ástæður brottflutnings af Landsbyggðinni.
Fábreytt atvinnulíf - skortur á atvinnutækifærum eru atriði af sama meiði.
---
Er annars kominn til landsins, hef sagt skilið við Honshu.
31.3.2007 | 02:21
M.MSc.
Þá er gráðan komin í hús, eða í það minnsta í hendurnar á mér. Við svo búið hefst ferðin heim á leið, ég hef uppskorði í samræmi við sáninguna, að ég tel, og þarf að koma forðanum fyrir á góðum stað í öruggri geymslu.
Ferðin heim virðist ætla að verða þyrnum stráð líkt og ferðin hingað fyrir um þremur árum, hefst á tveggja tíma seinkun. Í þokkabót stendur á svörum frá flötulöndunum hvað varðar gistingu. Í versta falli fæ ég mér lúr við hilð hafmeyjunnar smáu. Ég á semsagt að mati forsjónarinnar einungis að halda mig á örðum hvorum staðnum en ekki að fara hér á milli.
Ég man nú þegar eftir fleskinu sem ég gleymdi í geymslu prófessorsins, og hef ég því góða afsökun fyrir að koma fljótt aftur, þó ekki nema væri til að ná í stærra stykki en Halldór Blöndal og hirð hans fengu gefins á markaðinum góða á land heimtunni um árið.
Vikan var annasöm. reyndar hafa vikurnar sem helgaðar voru bið eftir skíteini einkennst af meira annríki en ég ætlaði í upphafi. Ég get sagt frá því að ég hneigði mig við útskriftina. Frá því að ég heimti skírteinið hef ég verið á þönum. ég vonast eftir góðum nætur svefni.
Við skulum sjá hvað tekur við er ég kemst heim.
13.3.2007 | 07:48
Frétt?
Núverandi Fiskveiðistjórnunarkerfi nýtur ekki óskoraðs stuðnings landsmanna samkvæmt nýlegri könnun blaðsins Blaðið. Eftir því sem ég kemst fjærst var einungis spurt um núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi sem verið hefur bitbein manna og flokka á meðal nokkur undandgengin misseri. Núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi hefur verið "umtalað jafnvel umdeilt". Ný-frjálslyndir voru duglegir við að benda á ókosti kerfisins og jafnvel gert meira úr þeim en ástæða er til að ætla að nauðsynlegt hafi verið. Því eins og bent var á á vef kenndum við efnahagslögsöguna:
Annas Sigmundsson, stjórnmálafræðingur, kynnti nú í febrúar síðastliðnum, niðurstöður BA- ritgerðar sinnar, sem ber heitið Rannsókn á byggðaþróun á Ísafirði: Þáttur kvótakerfisins í byggðaröskun á landsbyggðinni. Ein af meginniðurstöðum rannsóknar Annasar er að kvótakerfið eigi mjög lítinn þátt í því að fólk ákveði að flytjast á brott af landsbyggðinni.
Hluti af rannsókn Annasar fólst í spurningakönnun sem hann lagði fyrir 1.000 brottflutta Ísfirðinga á árunum 1990 til ársins 2004. 81% af þeim sem svöruðu sögðu að annað en kvótakerfið hafi ráðið meiru um að það flutti á brott. Þá sögðu 41,4% að skortur á atvinnutækifærum hafi ráðið mestu um að það flutti og 26% sögðu skort á möguleikum á framhaldsnámi hafa ráðið mestu.
Skyldi einhver hluti þeirra sem sögðu sig andvíga núverandi fiskveiðendastjórnunarkerfi hafi tekið þá afstöðu í þeirri trú að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi hafi leitt til þess að stöðugur flótti fólks sé búin að vera frá byggðarlögum á landsbyggðinni frá því að fiskveiðistjórnunarkerfið var lögfest.
Rúm 70% andvíg kvótakerfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.3.2007 | 03:03
Ráðherraefni
Ég er algerlega ósammála Staksteinahöfundi. Sjálfstæðisflokkur er alveg eins líklegur og hvaða annar flokkur til að kalla konur til ábyrgðastarfa í ríkisstjórn Íslands.
Ef Staksteinahöfundur meinar það sem hann segir um að meiri hluti ráðherra liðs hvorttveggja samfylkingar og vinstri grænna verði skipaður konum, væri gott að vita hvaða kvenfólk staksteinahöfundur hefur í huga. Þó svo að staksteinahöfundur ætti kollgátuna um kvennaval vinstrimanna og sameinaðra vinstrimannaer óvíst hvort það dugi til að ríkisstjórnlandsins verði skipuð fleiri konum en körlum. Því eins og Þjóðarpúlsinn sem Capacent þuklaði um daginn þurfa vinstrimenn og sameinaðir vinstri menn á annað hvort framsóknarmönnum nú eða ný-frjálslyndum að halda til þess að myndað gætu þeir starfhæfa stjórn. Hvorttveggja nýfrjálslyndir sem og framsóknarmenn hafa karla á odda.
Þjóðarpúlsinn reiknaði með að
Vinstrigrænir myndu hampa 8 þingkonum
Sjálfstæðisflokkur myndi hljóta 7 þingkonur
Samfylking myndi hafa 5 þingkonur
Framsóknarflokkurinn myndi ná inn 2 þingkonum
Frjálslyndiflokkurinn myndi státa sig af 1 þingkonu
Ómögulegt er með öllu að segja hverjir verði ráðherrar í næstu ríkisstjórn, hins vegar má maður blaðra útí loftið. Eins og hér hefur áður verið gert. Nú ætla ég að notast við nýjustu útprentun á slagæðarmælingum Capacent. Ekki er útlit fyrir hreinan meirihluta neins flokks að loknum kosningum. Ég leyfi mér hér að birta þá sem ég tel að séu á topp 10 hjá hverjum flokki um sig. Auðvitað tel ég formann og varaformann hvers floks vera í mestum metum, en hverjir koma þar á eftir, veit ég ekki með vissu - ég þekki ekki röðina en ég tel eftri talda vera fremsta meðal sinna jafningja.
Sameinaðir Vinstrimenn - hin samfylktu - Samfylkingin
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður
Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður
Össur Skarphéðinsson þingflokksformaður
Kristján L. Möller varaformaður þingflokks
Þórunn Sveinbjarnardóttir meðstjórnandi þingflokks
Gunnar Svavarsson formaður framkvæmdastjórnar
Jóhanna Sigurðardóttir á þingi frá 1978
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir á þingi frá 1995
Björgvin G. Sigurðsson á þingi frá 2003
Katrín Júlíusdóttir á þingi frá 2003
Vinstrimenn - innrautt grænt - Vinstrihreyfingin grænt framboð
Steingrímur J. Sigfússon formaður
Katrín Jakobsdóttir varaformaður
Ögmundur Jónasson þingflokksformaður
Þuríður Backman varaformaður þingflokks
Árni Þór Sigurðsson stjórn VG
Gestur Svavarsson formaður kjördæmisráðs
Kolbrún Halldórsdóttir á þingi frá 1999
Jón Bjarnason á þingi frá 1999
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
Álfheiður Ingadóttir
Flokkurinn - Bláminn - Sjálfstæðisflokkurinn
Geir H. Haarde formaður
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður
Arnbjörg Sveinsdóttir þingflokksformaður
Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður þingflokks
Árni M. Mathiesen á þingi frá 1991
Einar Kristinn Guðfinnsson á þingi frá 1991
Ásta Möller á þingi frá 2005, þar áður 1999-2003
Kristján Þór Júlíusson
Guðfinna S. Bjarnadóttir
Ragnheiður Elín Árnadóttir/Ólöf Nordal/Björk Guðjónsdóttir
Framsókn - Grænkan - Framsóknarflokkurinn
Jón Sigurðsson formaður
Guðni Ágústsson varaformaður
Sæunn Stefánsdóttir ritari
Valgerður Sverrisdóttir á þingi frá 1987
Magnús Stefánsson á þingi frá 2001, þar áður 1995-1999
Jónína Bjartmarz á þingi frá 2000
Birkir Jón Jónsson á þingi frá 2003
Siv Friðleifsdóttir á þingi 1995-2007
Bjarni Harðarson
Guðjón Ólafur Jónsson á þingi 2006-2007
Ný frjálslyndir - fályndir - Frjálslyndiflokkurinn
Guðjón Arnar Kristjánsson formaður
Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður og þingflokksformaður
Sigurjón Þórðarson varaformaður þingflokks
Jón Magnússon
Kolbrún Stefánsdóttir
Valdimar Leó Friðriksson á þingi 2005-2007
Kristinn H. Gunnarsson á þingi 1991-2007
Bárður Halldórsson
Gretar Mar Jónsson
Ásthildur Cecil Þórðardóttir/Guðrún María Óskarsdóttir
12.3.2007 | 08:49
Vonandi áframhald á þessu
Ég segi nú bara fyrir mitt leiti að vonandi vænkast hagur japana áfram sem og allra annarra í búa þessarar kringlu, hvar svo sem ég verð niður kominn eftir næstu mánaðarmót. á ég ekki að vera nægju samur og segjast hafa notið uppgangsins í japönsku efnahagslífi, án þess að reyna að tengja uppganginn of mikið við mitt líferni.
-
Kóreski hvítlaukurinn virkaði öfugt við staðdeyfingu. Ég hef ekki fengið aðra eins staðfestingu á tilveru tanngarðs míns í háa herrans tíð og ég fékk er ég beit í hvítlauk með sashimi í Seúl um síðustu helgi. Ég er þó búinn að rétta úr kútnum og hef að mestu tekið upp mér áður tamið líferni.
Hagvöxtur í Japan meiri en talið var | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Japan | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)